Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 13:51 Andreas Norlén þingforseti og Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna. Vísir/EPA Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Frá þessu greindi Andreas Norlén, þingforseti og samflokksmaður Kristersson, í dag. Norlén segir Kristersson hafa meirihluta á þingi á bakvið sig sem er á því að hann eigi að fá tækifæri til að mynda nýja stjórn, auk þess að hann leiddi bandalagið sem kom fyrri ríkisstjórn frá. Ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja hefur stýrt Svíþjóð síðustu fjögur árin. Kristersson hefur nú tvær vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Norlén segir að þeir Kristersson muni ræða saman að viku liðinni hvernig stjórnarmyndun miðar áfram. Norlén segir að hann fer einungis fram á að mynduð verði stjórn sem meirihluti þings muni verja vantrausti. Þingið mun svo greiða atkvæði um Kristersson og stjórn hans. Náist ekki meirihluti á þinginu mun þingforsetinn aftur ræða við leiðtoga flokkanna og svo í kjölfarið fela öðrum að reyna að mynda stjórn. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, sem forsetinn hefur tilnefnt, í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga.Uppfært 14:05: Kristersson sagði á blaðamannafundi klukkan 14 að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda stjórn borgaralegu flokkanna. Hann viðurkennir að staðan sé mjög erfið en hann telur að hægt sé að mynda nýja stjórn. Hann segist ætla að ræða við leiðtoga borgaralegu flokkanna sem og Stefan Löfven, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna. Kristersson segist ekki ætla að ræða við Jimmie Åkesson, formann Svíþjóðardemókrata, eins og staðan er nú. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Frá þessu greindi Andreas Norlén, þingforseti og samflokksmaður Kristersson, í dag. Norlén segir Kristersson hafa meirihluta á þingi á bakvið sig sem er á því að hann eigi að fá tækifæri til að mynda nýja stjórn, auk þess að hann leiddi bandalagið sem kom fyrri ríkisstjórn frá. Ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja hefur stýrt Svíþjóð síðustu fjögur árin. Kristersson hefur nú tvær vikur að mynda nýja ríkisstjórn. Norlén segir að þeir Kristersson muni ræða saman að viku liðinni hvernig stjórnarmyndun miðar áfram. Norlén segir að hann fer einungis fram á að mynduð verði stjórn sem meirihluti þings muni verja vantrausti. Þingið mun svo greiða atkvæði um Kristersson og stjórn hans. Náist ekki meirihluti á þinginu mun þingforsetinn aftur ræða við leiðtoga flokkanna og svo í kjölfarið fela öðrum að reyna að mynda stjórn. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, sem forsetinn hefur tilnefnt, í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga.Uppfært 14:05: Kristersson sagði á blaðamannafundi klukkan 14 að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda stjórn borgaralegu flokkanna. Hann viðurkennir að staðan sé mjög erfið en hann telur að hægt sé að mynda nýja stjórn. Hann segist ætla að ræða við leiðtoga borgaralegu flokkanna sem og Stefan Löfven, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna. Kristersson segist ekki ætla að ræða við Jimmie Åkesson, formann Svíþjóðardemókrata, eins og staðan er nú.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. 2. október 2018 13:31