Hættur í landsliðinu: Segir allar svívirðingarnar vera ástæðuna fyrir veikindum móður sinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2018 10:30 Ramin Rezaeian sést hér reyna hughreysta Sardar Azmoun. Það gekk ýmislegt á hjá Sardar Azmou á HM. Vísir/Getty Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Hann hefur verið kallaður Írans-Messi og var að flestra mati framtíðarstjarna íranska landsliðsins enda ennþá bara 23 ára gamall. Nú er útlit fyrir að landsleikirnir verði ekki fleiri. BBC segir frá. Íranar voru hársbreidd frá því að komast áfram í sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en eru núna komnir til sín heima eins og íslensku strákarnir og fjórtán aðrar þjóðir. Hinn 23 ára gamli Sardar Azmoun var búinn að skora 23 mörk í 33 landsleikjum fyrir HM í Rússlandi og landar hans bjuggust við miklu af honum í keppninni. Sardar Azmoun náði hinsvegar ekki að skora mark í heimsmeistarakeppninni þar sem íranska landsliðið vantaði bara eitt mark í viðbót. Sardar Azmoun kom síðan flestum á óvart með því að tilkynna það við heimkomuna til Írans að hann væri hættur í íranska landsliðinu þó hann ætti ennþá sjö ár í þrítugsafmælið sitt. Ástæðan er ómakleg og hörð gagnrýni á sig þar sem hann kennir öllum svívirðingunum um það að veikindi tóku sig upp hjá móður hans.Our thoughts are with Iran #WorldCup striker Sardar Azmoun, who has retired from international football at the age of 23. He has revealed his mother has become seriously ill because of the insults he has received.https://t.co/f9nXjtppHc#bbcworldcuppic.twitter.com/YHG0ToFkD3 — BBC Sport (@BBCSport) June 28, 2018 „Móðir minn var búin að sigrast á veikindum sínum og ég var mjög ánægður,“ sagði Sardar Azmoun sem spilar með rússneska félagsliðinu Rubin Kazan. „Til allrar óhamingju þá sá mannvoska fólks og svívirðingar þeirra til þess að móðir mín veiktist aftur. Ég og liðsfélagar mínir áttum þetta ekki skilið og þetta hefur bitnað mjög hart á móður minni,“ sagði Azmoun. „Þetta hefur sett mig í mjög erfiða stöðu og nú verð ég bara að velja á milli. Ég hef því ákveðið að velja móður mína yfir landsliðið,“ sagði Azmoun. Sardar Azmoun fór á kostum í undankeppni HM þar sem hann var með 11 mörk í 14 leikjum. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í öllum þremur leikjum Írans í lokakeppninni en náði ekki að skora. Liðið vann Marokkó, tapaði fyrir Spáni og gerði síðan jafntefli við Portúgal. Sardar Azmoun er í fimmta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Íran frá upphafi og hefur verið borinn saman í heimalandinu við goðsögnina Ali Daei. Ali Daei skoraði á sínum tíma 109 mörk í 149 landsleikjum eða fleiri landsliðsmörk en nokkur annar í knattspyrnusögunni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti