Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2018 14:25 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, á þingi í dag. Vísir/Hanna Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins. Stefna hans hefði þýtt að ríkið hefði þurft að kaupa Arion banka á sextíu til sjötíu milljarða króna. Salan á hlut ríkisins í bankanum sé hins vegar afkomutengd og tryggi hagsmuni ríkissjóðs. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði fjármálaráðherra á Alþingi í morgun út í fyrirhugaða sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þar væri skipulögð flétta á ferð að hálfu erlendra vogunarsjóða sem ættu meirihluta í bankanum og ætluðu sér að græða á því að kaupa hlut ríkisins á undirverði. Vogunarsjóðirnir þyrftu ekki að leggja út fyrr kaupunum þar sem þeir gætu notað peninga Arion til að kaupa bréf í bankanum, sem ætti gríðarlega verðmætar eignir. Þetta væri snilld vogunarsjóðanna númer eitt. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö,“ sagði Birgir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fulltrúa ríkisins á hluthafafundi í Arion hafa lagst gegn því að bankinn fengi heimild til að kaupa eigin bréf. Hins vegar væri einhliða réttur hluthafa til að kaupa hlut ríkisins ótvíræður að mati Bankasýslunnar. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni. Það þýði ekki fyrir Miðflokkinn að koma hálfu ári eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem legið hafi fyrir í samningum í mörg ár eða allt frá 2009 og séu hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hafi heppnast vel. „Til þess að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir. Eða hvað eru það margir tugir milljarða sem sem háttvirtur þingmaður er tilbúin til að reiða fram til að kaupa hlut í fjármálafyrirtæki. Þannig að hægt sé að efna kosningaloforð Miðflokksins um að dæla út 70 milljörðum og gjaldfæra á ríkissjóð,“ spurði Bjarni.Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Ríkið tryggt fyrir auknu verðmæti bankans síðarBirgir sagði verðmæti Arion banka gríðarleg. „Þá birtist okkur sú staðreynd að það er markmið erlendra hluthafa bankans að nota eigið fé bankans til að kaup hlut ríkisins á undirverði. Til þess eins að eignarhlutur annarra hluthafa, sem eru erlendir vogunarsjóðir, aukist að verðmæti,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi vera kominn með svarið um verðmæti Arion, sem að hans mati væri meira en greiðsla fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum gæfi til kynna. „Og þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans; Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 til 140 milljarða skiptist það verð þannig að 1/3 renni beint til ríkisins,“ sagði Bjarni. Ef bankinn seldist á 140 til 160 milljarða fengi ríkið helming söluverðsins. „Og ef bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, þ.e.a.s. hlutur Kaupþings, fær ríkið ¾ af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði sem ætti að vera ágætis leið til að finna út hvert raunverulegt virði bankans, þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Salan á Arion banka Tengdar fréttir Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins. Stefna hans hefði þýtt að ríkið hefði þurft að kaupa Arion banka á sextíu til sjötíu milljarða króna. Salan á hlut ríkisins í bankanum sé hins vegar afkomutengd og tryggi hagsmuni ríkissjóðs. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði fjármálaráðherra á Alþingi í morgun út í fyrirhugaða sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þar væri skipulögð flétta á ferð að hálfu erlendra vogunarsjóða sem ættu meirihluta í bankanum og ætluðu sér að græða á því að kaupa hlut ríkisins á undirverði. Vogunarsjóðirnir þyrftu ekki að leggja út fyrr kaupunum þar sem þeir gætu notað peninga Arion til að kaupa bréf í bankanum, sem ætti gríðarlega verðmætar eignir. Þetta væri snilld vogunarsjóðanna númer eitt. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö,“ sagði Birgir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fulltrúa ríkisins á hluthafafundi í Arion hafa lagst gegn því að bankinn fengi heimild til að kaupa eigin bréf. Hins vegar væri einhliða réttur hluthafa til að kaupa hlut ríkisins ótvíræður að mati Bankasýslunnar. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni. Það þýði ekki fyrir Miðflokkinn að koma hálfu ári eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem legið hafi fyrir í samningum í mörg ár eða allt frá 2009 og séu hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hafi heppnast vel. „Til þess að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir. Eða hvað eru það margir tugir milljarða sem sem háttvirtur þingmaður er tilbúin til að reiða fram til að kaupa hlut í fjármálafyrirtæki. Þannig að hægt sé að efna kosningaloforð Miðflokksins um að dæla út 70 milljörðum og gjaldfæra á ríkissjóð,“ spurði Bjarni.Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Ríkið tryggt fyrir auknu verðmæti bankans síðarBirgir sagði verðmæti Arion banka gríðarleg. „Þá birtist okkur sú staðreynd að það er markmið erlendra hluthafa bankans að nota eigið fé bankans til að kaup hlut ríkisins á undirverði. Til þess eins að eignarhlutur annarra hluthafa, sem eru erlendir vogunarsjóðir, aukist að verðmæti,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi vera kominn með svarið um verðmæti Arion, sem að hans mati væri meira en greiðsla fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum gæfi til kynna. „Og þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans; Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 til 140 milljarða skiptist það verð þannig að 1/3 renni beint til ríkisins,“ sagði Bjarni. Ef bankinn seldist á 140 til 160 milljarða fengi ríkið helming söluverðsins. „Og ef bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, þ.e.a.s. hlutur Kaupþings, fær ríkið ¾ af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði sem ætti að vera ágætis leið til að finna út hvert raunverulegt virði bankans, þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Salan á Arion banka Tengdar fréttir Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02