Jafntefli eftir ótrúlegar loka mínútur á Anfield Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 18:30 Salah skoraði tvö mörk í dag, en þau dugðu ekki til sigurs gegn Tottenham vísir/getty Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Victor Wanyama jafnaði leikinn fyrir Tottenham á 80. mínútu eftir að Mohamed Salah kom heimamönnum í Liverpool yfir strax í upphafi leiksins. Nokkrum mínútum síðar var Harry Kane sloppinn einn inn fyrir vörn Liverpool og leit allt út fyrir að hann myndi koma Tottenam yfir en Loris Karius felldi hann í vítateignum og dómari leiksins Jonathan Moss benti strax á vítapunktinn. Hins vegar bað aðstoðardómarinn um að fá að ræða við hann og eftir nokkra reikistefnu fékk þó dómur Moss að standa. Harry Kane fór á punktinn en spyrna hans var ekki sérstök og Karius varði vítið. Þremur mínútum eftir vörslu Karius var Salah búinn að koma Liverpool yfir og Jurgen Klopp var dansandi af gleði á hliðarlínunni enda kominn uppbótartími og Liverpool að næla sér í þrjú stig. Egyptinn kominn með tvö mörk í leiknum og 21 mark í úrvalsdeildinni í vetur, jafn mörg og Kane. Áður nefndur aðstoðardómari vildi hins vegar gefa Tottenham annað tækifæri. Virgil van Dijk braut á Eric Lamela innan vítateigs. Moss hafði ekkert dæmt en aðstoðardómarinn veifaði flaggi sínu og heimtaði að vítaspyrna yrði dæmd. Kane fékk annað tækifæri á vítapunktinum og í þetta skipti skoraði hann, enda þurfti hann að ná sér í titilinn markahæsti maður Englands aftur af Salah. Þá var markið það hundraðasta sem Kane skorar í ensku úrvalsdeildinni. Vítaspyrnan var næst síðasta spyrna leiksins, um leið og Liverpool hafði tekið miðjuna flautaði Moss leikinn af. Ótrúlegar fimmtán mínútur undir lok þessa leiks sem átti svo sannarlega skilið að titlast sem risaleikur. Liverpool er samt sem áður enn í þriðja sæti deildarinnar með 51 stig, einu stigi meira en Chelsea sem á þó leik til góða annað kvöld. Tottenham er svo stigi á eftir Chelsea, tveimur á eftir Liverpool, í fimmta sætinu..@HKane becomes the second quickest player to score 100 @premierleague goals behind @alanshearer. Keep up to date with all the action at Anfield live on Sky Sports Premier League or here: https://t.co/Q9IU76Gflnpic.twitter.com/0xYm9I1nSg — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 4, 2018 Enski boltinn
Liverpool og Tottenham skildu jöfn eftir ótrúlegar lokamínútur á Anfield í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Victor Wanyama jafnaði leikinn fyrir Tottenham á 80. mínútu eftir að Mohamed Salah kom heimamönnum í Liverpool yfir strax í upphafi leiksins. Nokkrum mínútum síðar var Harry Kane sloppinn einn inn fyrir vörn Liverpool og leit allt út fyrir að hann myndi koma Tottenam yfir en Loris Karius felldi hann í vítateignum og dómari leiksins Jonathan Moss benti strax á vítapunktinn. Hins vegar bað aðstoðardómarinn um að fá að ræða við hann og eftir nokkra reikistefnu fékk þó dómur Moss að standa. Harry Kane fór á punktinn en spyrna hans var ekki sérstök og Karius varði vítið. Þremur mínútum eftir vörslu Karius var Salah búinn að koma Liverpool yfir og Jurgen Klopp var dansandi af gleði á hliðarlínunni enda kominn uppbótartími og Liverpool að næla sér í þrjú stig. Egyptinn kominn með tvö mörk í leiknum og 21 mark í úrvalsdeildinni í vetur, jafn mörg og Kane. Áður nefndur aðstoðardómari vildi hins vegar gefa Tottenham annað tækifæri. Virgil van Dijk braut á Eric Lamela innan vítateigs. Moss hafði ekkert dæmt en aðstoðardómarinn veifaði flaggi sínu og heimtaði að vítaspyrna yrði dæmd. Kane fékk annað tækifæri á vítapunktinum og í þetta skipti skoraði hann, enda þurfti hann að ná sér í titilinn markahæsti maður Englands aftur af Salah. Þá var markið það hundraðasta sem Kane skorar í ensku úrvalsdeildinni. Vítaspyrnan var næst síðasta spyrna leiksins, um leið og Liverpool hafði tekið miðjuna flautaði Moss leikinn af. Ótrúlegar fimmtán mínútur undir lok þessa leiks sem átti svo sannarlega skilið að titlast sem risaleikur. Liverpool er samt sem áður enn í þriðja sæti deildarinnar með 51 stig, einu stigi meira en Chelsea sem á þó leik til góða annað kvöld. Tottenham er svo stigi á eftir Chelsea, tveimur á eftir Liverpool, í fimmta sætinu..@HKane becomes the second quickest player to score 100 @premierleague goals behind @alanshearer. Keep up to date with all the action at Anfield live on Sky Sports Premier League or here: https://t.co/Q9IU76Gflnpic.twitter.com/0xYm9I1nSg — Sky Sports PL (@SkySportsPL) February 4, 2018