Paulo Dybala var funheitur er Juventus vann 3-0 sigur á Young Boys í H-riðlinum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann skoraði öll þrjú mörk leiksins.
Það tók Juventus fimm mínútur að skora fyrsta markið. Eftir glæsilega sendingu frá Leonardo Bonucci kom Paulo Dybala boltanum skemmtilega í netið og kom Ítalíumeisturunum yfir.
Aftur var það Paulo Dybala sem skoraði næsta mark. Á 33. mínútu tvöfaldaði er hann fylgdi á eftir þrumuskoti Blaise Matuidi sem markvörður Young Boys hafði varið út í teiginn.
Dybala fullkomnaði svo þrennuna á 70. mínútu. Aftur var það eftir frákast en skot Juan Cuadrado varði markvörður svissneska liðsins út í teiginn þar sem Dybala var fyrstur að átta stig.
Fleiri urðu mörkin ekki og glæsileg frammistaða Paulo Dybala í fjarveru Cristiano Ronaldo en hann var sem kunnugt er í leikbanni.
Juventus er því með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en næst bíður United á Old Trafford. Young Boys er án stiga og mætir næst Valencia á útivelli.
Dybala með þrennu í fjarveru Ronaldo
