Hoppflugfargjöldin afnumin: „Ég vona að þessi ákvörðun verði endurskoðuð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2018 12:15 Hin hagkvæmu hoppflugfargjöld eru hagsmunamál fyrir fólk á landsbyggðinni sem þarf að sækja sér þjónustu í höfuðborginni sem er ekki fyrir hendi úti á landi. Visir/antonbrink Fyrirtæki sem situr eitt á markaði þarf að sýna meiri ábyrgð heldur en ef það væri samkeppni. Þetta segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og fyrrverandi landsbyggðaþingmaður, um umdeilda ákvörðun stjórnar Air Iceland Connect að afnema hoppflugfargjöld sem hefur verið ódýrari valkostur í innanlandsflugi fyrir unga farþega á aldrinum 12-15 ára. Í lok síðasta mánaðar tilkynnti flugfélagið að það hygðist hætta með hoppflugfargjöldin. Í þeim felst að ungu fólki er gefinn kostur á því að skrá sig á biðlista og það fær sæti á tíu þúsund krónur, að því gefnu að vélin sé ekki full. Að öðrum kosti þarf að bíða eftir næsta flugi. Sjá nánar: Ekki hægt að hoppa með Air Iceland Connect „Vandamálið, getum við sagt, er að það er náttúrulega ekki samkeppni í innanlandsfluginu og ég geri mér enga grein fyrir því hvort samkeppni sé möguleg en á meðan það er bara eitt fyrirtæki á markaði er ekki óeðlilegt að við gerum kröfur til þess. Við getum ekki refsað fyrirtækinu með því að færa viðskiptin annað. Það er ekkert val,“ segir Brynhildur sem er búsett á Akureyri en hún segir mikla óánægju gæta á meðal íbúa á landsbyggðinni með þetta breytta fyrirkomulag. Brynhildur skrifaði á dögunum stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum sínum með ákvörðunina og skrifar: „Ég vona að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.“ Óánægja landsbyggðarfólk leyndi sér ekki á ummælaþræðinum.Íslendingar með allt aðra verðvitund fyrir innanlandsflugi Brynhildur segir að hún hafi nýtt sér í töluverðum mæli hið ódýrara hoppflugfargjald fyrir sín börn og veit að námsmenn nýta sér þetta fyrir fyrirkomulag mjög gjarnan. Þau voru mjög ánægð með fyrirkomulagið þrátt fyrir að í því fælist ákveðin áhætta. Það er ekki alltaf hægt að ganga að því vísu að pláss sé í vélinni fyrir „hoppfarþega“. „Maður hefur nú alveg reynslu af því en fyrir vikið var verðið hagstætt en þegar við erum að tala um lágt verð á hoppi þá erum við auðvitað að miða það við almennu fargjöldin. Þetta er samt verð sem þú getur, á einhverju tilboði, skotist til Kaupmannahafnar fyrir. Við erum með allt aðra verðvitund þegar kemur að innanlandsfluginu. Hoppið er því á góðu verði miðað við það sem almennt er í boði í innanlandsfluginu.“ Veigrar sér við að senda börnin suður á bíl Fargjöldin eru hagsmunamál fyrir fólk á landsbyggðinni sem þarf að sækja sér þjónustu í höfuðborginni sem er ekki fyrir hendi úti á landi. Brynhildur hefur stundum veigrað sér við að senda börnin sín til Reykjavíkur á bíl, sérstaklega ef það stefnir í fullan bíl ungs fólks, að ekki sé talað um á veturna þegar færð er erfið. Þá hafi hún frekar viljað kaupa „hopp“ fyrir þau. „Fólk er kannski aðeins farið að veigra sér við að keyra á þjóðvegum landsins að óþörfu. Þú keyrir varla á milli Akureyrar og Reykjavíkur án þess að lenda ekki einu sinni í því að einhver ætlar að taka fram úr á einhverjum fáránlegum stað eða ferðamaður sjái allt í einu eitthvað spennandi og stoppi á miðjum vegi.“ Alls þrettán banaslys urðu á öllu landinu á síðasta ári auk þess sem slys með alvarlegum meiðslum voru 156 talsins samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að önnur úrræði séu fyrir hendi fyrir ungt fólk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Nauðsynlegt að gera betur við námsmenn Brynhildur segir að það sé mikilvægt að hlúa betur að námsmönnum af landsbyggðinni. Það séu dæmi þess að landsbyggðarnemendur víða erlendis fái sérstakan afslátt til að ferðast heim til sín. Þá ætti jafnframt að skoða alvarlega „skosku leiðina“ svokölluðu en í henni felst að fargjöld eru niðurgreidd fyrir þá íbúa landsins sem búa ákveðið langt frá þéttbýlisstöðum. „Það er enginn námsmaður að fara að fjárfesta í lager af flugmiðum“ Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sagði í samtali við Vísi á dögunum að önnur úrræði væru í boði fyrir ungt fólk á þessum aldri og nefndi til dæmis „flugfélagaúrræði“ flugfélagsins en í því felst að keyptir eru sex flugleggir í einu á 59.400 krónur. Aðspurð hvort þetta úrræði sé nægilega gott svarar Brynhildur neitandi: „Það er ekki hægt að segja að þetta sé sambærilegt, þú getur keypt sex fargjöld í einu fyrir 60.000 kr. Það er enginn námsmaður að fara að fjárfesta í lager af flugmiðum.