Skripal vildi ekki trúa því að Rússar hefðu reynt að ráða hann af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2018 15:25 Efnavopnasérfræðinar að störfum í Salsbury eftir árásina. GETTY/ Chris J Ratcliffe Fyrrverandi njósnarinn rússneski, Sergei Skripal, trúði því ekki lengi að yfirvöld Rússlands hefðu reynt að ráða hann af dögum. Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. Þetta kemur fram í nýrri bók, The Skripal Files, eftir rithöfundinn og blaðamanninn Mark Urban, sem kemur út seinna í vikunni. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina.Urban fundaði nokkrum sinnum við Skripal síðasta sumar og hefur verið miklum tíma í að rannsaka taugaeitursárásina á hann og dóttur hans Yuliu. Á fundum þeirra sagði Skripal að hann var í efa um að láta hafa eitthvað beint eftir sér af „ótta“ við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagðist ekki óttast um eigið öryggi en vildi hins vegar að Yulia og sonur hans Sasha gætu heimsótt hann óáreitt frá Moskvu. Skripal horfði mikið á ríkissjónvarp Rússlands og Urban segir hann hafa fylgt „línunni frá Kreml“ að flestu leyti. hann var hlynntur innlimun Rússlands á Krímskaga og efaði að rússneskir hermenn hefðu stutt aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Ef svo hefði verið taldi Skripal að Rússar hefðu hertekið landið allt.Njósnaði fyrir Breta 1996 Í bókinni kemur fram að útsendarar MI6 sneru Skripal um sumarið 1996 þegar hann vann sem njósnari í sendiráði Rússa í Madríd. Þar áður hafði hann starfað í Möltu. Fyrir þrjú þúsund dali, um 338 þúsund krónur í dag, veitti hann MI6 upplýsingar um starfsemi og uppbyggingu GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Skripal var svo sleppt úr fangelsi árið 2010 þegar Rússar skiptu á handsömuðum njósnurum við Breta og Bandaríkin. Í kjölfarið af því ferðaðist Skripal víða um og ræddi við leyniþjónustur ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Það gerði hann síðast um sumarið 2017. Þá fór Skripal til Sviss og ræddi við leyniþjónustuna þar. Það liggur þó ekki fyrir af hverju útsendarar GRU reyndu að ráða hann af dögum í mars með taugaeitrinu Novichok. Sergei og dóttir hans fundust í yfirliði í Salsbury og voru verulega þungt haldin um langt skeið. Ekki er vitað hvar þau eru nú. Yfirvöld Bretlands hafa sakað tvo meinta starfsmenn GRU um að hafa reynt að bana Skripal og birtar hafa verið myndir af þeim.Ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Þetta er niðurstaða rannsakenda Bellingcat og The Insider en þeir segja Chepiga hafa margsinnis verið heiðraðan fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og GRU. Gavin Williamsson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir yfirvöld þar hafa komist að sömu niðurstöðu.Það sem meira er þá birti rússneska dagblaðið Komsomolskaya Pravda ítarlega greiningu frá sérfræðingum Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem staðfestu niðurstöður Bellingcat.Meðal annars hefur Chepiga hlotið æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, veitir orðuna yfirleitt persónulega. Eftir að Bretar ákærðu mennina og opinberuðu myndir af þeim og frekari upplýsingar um ferðalag þeirra til Salisbury, þar sem eitrunin fór fram, birtust mennirnir í undarlegu viðtali við RT News, sem rekið er af rússneska ríkinu.Segjast hafa viljað sjá dómkirkju Salisbury Þar sögðust þeir einungis hafa farið til Salisbury sem ferðamenn. Þá hafi langað til að sjá dómkirkju Salisbury og því ferðast frá Moskvu til London þann 2. mars. Næsta dag fóru þeir til Salisbury en þeir fóru aftur til London innan við tveimur tímum seinna. Þann 4. mars fóru þeir aftur til Salisbury þar sem þeir náðust á mynd skammt frá heimili Skripal skömmu fyrir árásina. Rúmum fjórum tímum eftir að þeir komu til Salisbury í annað sinn fóru þeir aftur til London og þaðan rakleiðis til Moskvu. Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Fyrrverandi njósnarinn rússneski, Sergei Skripal, trúði því ekki lengi að yfirvöld Rússlands hefðu reynt að ráða hann af dögum. Honum reyndist erfitt að sætta sig við það og þrátt fyrir að hafa selt leyndarmál Rússlands til leyniþjónustu Bretlands er Skripal harður rússneskur þjóðernissinni. Þetta kemur fram í nýrri bók, The Skripal Files, eftir rithöfundinn og blaðamanninn Mark Urban, sem kemur út seinna í vikunni. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina.Urban fundaði nokkrum sinnum við Skripal síðasta sumar og hefur verið miklum tíma í að rannsaka taugaeitursárásina á hann og dóttur hans Yuliu. Á fundum þeirra sagði Skripal að hann var í efa um að láta hafa eitthvað beint eftir sér af „ótta“ við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagðist ekki óttast um eigið öryggi en vildi hins vegar að Yulia og sonur hans Sasha gætu heimsótt hann óáreitt frá Moskvu. Skripal horfði mikið á ríkissjónvarp Rússlands og Urban segir hann hafa fylgt „línunni frá Kreml“ að flestu leyti. hann var hlynntur innlimun Rússlands á Krímskaga og efaði að rússneskir hermenn hefðu stutt aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Ef svo hefði verið taldi Skripal að Rússar hefðu hertekið landið allt.Njósnaði fyrir Breta 1996 Í bókinni kemur fram að útsendarar MI6 sneru Skripal um sumarið 1996 þegar hann vann sem njósnari í sendiráði Rússa í Madríd. Þar áður hafði hann starfað í Möltu. Fyrir þrjú þúsund dali, um 338 þúsund krónur í dag, veitti hann MI6 upplýsingar um starfsemi og uppbyggingu GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Hann hélt áfram að veita Bretum upplýsingar eftir að hann flutti aftur til Moskvu en hitti aldrei útsendara Breta. Þess í stað skrifaði hann upplýsingarnar í bækur með ósýnilegu bleki. Eiginkona hans, sem ferðaðist ítrekað til Spánar, tók bækurnar með sér og afhenti þær til Breta. Hann var handtekinn árið 2004 eftir að Rússar höfðu snúið starfsmanni leyniþjónustu Spánar sem lak upplýsingum um svik Skripal til Moskvu. Skripal var svo sleppt úr fangelsi árið 2010 þegar Rússar skiptu á handsömuðum njósnurum við Breta og Bandaríkin. Í kjölfarið af því ferðaðist Skripal víða um og ræddi við leyniþjónustur ríkja innan Atlantshafsbandalagsins. Það gerði hann síðast um sumarið 2017. Þá fór Skripal til Sviss og ræddi við leyniþjónustuna þar. Það liggur þó ekki fyrir af hverju útsendarar GRU reyndu að ráða hann af dögum í mars með taugaeitrinu Novichok. Sergei og dóttir hans fundust í yfirliði í Salsbury og voru verulega þungt haldin um langt skeið. Ekki er vitað hvar þau eru nú. Yfirvöld Bretlands hafa sakað tvo meinta starfsmenn GRU um að hafa reynt að bana Skripal og birtar hafa verið myndir af þeim.Ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Þetta er niðurstaða rannsakenda Bellingcat og The Insider en þeir segja Chepiga hafa margsinnis verið heiðraðan fyrir störf sín í hernum, sérsveitum hersins og GRU. Gavin Williamsson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir yfirvöld þar hafa komist að sömu niðurstöðu.Það sem meira er þá birti rússneska dagblaðið Komsomolskaya Pravda ítarlega greiningu frá sérfræðingum Innanríkisráðuneytis Rússlands, sem staðfestu niðurstöður Bellingcat.Meðal annars hefur Chepiga hlotið æðstu viðurkenningu Rússlands; Hetja rússneska sambandsríkisins, en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, veitir orðuna yfirleitt persónulega. Eftir að Bretar ákærðu mennina og opinberuðu myndir af þeim og frekari upplýsingar um ferðalag þeirra til Salisbury, þar sem eitrunin fór fram, birtust mennirnir í undarlegu viðtali við RT News, sem rekið er af rússneska ríkinu.Segjast hafa viljað sjá dómkirkju Salisbury Þar sögðust þeir einungis hafa farið til Salisbury sem ferðamenn. Þá hafi langað til að sjá dómkirkju Salisbury og því ferðast frá Moskvu til London þann 2. mars. Næsta dag fóru þeir til Salisbury en þeir fóru aftur til London innan við tveimur tímum seinna. Þann 4. mars fóru þeir aftur til Salisbury þar sem þeir náðust á mynd skammt frá heimili Skripal skömmu fyrir árásina. Rúmum fjórum tímum eftir að þeir komu til Salisbury í annað sinn fóru þeir aftur til London og þaðan rakleiðis til Moskvu.
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52 Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Annar Rússinn opinberaður sem ofursti í GRU Annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa reynt að myrða Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu heitir raunverulega Anatoliy Chepiga og er ofursti í leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 26. september 2018 17:49
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35
Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Þá benda skjöl til þess að mennirnir tveir sem Bretar saka um taugaeiturstilræðið í Salisbury hafi pantað flugferð til Englands á síðustu stundu, þvert á það sem þeir sögðu í sjónvarpsviðtali í vikunni. 15. september 2018 18:52
Kreml reynir að þvo tilræðismennina af Pútín Talsmaður ríkisstjórnar Vladímírs Pútín segir að tveir menn sem Bretar telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars hafi engin tengsl við forsetann eða ríkisstjórn hans. 16. september 2018 17:31
Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17