Ólafía byrjaði vel í Wisconsin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. júlí 2018 17:36 Ólafía Þórunn byrjar mjög vel í Wisconsin víris/getty Ólafía Þórunn er rétt utan við toppbaráttuna eftir flottan fyrsta hring á Thornberry Creek mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía var jöfn í áttunda sæti þegar aðeins tvær holur voru eftir en skolli á 17 holunni sá hana detta niður í 15. - 27. sæti. Hún fór hringinn í dag á þremur höggum undir pari eftir sex fugla og þrjá skolla. Dagurinn byrjaði illa, með skolla á fyrstu holu. Hún var hins vegar fljót að ná högginu til baka og endaði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Það kom skolli á 12. holu sem Ólafía fylgdi eftir með þremur fuglum á næstu fjórum holum og staðan orðin mjög góð fyrir íþróttamann ársins 2017. Eins og áður segir fékk hún svo skolla á næst síðustu holunni og paraði svo þá 18. og endaði á þremur höggum undir pari. Þegar þessi frétt er skrifuð er Katherine Kirk í efsta sæti á átta höggum undir pari og Ólafía því ekki mörgum höggum frá toppbaráttunni. Enn eiga þó um 70 kylfingar eftir að fara af stað, Ólafía var á meðal þeirra fyrstu sem fóru út í morgun. Haldi hún vel á spöðunum á morgun ætti Ólafía að fljúga í gegnum niðurskurðinn. Útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn er rétt utan við toppbaráttuna eftir flottan fyrsta hring á Thornberry Creek mótinu í golfi sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía var jöfn í áttunda sæti þegar aðeins tvær holur voru eftir en skolli á 17 holunni sá hana detta niður í 15. - 27. sæti. Hún fór hringinn í dag á þremur höggum undir pari eftir sex fugla og þrjá skolla. Dagurinn byrjaði illa, með skolla á fyrstu holu. Hún var hins vegar fljót að ná högginu til baka og endaði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Það kom skolli á 12. holu sem Ólafía fylgdi eftir með þremur fuglum á næstu fjórum holum og staðan orðin mjög góð fyrir íþróttamann ársins 2017. Eins og áður segir fékk hún svo skolla á næst síðustu holunni og paraði svo þá 18. og endaði á þremur höggum undir pari. Þegar þessi frétt er skrifuð er Katherine Kirk í efsta sæti á átta höggum undir pari og Ólafía því ekki mörgum höggum frá toppbaráttunni. Enn eiga þó um 70 kylfingar eftir að fara af stað, Ólafía var á meðal þeirra fyrstu sem fóru út í morgun. Haldi hún vel á spöðunum á morgun ætti Ólafía að fljúga í gegnum niðurskurðinn. Útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira