Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 80-71 │ KR í undanúrslit Árni Jóhannsson skrifar 22. mars 2018 22:15 Jón Arnór í leiknum í kvöld. Vísir/bára KR-ingar sópuðu Njarðvíkingum í sumarfrí með því að vinna þá 81-71 fyrr í kvöld í DHL-höllinni. Þetta var þriðja viðureign liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik og voru Njarðvíkingar með bakið upp við vegginn fræga áður en boltanum var kastað upp í loft og sýndu það að það er enginn áhugi á að fara snemma í sumarfrí í Njarðvík. Sóknarleikurinn leið eilítið fyrir það hversu mikið var undir í leiknum í dag en lítið var skorað í fyrri hálfleik og staðan ekki nema 36-28 þegar liðin gengu til búningsherbergja. KR voru betri í fyrsta fjórðung en náðu ekki að hrista Njarðvíkingana af sér en það átti eftir að vera saga leiksins. Sóknarleikurinn varð mun mýkri í seinni hálfleik og sýndi það sig í því að seinni hálfleikur endaði 45-44 og leikurinn 81-71. KR voru aftur með völdin en Njarðvíkingarnir pössuðu sig á því að hleypa þeim ekki á sprett eins og í fyrsta leiknum til dæmis. Njarðvíkingar héngu í heimamönnum alveg þangað til um þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá stigu leikmenn upp í liði KR og kláruðu leikinn en þeir eiga það til KR-ingarnir að sigla framúr liðum sem ná að hanga í þeim. 81-71 lokaniðurstaðan í kvöld og 3-0 í einvíginu. KR-ingar fá smá pásu en lið þeirra mjög lemstrað og þurfti Jón Arnór Stefánsson frá að hverfa í seinni hálfleik á annarri löppinni en staðan á honum er ekki vituð að svo stöddu.Afhverju vann KR? KR-ingar sýndu mikinn karakter í kvöld og þegar á þurfti að halda náðu þeir í stigin sem þurfti til að klára leikinn ásamt því að varna Njarðvíkingum stigin sem þeir hefðu þurft til að snúa til baka í Njarðvík eftir helgi. KR-ingar hafa einnig leikmenn sem geta stigið upp þegar á þarf að halda og átti Darri Hilmarsson og Kristófer Acox góða kafla í seinni hálfleik þegar á þurfti að halda ásamt því að Pavel Ermolinskij fór fyrir sínum mönnum og skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum í kvöld.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk ekki vel í fyrri hálfleik. Hann var stirður þegar ákafinn var ekki mikill í vörn liðanna og nánast vandræðalegur á köflum þegar varnarákafinn var aukinn. Í seinni hálfleik kom kafli þar sem ekki var skoruð karfa í á fjórðu mínútu og lengi vel var heildarskotnýting liðanna í kringum 20% og máttu áhorfendur vera þakklátir þegar körfurnar loksins komu.Tölfræði sem vakti athygli? Ragnar Nathanaelsson tók fleiri sóknarfráköst en varnarfráköst í leiknum í kvöld en það þykir sjaldgæft. Hann tók 18 í heildina en 10 þeirra voru í sókn og voru blaðamenn farnir að pæla í því hvort það myndi telja sem þreföld tvenna ef hann hefði skorað 10 stig, tekið 10 sóknarfráköst og svo 10 varnarfráköst. Svo er líklega ekki en hann stóð sig vel í kvöld og varði á köflu körfu gestanna með góðum árangri.Hvað næst? Njarðvíkingar fara í sumarfrí og munu líklega nýta það vel til að undirbúa næsta tímabil. Það býr mikið í þessu liði en það þarf að verða stöðugra í sínum leik. Daníel Guðnason klárar samninginn sinn núna og þarf að ákveða hvort hann fái tækifæri til að halda áfram eða hvort leitað verði á önnur mið. KR fær kærkomna hvíld sem verður væntanlega vel nýtt í að koma mönnum í stand og undirbúa átökin í undanúrslitum sem hefjast eftir tvær vikur tæpar.KR-Njarðvík 81-71 (17-11, 19-17, 21-28, 24-15)KR: Pavel Ermolinskij 24/11 fráköst/8 stoðsendingar, Kristófer Acox 15/13 fráköst/3 varin skot, Darri Hilmarsson 15/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 13, Björn Kristjánsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Sigurður Á. Þorvaldsson 4/8 fráköst, Kendall Pollard 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Orri Hilmarsson 0, Benedikt Lárusson 0, Arnór Hermannsson 0.Njarðvík: Terrell Vinson 20/8 fráköst, Logi Gunnarsson 12, Maciek Stanislav Baginski 11, Ragnar Agust Nathanaelsson 10/18 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Kristinn Pálsson 3, Brynjar Þór Guðnason 0, Gabríel Sindri Möller 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0.Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson Pavel Ermolinskij: Við erum ennþá sætasta stelpan á ballinuBesti maður vallarins, Pavel Ermolinskij, var virkilega ánægður með að þurfa ekki fleiri leiki til að klára einvígið á móti Njarðvík í átta liða úrslitum Dominos deildarinnar í körfuknattleik. „Virkilega ánægður með þessa auka daga sem við fáum, mér líður vel en er mjög þreyttur. Við þurfum bara að nýta þessa daga vel til hvíla sig og svo halda sér gangandi í þessu“. Um leikinn og þá staðreynd að erfitt var fyrir KR að hrista andstæðinginn af sér sagði Pavel: „Þetta var hörkuleikur. Við gerðum það sama í dag og við höfum gert í undanförnum leikjum sem er að spila hörkuvörn. Vörn sem er byggð á mikilli vinnu, þetta voru ekki einhverjar taktískar pælingar heldur mikil hlaup, mikið klafs og mikil einbeiting hjá okkur. Njarðvíkingar settu upp svæðisvörn sem við áttum í vandræðum með enda ekki vanir að spila á móti henni“. „Þetta var klafsleikur sem hefði getað endað hvoru megin, þetta er einhver skot til eða frá þannig að ég er mjög ánægður með að hafa unnið. Ég held að varnirnar hafi bara verið góðar og að það útskýri slæma skotnýtingu en ekki einhver taugatitringur. Þeir lokuðu á ákveðna hluti sem voru að virka vel fyrir okkur í fyrri leikjum, tóku það dálítið frá okkur og fundum við eiginlega aldrei út úr því hvernig við áttum að ná því til baka. Við bara einhvern veginn drusluðumst áfram í þessu. Að sama skapi vorum við að spila góða vörn á þá og láta þá taka erfið skot sem fara stundum niður og stundum ekki þannig að lágt stigaskor og léleg skotnýting sé afleiðing af því“. Pavel var spurður að því hvort að Njarðvíkingar hafi verið minni fyrirstaða en þeir bjuggust við fyrirfram miðað við stöðu liðanna í deildinni. „Ég held að við höfum unnið þessa seríu með mikilli vinnu, ég held að þetta hefði verið miklu erfiðara ef við hefðum ekki verið svona einbeittir í þessar 120 mínútur sem við spiluðum við þá. Við áttuðum okkur á því að við erum ekki að fara neitt nema með mikilli vinnu. Við erum ekki það góðir lengur að við getum treyst á hæfileikanna endalaust og núna þurfum við að fara að vinna fyrir kaupinu okkar og hlaupa og klafsa eins og við höfum verið að gera. Ef við höldum við því áfram þá erum við ennþá stóri vondi úlfurinn. Við erum ennþá sætasta stelpan á ballinu. Logi Gunnarsson: Mjög mikil vonbrigði að sjálfsögðu„Þetta leit ágætlega út í dag. Við náðum að koma þeim út úr því sem að þeir eru vanir að gera sem er þessi pick og roll sókn sem þeir spila svo vel út af svæðisvörninni sem við spiluðum. Við hleyptum þeim ekki að hringnum. Mér fannst við spila ágætlega í dag og við vorum í góðum séns að vinna þennan leik. En þeir fundu glufurnar í svæðisvörninni í endann og þar lá munurinn í kvöld. Þeir voru í veseni í allt kvöld en það var nóg fyrir þá að finna lausnina á vörninni í endann“, sagði Logi Gunnarsson eftir leik í kvöld en hann var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins sem og einvígisins. „Klárlega er þetta svekkjandi niðurstaða. Við endum í fimmta sæti sem er eins nálægt því að fá heimaleikjarétt og hægt er en fáum sterkt lið KR á móti okkur. Þeir fóru illa með okkur í fyrstu tveimur leikjunum en mér fannst við í góðum séns í kvöld alveg þangað til að tvær eða þrjár mínútur voru eftir. Þetta er mjög svekkjandi auðvitað“. Um tímabilið hafði Logi að segja: „Þetta eru vonbrigði það er klárt, við endum í fimmta sæti og eigum ekki að láta sópa okkur út í fyrstu umferð. Þó að við vorum ekki í úrslitakeppninni í fyrra þá erum við samt vanir að ná langt þannig að þetta eru mjög mikil vonbrigði að sjálfsögðu.