Víðtækar heimildir um vinnslu persónuupplýsinga settar í lög Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júlí 2018 06:00 Í nokkrum tilfellum er um að ræða heildi fyrir vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. VÍSIR/DANÍEL Vegna hertra reglna í nýjum persónuverndarlögum er unnið að breytingum á ýmsum lögum í fagráðuneytum til að tryggja opinberum stofnununum ótvíræða lagaheimild til vinnslu persónuupplýsinga. Þegar er komið til kynningar á vef Stjórnarráðsins frumvarp um heimildir nokkurra stofnana sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í drögunum er í nokkrum tilvikum um að ræða heimildir til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Þannig hefur Þjóðskrá Íslands heimildir til vinnslu persónuupplýsinga um heilsufar fólks, þjóðernislegan uppruna, trúarbrögð, hjúskaparstöðu og fleira. Vegagerðin fær heimild til vinnslu fjárhagsupplýsinga og Samgöngustofa fær heimildir til vinnslu heilsufarsupplýsinga, upplýsinga um lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun og upplýsinga um refsiverða háttsemi. Í öllum tilvikum er um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga að ræða. „Í frumvarpinu er verið að leggja til þær lágmarksbreytingar sem gera þarf á lögum, sem heyra undir ráðuneytið, til að ná markmiðum sem felast í nýjum persónuverndarlögum,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sett eru stíf skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og sérstaklega ef um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða. Í 11. gr. nýju persónuverndarlaganna kemur fram að vinnsla slíkra upplýsinga hjá opinberum stofnunum skuli fara fram á grundvelli laga sem kveði á um viðeigandi og sérstakar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða.Ekki er í frumvarpsdrögum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kveðið á um neinar ráðstafanir af framangreindum toga til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða við vinnslu þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem þar um ræðir. „Það hvernig hver stofnun fyrir sig gerir viðeigandi og sérstakar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða er ekki til umfjöllunar í frumvarpinu sem slíku,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins vegna þessa. Í svarinu er hins vegar vísað til ýmissa ráðstafana sem stofnanir hafa nú þegar gripið til eða muni gera til að tryggja og vernda grundvallarréttindi fólks. Í frumvarpinu er heldur ekki kveðið á um hver tilgangur vinnslunnar sé að öðru leyti en með tilvísun til lögbundins hlutverks viðkomandi stofnunar. Til að grennslast fyrir um hið lögbundna hlutverk sem geri vinnsluna nauðsynlega þarf eftir atvikum að leita í önnur sérlög. Vinnsla persónuupplýsinga hjá Þjóðskrá Íslands fær lagastoð í 1. gr. laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Stofnunin vinnur með ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar sem ekki lúta allar að skráningu í þjóðskrá heldur varða ýmis önnur verkefni stofnunarinnar samkvæmt sérlögum og leita þarf þangað eftir tilgangi vinnslunnar. Þannig gæti sá sem vill glöggva sig á lagagrundvelli, tilgangi, umfangi og verndarráðstöfunum vegna tiltekinnar vinnslu persónuupplýsinga þurft að lesa sér til í nokkrum ólíkum lagabálkum. Tilgangur vinnslu heilsufarsupplýsinga hjá Þjóðskrá kemur fram í lögheimilislögum, segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. Fólki, sem búi lengi erlendis, beri að skrá lögheimili sitt þar. Undanþága er gerð vegna þeirra sem dvelja erlendis vegna veikinda og vinnslan lúti að skráningum þar að lútandi. Aðspurð um hvort íslenskir ríkisborgarar séu skráðir eftir þjóðernislegum uppruna sínum, segir Margrét að fæðingarstaður sé meðal þeirra upplýsinga sem skráðar eru í þjóðskrá og það sé ástæðan fyrir því að heimild til vinnslu þessara upplýsinga er sett í lögin. