Erlent

Farþegalest rakst á vöruflutningalest í Suður-Karólínu

Atli Ísleifsson skrifar
Í yfirlýsingu frá Amtrak segir að fremstu vagnar farþegalestarinnar hafi verið af sporinu eftir áreksturinn.
Í yfirlýsingu frá Amtrak segir að fremstu vagnar farþegalestarinnar hafi verið af sporinu eftir áreksturinn. COunty of Lexington
Farþegalest Amtrak, með 139 farþega um borð og átta í áhöfn, rakst á vöruflutningalest í Suður-Karólínu í morgun. NBC greinir frá því að einhverjir hafi slasast þó að fjöldi þeirra liggi enn ekki fyrir.

Farþegalestin var á leið frá New York til Miami á Flórídaskaga og varð slysið nærri bænum Caye klukkan 2:35 að staðartíma.

Í yfirlýsingu frá Amtrak segir að fremstu vagnar farþegalestarinnar hafi verið af sporinu eftir áreksturinn.

Uppfært: 11:10:

Staðfest er að tveir hið minnsta hafi látið lífið í slysinu og að minnsta kosti fimmtíu slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×