“ Að lokum var Logi spurður að því hvort hann myndi ekki halda áfram og þá glotti hann og sagði: „Ég á nóg eftir“. Daníel Guðmundsson: Það er áhugi hjá mér að halda áfram og byggja upp„Mjög mikil vonbrigði og mjög leiðinlegt að ljúka þessu á þessum nótum“ voru fyrstu viðbrögð þjálfara Njarðvíkur eftir tap hans manna á móti KR í kvöld. Hann var spurður að því hvað Njarðvíkingar hefðu getað gert betur til að ná betri úrslitum. „Við hefðum getað fundið auðveldari leiðir að körfunni en það var mjög erfitt. Þeir hafa spila ð góða vörn í seríunni og það var ekkert öðruvísi í dag, við náum bara að skora 71 stig og áttum erfitt með þá í dag. Þeir gera í raun og veru út um þetta með því að ná áhlaupi í lokin og að sama skapi skorum við ekkert á móti en þetta er bara körfubolti“. Hann sagði að lykilorðið yfir tímabilið væri óstöðugleiki: „Við vorum of óstöðugir á þessu tímabili, við erum með lið í höndunum sem ætti að geta gert einhverja hluti en það var of mikill óstöðugleiki í okkur og ekki nógu jöfn frammistaða. Við sýndum það á köflum í vetur að við getum verið rosalega góðir í körfubolta. Við hefðu svo viljað komast í meiri úrslitakeppnis ryþma en lendum á móti mjög góðu liði KR og svona er það bara. Það lið sem vinnur seríuna er betra í körfubolta og þeir þetta skilið og eiga örugglega eftir að fara langt“. Að lokum var Daníel spurður að því hvort hann vissi eitthvað um sína stöðu en samningur hans rennur út um þessar mundir. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég haldi áfram. Það er undir stjórninni komið, ég er búinn að vera hérna tvö tímabil og við gerðum töluvert betur en í fyrra og ég ræð ekki neinu um þetta. Það er áhugi hjá mér að halda áfram og byggja eitthvað upp en stjórnin verður náttúrlega að taka ákvörðun um hvað er best fyrir klúbbinn þannig að þetta kemur bara í ljós“. Dominos-deild karla
KR-ingar sópuðu Njarðvíkingum í sumarfrí með því að vinna þá 81-71 fyrr í kvöld í DHL-höllinni. Þetta var þriðja viðureign liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik og voru Njarðvíkingar með bakið upp við vegginn fræga áður en boltanum var kastað upp í loft og sýndu það að það er enginn áhugi á að fara snemma í sumarfrí í Njarðvík. Sóknarleikurinn leið eilítið fyrir það hversu mikið var undir í leiknum í dag en lítið var skorað í fyrri hálfleik og staðan ekki nema 36-28 þegar liðin gengu til búningsherbergja. KR voru betri í fyrsta fjórðung en náðu ekki að hrista Njarðvíkingana af sér en það átti eftir að vera saga leiksins. Sóknarleikurinn varð mun mýkri í seinni hálfleik og sýndi það sig í því að seinni hálfleikur endaði 45-44 og leikurinn 81-71. KR voru aftur með völdin en Njarðvíkingarnir pössuðu sig á því að hleypa þeim ekki á sprett eins og í fyrsta leiknum til dæmis. Njarðvíkingar héngu í heimamönnum alveg þangað til um þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá stigu leikmenn upp í liði KR og kláruðu leikinn en þeir eiga það til KR-ingarnir að sigla framúr liðum sem ná að hanga í þeim. 81-71 lokaniðurstaðan í kvöld og 3-0 í einvíginu. KR-ingar fá smá pásu en lið þeirra mjög lemstrað og þurfti Jón Arnór Stefánsson frá að hverfa í seinni hálfleik á annarri löppinni en staðan á honum er ekki vituð að svo stöddu.Afhverju vann KR? KR-ingar sýndu mikinn karakter í kvöld og þegar á þurfti að halda náðu þeir í stigin sem þurfti til að klára leikinn ásamt því að varna Njarðvíkingum stigin sem þeir hefðu þurft til að snúa til baka í Njarðvík eftir helgi. KR-ingar hafa einnig leikmenn sem geta stigið upp þegar á þarf að halda og átti Darri Hilmarsson og Kristófer Acox góða kafla í seinni hálfleik þegar á þurfti að halda ásamt því að Pavel Ermolinskij fór fyrir sínum mönnum og skilaði 24 stigum, 11 fráköstum og 8 stoðsendingum í kvöld.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða gekk ekki vel í fyrri hálfleik. Hann var stirður þegar ákafinn var ekki mikill í vörn liðanna og nánast vandræðalegur á köflum þegar varnarákafinn var aukinn. Í seinni hálfleik kom kafli þar sem ekki var skoruð karfa í á fjórðu mínútu og lengi vel var heildarskotnýting liðanna í kringum 20% og máttu áhorfendur vera þakklátir þegar körfurnar loksins komu.Tölfræði sem vakti athygli? Ragnar Nathanaelsson tók fleiri sóknarfráköst en varnarfráköst í leiknum í kvöld en það þykir sjaldgæft. Hann tók 18 í heildina en 10 þeirra voru í sókn og voru blaðamenn farnir að pæla í því hvort það myndi telja sem þreföld tvenna ef hann hefði skorað 10 stig, tekið 10 sóknarfráköst og svo 10 varnarfráköst. Svo er líklega ekki en hann stóð sig vel í kvöld og varði á köflu körfu gestanna með góðum árangri.Hvað næst? Njarðvíkingar fara í sumarfrí og munu líklega nýta það vel til að undirbúa næsta tímabil. Það býr mikið í þessu liði en það þarf að verða stöðugra í sínum leik. Daníel Guðnason klárar samninginn sinn núna og þarf að ákveða hvort hann fái tækifæri til að halda áfram eða hvort leitað verði á önnur mið. KR fær kærkomna hvíld sem verður væntanlega vel nýtt í að koma mönnum í stand og undirbúa átökin í undanúrslitum sem hefjast eftir tvær vikur tæpar.KR-Njarðvík 81-71 (17-11, 19-17, 21-28, 24-15)KR: Pavel Ermolinskij 24/11 fráköst/8 stoðsendingar, Kristófer Acox 15/13 fráköst/3 varin skot, Darri Hilmarsson 15/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 13, Björn Kristjánsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Sigurður Á. Þorvaldsson 4/8 fráköst, Kendall Pollard 2, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Orri Hilmarsson 0, Benedikt Lárusson 0, Arnór Hermannsson 0.Njarðvík: Terrell Vinson 20/8 fráköst, Logi Gunnarsson 12, Maciek Stanislav Baginski 11, Ragnar Agust Nathanaelsson 10/18 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Kristinn Pálsson 3, Brynjar Þór Guðnason 0, Gabríel Sindri Möller 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0.Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson Pavel Ermolinskij: Við erum ennþá sætasta stelpan á ballinuBesti maður vallarins, Pavel Ermolinskij, var virkilega ánægður með að þurfa ekki fleiri leiki til að klára einvígið á móti Njarðvík í átta liða úrslitum Dominos deildarinnar í körfuknattleik. „Virkilega ánægður með þessa auka daga sem við fáum, mér líður vel en er mjög þreyttur. Við þurfum bara að nýta þessa daga vel til hvíla sig og svo halda sér gangandi í þessu“. Um leikinn og þá staðreynd að erfitt var fyrir KR að hrista andstæðinginn af sér sagði Pavel: „Þetta var hörkuleikur. Við gerðum það sama í dag og við höfum gert í undanförnum leikjum sem er að spila hörkuvörn. Vörn sem er byggð á mikilli vinnu, þetta voru ekki einhverjar taktískar pælingar heldur mikil hlaup, mikið klafs og mikil einbeiting hjá okkur. Njarðvíkingar settu upp svæðisvörn sem við áttum í vandræðum með enda ekki vanir að spila á móti henni“. „Þetta var klafsleikur sem hefði getað endað hvoru megin, þetta er einhver skot til eða frá þannig að ég er mjög ánægður með að hafa unnið. Ég held að varnirnar hafi bara verið góðar og að það útskýri slæma skotnýtingu en ekki einhver taugatitringur. Þeir lokuðu á ákveðna hluti sem voru að virka vel fyrir okkur í fyrri leikjum, tóku það dálítið frá okkur og fundum við eiginlega aldrei út úr því hvernig við áttum að ná því til baka. Við bara einhvern veginn drusluðumst áfram í þessu. Að sama skapi vorum við að spila góða vörn á þá og láta þá taka erfið skot sem fara stundum niður og stundum ekki þannig að lágt stigaskor og léleg skotnýting sé afleiðing af því“. Pavel var spurður að því hvort að Njarðvíkingar hafi verið