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Vegna hertra reglna í nýjum persónuverndarlögum er unnið að breytingum á ýmsum lögum í fagráðuneytum til að tryggja opinberum stofnununum ótvíræða lagaheimild til vinnslu persónuupplýsinga. Þegar er komið til kynningar á vef Stjórnarráðsins frumvarp um heimildir nokkurra stofnana sem heyra undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Í drögunum er í nokkrum tilvikum um að ræða heimildir til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Þannig hefur Þjóðskrá Íslands heimildir til vinnslu persónuupplýsinga um heilsufar fólks, þjóðernislegan uppruna, trúarbrögð, hjúskaparstöðu og fleira. Vegagerðin fær heimild til vinnslu fjárhagsupplýsinga og Samgöngustofa fær heimildir til vinnslu heilsufarsupplýsinga, upplýsinga um lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun og upplýsinga um refsiverða háttsemi. Í öllum tilvikum er um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga að ræða. „Í frumvarpinu er verið að leggja til þær lágmarksbreytingar sem gera þarf á lögum, sem heyra undir ráðuneytið, til að ná markmiðum sem felast í nýjum persónuverndarlögum,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Sett eru stíf skilyrði fyrir vinnslu persónuupplýsinga og sérstaklega ef um vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga er að ræða. Í 11. gr. nýju persónuverndarlaganna kemur fram að vinnsla slíkra upplýsinga hjá opinberum stofnunum skuli fara fram á grundvelli laga sem kveði á um viðeigandi og sérstakar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða.Ekki er í frumvarpsdrögum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins kveðið á um neinar ráðstafanir af framangreindum toga til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða við vinnslu þeirra viðkvæmu persónuupplýsinga sem þar um ræðir. „Það hvernig hver stofnun fyrir sig gerir viðeigandi og sérstakar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða er ekki til umfjöllunar í frumvarpinu sem slíku,“ segir meðal annars í svari ráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins vegna þessa. Í svarinu er hins vegar vísað til ýmissa ráðstafana sem stofnanir hafa nú þegar gripið til eða muni gera til að tryggja og vernda grundvallarréttindi fólks. Í frumvarpinu er heldur ekki kveðið á um hver tilgangur vinnslunnar sé að öðru leyti en með tilvísun til lögbundins hlutverks viðkomandi stofnunar. Til að grennslast fyrir um hið lögbundna hlutverk sem geri vinnsluna nauðsynlega þarf eftir atvikum að leita í önnur sérlög. Vinnsla persónuupplýsinga hjá Þjóðskrá Íslands fær lagastoð í 1. gr. laga um þjóðskrá og almannaskráningu. Stofnunin vinnur með ýmsar viðkvæmar persónuupplýsingar sem ekki lúta allar að skráningu í þjóðskrá heldur varða ýmis önnur verkefni stofnunarinnar samkvæmt sérlögum og leita þarf þangað eftir tilgangi vinnslunnar. Þannig gæti sá sem vill glöggva sig á lagagrundvelli, tilgangi, umfangi og verndarráðstöfunum vegna tiltekinnar vinnslu persónuupplýsinga þurft að lesa sér til í nokkrum ólíkum lagabálkum. Tilgangur vinnslu heilsufarsupplýsinga hjá Þjóðskrá kemur fram í lögheimilislögum, segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. Fólki, sem búi lengi erlendis, beri að skrá lögheimili sitt þar. Undanþága er gerð vegna þeirra sem dvelja erlendis vegna veikinda og vinnslan lúti að skráningum þar að lútandi. Aðspurð um hvort íslenskir ríkisborgarar séu skráðir eftir þjóðernislegum uppruna sínum, segir Margrét að fæðingarstaður sé meðal þeirra upplýsinga sem skráðar eru í þjóðskrá og það sé ástæðan fyrir því að heimild til vinnslu þessara upplýsinga er sett í lögin.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Segir mikilvægt að fagna nýrri persónuverndarlöggjöf Seinna í þessum mánuði verða innleidd ný persónuverndarlög hér á landi og starfar fjöldi fólks við undibrúning þeirra. 16. maí 2018 18:34
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08