Ekki er vitað hversu margir voru um borð í þyrlunni er hún brotlenti á níunda tímanum í gærkvöldi eftir leik Leicester og West Ham United. Samkvæmt fréttum erlendra miðla er óttast að nokkrir hafi látist í slysinu. Mikill eldur blossaði upp þegar þyrlan skall til jarðar og var fjöldi viðbragðsaðila ræstur út í kjölfar slyssins.
English Premier League club Leicester dealing with “major incident” after helicopter crashes outside stadium following matchhttps://t.co/QZy8NJ2YdP pic.twitter.com/zafWEHxuH7
— AP Sports (@AP_Sports) October 27, 2018
People continue to arrive in numbers to offer their support - pic.twitter.com/yJnDlkjas0
— BBC Leicester Sport (@BBCRLSport) October 28, 2018
Srivaddhanaprabha ferðast með þyrlu til og frá leikjum Leicester. Hann hefur það fyrir sið að fara upp í þyrluna á miðjum leikvanginum eftir þá leiki sem Leicester spilar á heimavelli. Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins.
