Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 22-33 | Skyldusigur í Tyrklandi Anton Ingi Leifsson skrifar 28. október 2018 14:15 Aron Pálmarsson í leiknum gegn Grikkjum í vikunni. vísir/daníel Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020 eftir ellefu marka sigur á Tyrkjum, 33-22, en leikið var í Ankara í dag. Íslenska liðið var 16-13 yfir í hálfleik og leiddi frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir áhlaup heimamanna náðu þeir ekki að brúa bilið og sterkur sigur Íslands á útivelli. Sóknarleikurinn gekk vel framan að. Elvar Örn Jónsson stýrði spilinu og skoraði góð mörk. Ísland var 9-4 yfir um miðjan hálfleikinn en þá tóku Tyrkirnir leikhlé. Eftir það skoruðu þeir þrjú mörk og minnkuðu muninn en aftur steig Ísland á bensíngjöfina og var komið sex mörkum yfir, 16-10, er nokkrar mínútur voru til hálfleiks. Strákarnir slökuðu aðeins á í varnarleiknum, klúðruðu nokkrum góðum færum og heimamenn náðu að minnka muninn í þrjú mörk. 16-13 var staðan er liðin gengu til búningsherbergja. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og var eftir fimm mínútur í síðari hálfleik komið í sex marka forystu. Björgvin Páll var byrjaður að verja í markinu og varnarleikurinn stóð þéttur. Tyrkirnir tóku leikhlé í stöðunni 21-14 en ef eitthvað er þá bættu okkar strákar bara í eftir það. Þeir skoruðu næstu tvö mörk og náðu mest níu marka forystu. Eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og lokatölur 33-22.Afhverju vann Ísland? Einfaldlega betra lið. Það er ekkert flókið. Stigu á bensíngjöfina þegar þurfti og eru bara með betri handboltamenn í nánast hverri einustu stöðu, ef ekki öllum stöðum. Fínn sóknarleikur og góður varnarleikur skilaði tveimur stigum í hús.Hverjir stóðu upp úr? Elvar Örn Jónsson var frábær bæði i vörn og sókn. Hann var kominn með sex mörk strax í fyrri hálfleik auk þes að stýra íslenska liðinu af mikilli festu. Hann endaði með níu mörk. Aron Pálmarsson sýndi listir sínar þegar þess þurfti og hornamennirnir Arnór Þór Gunnarsson og Bjarki Már Elísson áttu afar góðan leik. Ólafur Gústafsson var frábær í varnarleiknum og varnarleikurinn sem ein heild var virkilega góður. Líklega það besta sem maður hefur séð varnarlega lengi, sérstaklega í síðari hálfleik.Hvað gekk illa? Markvarslan var ekki góð í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik lokaði Björgvin Páll rammanum. Sóknarleikur Tyrkja gekk mjög illa í upphafi síðari hálfleiks gegn frábærri vörn Íslands en það er fátt hægt að finna að leik Íslands í dag.Hvað gerist næst? Þessari landsliðsviku er lokið og næsti leikur Íslands í þessari undankeppni er í apríl gegn Grikkjum og Makedóníu. Í janúar spilar þó íslenska landsliðið, eins og flestir vita, á HM sem leikið verður í Danmörku og Þýskalandi. EM 2020 í handbolta
Ísland er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2020 eftir ellefu marka sigur á Tyrkjum, 33-22, en leikið var í Ankara í dag. Íslenska liðið var 16-13 yfir í hálfleik og leiddi frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir áhlaup heimamanna náðu þeir ekki að brúa bilið og sterkur sigur Íslands á útivelli. Sóknarleikurinn gekk vel framan að. Elvar Örn Jónsson stýrði spilinu og skoraði góð mörk. Ísland var 9-4 yfir um miðjan hálfleikinn en þá tóku Tyrkirnir leikhlé. Eftir það skoruðu þeir þrjú mörk og minnkuðu muninn en aftur steig Ísland á bensíngjöfina og var komið sex mörkum yfir, 16-10, er nokkrar mínútur voru til hálfleiks. Strákarnir slökuðu aðeins á í varnarleiknum, klúðruðu nokkrum góðum færum og heimamenn náðu að minnka muninn í þrjú mörk. 16-13 var staðan er liðin gengu til búningsherbergja. Ísland byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og var eftir fimm mínútur í síðari hálfleik komið í sex marka forystu. Björgvin Páll var byrjaður að verja í markinu og varnarleikurinn stóð þéttur. Tyrkirnir tóku leikhlé í stöðunni 21-14 en ef eitthvað er þá bættu okkar strákar bara í eftir það. Þeir skoruðu næstu tvö mörk og náðu mest níu marka forystu. Eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og lokatölur 33-22.Afhverju vann Ísland? Einfaldlega betra lið. Það er ekkert flókið. Stigu á bensíngjöfina þegar þurfti og eru bara með betri handboltamenn í nánast hverri einustu stöðu, ef ekki öllum stöðum. Fínn sóknarleikur og góður varnarleikur skilaði tveimur stigum í hús.Hverjir stóðu upp úr? Elvar Örn Jónsson var frábær bæði i vörn og sókn. Hann var kominn með sex mörk strax í fyrri hálfleik auk þes að stýra íslenska liðinu af mikilli festu. Hann endaði með níu mörk. Aron Pálmarsson sýndi listir sínar þegar þess þurfti og hornamennirnir Arnór Þór Gunnarsson og Bjarki Már Elísson áttu afar góðan leik. Ólafur Gústafsson var frábær í varnarleiknum og varnarleikurinn sem ein heild var virkilega góður. Líklega það besta sem maður hefur séð varnarlega lengi, sérstaklega í síðari hálfleik.Hvað gekk illa? Markvarslan var ekki góð í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik lokaði Björgvin Páll rammanum. Sóknarleikur Tyrkja gekk mjög illa í upphafi síðari hálfleiks gegn frábærri vörn Íslands en það er fátt hægt að finna að leik Íslands í dag.Hvað gerist næst? Þessari landsliðsviku er lokið og næsti leikur Íslands í þessari undankeppni er í apríl gegn Grikkjum og Makedóníu. Í janúar spilar þó íslenska landsliðið, eins og flestir vita, á HM sem leikið verður í Danmörku og Þýskalandi.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti