Erlent

Mesta fannfergi frá því mælingar hófust í Moskvu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
St. Basil dómkirkjan í Moskvu er á kafi í snjó.
St. Basil dómkirkjan í Moskvu er á kafi í snjó. Vísir/epa
Í gær mældist mesta snjódýpt í Moskvu, höfuðborg Rússlands, síðan mælingar hófust.

Tölur gærdagsins slá þannig við gamla metinu sem er frá árinu 1957. Meira en helmingur meðaltals mánaðarlegrar snjókomu féll í gær.

Fannfergið hefur valdið miklu tjóni í Rússlandi. Yfir tvö þúsund tré hafa fallið í Moskvu en eitt tré féll á raflínu með þeim afleiðingum að einn lést og fimm slösuðust.

Þessi mikla snjókoma hefur meðal annars truflað flugsamgöngur í Rússlandi en miklar tafir eru á flugi á svæðinu.

Í dag rofaði til eins og veðurfræðingar spáðu og kólnað hefur í veðri.

Þrátt fyrir þá upplausn sem hefur orðið sökum snjóþyngslanna virðist mörgum falla snjóþekjan vel í geð sem liggur yfir Moskvu og eru margir ánægðir með „alvöru rússneskan vetur“.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Það er metsnjókoma í Moskvu.Vísir/epa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×