Fótbolti

Goðsagnir orðaðar við starfið hjá nýliðunum í skosku úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Kluivert að taka við liði í Skotlandi?
Er Kluivert að taka við liði í Skotlandi? vísir/getty
Það eru heldur betur stórstjörnur sem eru orðaðar við stjórastólinn hjá úrvalsdeildarliði St. Mirren í Skotlandi en liðið er stjóralaust eins og er.

St. Mirren vann B-deildina í Skotlandi með nokkrum yfirburðum á síðustu leiktíð og leikur í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

Þjálfarinn, Jack Ross, hætti hins vegar eftir tímabilið og færði sig yfir til Englands þar sem hann tekur við C-deildarliði Sunderland sem hefur fallið um tvær deildir á tveimur árum.

Mörg stór höfn hafa verið orðuð við starfið en meðal nafna sem nefnda hafa verið eru nöfn eins og Patrick Kluivert og Guti.

Kluivert er Hollendingur sem var magnaður framherji á sínum tíma en hann var síðast í starfi hjá PSG þar sem hann yfirmaður knattspyrnumála í eitt tímabilið, 2016/2017.

Guti er spænskur miðjumaður sem lék tæplega 400 hundruð leiki fyrir Real Madrid. Hann hefur verið í þjálfarateymi hjá yngri liðum Real Madrid frá árinu 2013 en sögusagnir segja að hann vilji nú fara í alvöru bolta.

„Ég útiloka þá ekki en mér finnst þetta ólíklegt. Það er ánægjulegt að sjá gæða nöfn orðaða við starfið. Það sýnir hversu aðlaðandi starf þetta er en einnig hversu aðlaðandi skoskur fótbolti er á þessari stundu,” sagði Gordon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×