minni fyrirstaða en þeir bjuggust við fyrirfram miðað við stöðu liðanna í deildinni. „Ég held að við höfum unnið þessa seríu með mikilli vinnu, ég held að þetta hefði verið miklu erfiðara ef við hefðum ekki verið svona einbeittir í þessar 120 mínútur sem við spiluðum við þá. Við áttuðum okkur á því að við erum ekki að fara neitt nema með mikilli vinnu. Við erum ekki það góðir lengur að við getum treyst á hæfileikanna endalaust og núna þurfum við að fara að vinna fyrir kaupinu okkar og hlaupa og klafsa eins og við höfum verið að gera. Ef við höldum við því áfram þá erum við ennþá stóri vondi úlfurinn. Við erum ennþá sætasta stelpan á ballinu. Logi Gunnarsson: Mjög mikil vonbrigði að sjálfsögðu„Þetta leit ágætlega út í dag. Við náðum að koma þeim út úr því sem að þeir eru vanir að gera sem er þessi pick og roll sókn sem þeir spila svo vel út af svæðisvörninni sem við spiluðum. Við hleyptum þeim ekki að hringnum. Mér fannst við spila ágætlega í dag og við vorum í góðum séns að vinna þennan leik. En þeir fundu glufurnar í svæðisvörninni í endann og þar lá munurinn í kvöld. Þeir voru í veseni í allt kvöld en það var nóg fyrir þá að finna lausnina á vörninni í endann“, sagði Logi Gunnarsson eftir leik í kvöld en hann var að vonum svekktur með niðurstöðu leiksins sem og einvígisins. „Klárlega er þetta svekkjandi niðurstaða. Við endum í fimmta sæti sem er eins nálægt því að fá heimaleikjarétt og hægt er en fáum sterkt lið KR á móti okkur. Þeir fóru illa með okkur í fyrstu tveimur leikjunum en mér fannst við í góðum séns í kvöld alveg þangað til að tvær eða þrjár mínútur voru eftir. Þetta er mjög svekkjandi auðvitað“. Um tímabilið hafði Logi að segja: „Þetta eru vonbrigði það er klárt, við endum í fimmta sæti og eigum ekki að láta sópa okkur út í fyrstu umferð. Þó að við vorum ekki í úrslitakeppninni í fyrra þá erum við samt vanir að ná langt þannig að þetta eru mjög mikil vonbrigði að sjálfsögðu.“ Að lokum var Logi spurður að því hvort hann myndi ekki halda áfram og þá glotti hann og sagði: „Ég á nóg eftir“. Daníel Guðmundsson: Það er áhugi hjá mér að halda áfram og byggja upp„Mjög mikil vonbrigði og mjög leiðinlegt að ljúka þessu á þessum nótum“ voru fyrstu viðbrögð þjálfara Njarðvíkur eftir tap hans manna á móti KR í kvöld. Hann var spurður að því hvað Njarðvíkingar hefðu getað gert betur til að ná betri úrslitum. „Við hefðum getað fundið auðveldari leiðir að körfunni en það var mjög erfitt. Þeir hafa spila ð góða vörn í seríunni og það var ekkert öðruvísi í dag, við náum bara að skora 71 stig og áttum erfitt með þá í dag. Þeir gera í raun og veru út um þetta með því að ná áhlaupi í lokin og að sama skapi skorum við ekkert á móti en þetta er bara körfubolti“. Hann sagði að lykilorðið yfir tímabilið væri óstöðugleiki: „Við vorum of óstöðugir á þessu tímabili, við erum með lið í höndunum sem ætti að geta gert einhverja hluti en það var of mikill óstöðugleiki í okkur og ekki nógu jöfn frammistaða. Við sýndum það á köflum í vetur að við getum verið rosalega góðir í körfubolta. Við hefðu svo viljað komast í meiri úrslitakeppnis ryþma en lendum á móti mjög góðu liði KR og svona er það bara. Það lið sem vinnur seríuna er betra í körfubolta og þeir þetta skilið og eiga örugglega eftir að fara langt“. Að lokum var Daníel spurður að því hvort hann vissi eitthvað um sína stöðu en samningur hans rennur út um þessar mundir. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég haldi áfram. Það er undir stjórninni komið, ég er búinn að vera hérna tvö tímabil og við gerðum töluvert betur en í fyrra og ég ræð ekki neinu um þetta. Það er áhugi hjá mér að halda áfram og byggja eitthvað upp en stjórnin verður náttúrlega að taka ákvörðun um hvað er best fyrir klúbbinn þannig að þetta kemur bara í ljós“.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti