Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 23:33 Kavanaugh þykir hafa gengið langt í að gera lítið úr drykkjuskap sínum þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku, jafnvel svo langt að hann hafi gerst sekur um meinsæri. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30