Segir frávísun málsins ekki góða fyrir neinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 12:46 Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum. Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli Jóns Þórs Ólafssonar, alþingismanns Pírata, og VR, sem höfðað var vegna ákvörðunar kjararáðs um hækkun á launum alþingismanna og ráðherra árið 2016. Stefndi, íslenska ríkið, krafðist þess að málinu yrði vísað frá og vísaði til þess að hvorki verkalýðsfélag né þingmaður gæti kært ólöglegar aðgerðir stjórnvalds. Mbl greindi fyrst frá frávísuninni. Jón Þór segir í samtali við Vísi að með úrskurðinum sé ljóst að allt vald í landinu, framkvæmdar-, löggjafar- og dómsvald, sé á sama máli. „Það er að ákvörðun kjararáðs um þessa miklu launahækkun ráðamanna, langt umfram almenna launaþróun, eigi að standa.“Sjá einnig: Kjararáð vill ekki afhenda Fréttablaðinu fundargerðir sínar Þá hafi frávísun málsins einnig ýmislegt að segja um réttarfar í landinu og helst að því leyti að þingmaður, sem heyrir undir löggjafarvaldið, og verkalýðsfélag, sem gætir hagsmuna félagsmanna sinna, séu ekki álitnir málsaðilar. „Varðandi réttarfar í landinu þá á dómsvaldið að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Nú segir dómsvaldið: „Þið eruð bara með lögfræðispurningu, þið eruð ekki aðilar máls, þið hafið ekki hagsmuna að gæta. Þar af leiðandi ætlum við ekki að taka efnislega afstöðu til þess hvort kjararáð hafi verið að brjóta lög“,“ segir Jón Þór. „Og þá er eftirlitshlutverk dómsvaldsins með framkvæmdavaldinu svolítið gelt. Það þarf að laga en þangað til styrkir þetta verulega það ákall að þingið virki eftirlitshlutverk sitt.“ Jón Þór segir niðurstöðuna enn fremur fordæmisgefandi fyrir þær kjaraviðræður sem nú eru í gangi, og hefjast á næstu misserum. „Þetta er ekki gott fyrir neitt okkar.“ Aðspurður segist Jón Þór hafa búist við því að héraðsdómur kæmist að þessari niðurstöðu. Þá hyggjast Jón Þór og forsvarsmenn VR funda um úrskurðurinn á mánudag og meta stöðuna að fundi loknum.
Alþingi Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Kæran á kjararáð er tilbúin 24. október 2017 15:35 VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
VR og Jón Þór Ólafsson stefna kjararáði VR telur að nóg sé komið af aðgerðarleysi stjórnvalda, eins og það er orðað, og hefur því ákveðið að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Hækkun þingmanna og ráðherra nemur um 36 til 44 prósent. 4. desember 2017 10:12