Innlent

Snarpur skjálfti við Krýsuvík fannst á Seltjarnarnesi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Reykjanesi.
Frá Reykjanesi. Vísir/Vilhelm
Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð um 4 kílómetra norður af Krýsuvík á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingum Veðurstofu Íslands.

Nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar hafa borist frá Hafnarfirði og Seltjarnarnesi um að skjálftinn hafi fundist þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×