“ Brynhildur gerir sér þó grein fyrir því að þetta sé erfiður markaður. „Þetta er vissulega lítill markaður en þetta hlýtur að vera spurning um tryggja að fyrirtækið geti staðið undir rekstrinum en á sama tíma veitt góða þjónustu og á verði sem hægt er að sætta sig við.“ Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Ekki hægt að „hoppa“ með Air Iceland Connect eftir 31. maí Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir breytingu hafa orðið á framboði fargjalda þannig að hoppið sé ekki lengur ódýrast. Því verði ungu fólki boðin önnur úrræði. 23. maí 2018 15:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fyrirtæki sem situr eitt á markaði þarf að sýna meiri ábyrgð heldur en ef það væri samkeppni. Þetta segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og fyrrverandi landsbyggðaþingmaður, um umdeilda ákvörðun stjórnar Air Iceland Connect að afnema hoppflugfargjöld sem hefur verið ódýrari valkostur í innanlandsflugi fyrir unga farþega á aldrinum 12-15 ára. Í lok síðasta mánaðar tilkynnti flugfélagið að það hygðist hætta með hoppflugfargjöldin. Í þeim felst að ungu fólki er gefinn kostur á því að skrá sig á biðlista og það fær sæti á tíu þúsund krónur, að því gefnu að vélin sé ekki full. Að öðrum kosti þarf að bíða eftir næsta flugi. Sjá nánar: Ekki hægt að hoppa með Air Iceland Connect „Vandamálið, getum við sagt, er að það er náttúrulega ekki samkeppni í innanlandsfluginu og ég geri mér enga grein fyrir því hvort samkeppni sé möguleg en á meðan það er bara eitt fyrirtæki á markaði er ekki óeðlilegt að við gerum kröfur til þess. Við getum ekki refsað fyrirtækinu með því að færa viðskiptin annað. Það er ekkert val,“ segir Brynhildur sem er búsett á Akureyri en hún segir mikla óánægju gæta á meðal íbúa á landsbyggðinni með þetta breytta fyrirkomulag. Brynhildur skrifaði á dögunum stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsir yfir vonbrigðum sínum með ákvörðunina og skrifar: „Ég vona að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.“ Óánægja landsbyggðarfólk leyndi sér ekki á ummælaþræðinum.Íslendingar með allt aðra verðvitund fyrir innanlandsflugi Brynhildur segir að hún hafi nýtt sér í töluverðum mæli hið ódýrara hoppflugfargjald fyrir sín börn og veit að námsmenn nýta sér þetta fyrir fyrirkomulag mjög gjarnan. Þau voru mjög ánægð með fyrirkomulagið þrátt fyrir að í því fælist ákveðin áhætta. Það er ekki alltaf hægt að ganga að því vísu að pláss sé í vélinni fyrir „hoppfarþega“. „Maður hefur nú alveg reynslu af því en fyrir vikið var verðið hagstætt en þegar við erum að tala um lágt verð á hoppi þá erum við auðvitað að miða það við almennu fargjöldin. Þetta er samt verð sem þú getur, á einhverju tilboði, skotist til Kaupmannahafnar fyrir. Við erum með allt aðra verðvitund þegar kemur að innanlandsfluginu. Hoppið er því á góðu verði miðað við það sem almennt er í boði í innanlandsfluginu.“ Veigrar sér við að senda börnin suður á bíl Fargjöldin eru hagsmunamál fyrir fólk á landsbyggðinni sem þarf að sækja sér þjónustu í höfuðborginni sem er ekki fyrir hendi úti á landi. Brynhildur hefur stundum veigrað sér við að senda börnin sín til Reykjavíkur á bíl, sérstaklega ef það stefnir í fullan bíl ungs fólks, að ekki sé talað um á veturna þegar færð er erfið. Þá hafi hún frekar viljað kaupa „hopp“ fyrir þau. „Fólk er kannski aðeins farið að veigra sér við að keyra á þjóðvegum landsins að óþörfu. Þú keyrir varla á milli Akureyrar og Reykjavíkur án þess að lenda ekki einu sinni í því að einhver ætlar að taka fram úr á einhverjum fáránlegum stað eða ferðamaður sjái allt í einu eitthvað spennandi og stoppi á miðjum vegi.“ Alls þrettán banaslys urðu á öllu landinu á síðasta ári auk þess sem slys með alvarlegum meiðslum voru 156 talsins samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að önnur úrræði séu fyrir hendi fyrir ungt fólk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Nauðsynlegt að gera betur við námsmenn Brynhildur segir að það sé mikilvægt að hlúa betur að námsmönnum af landsbyggðinni. Það séu dæmi þess að landsbyggðarnemendur víða erlendis fái sérstakan afslátt til að ferðast heim til sín. Þá ætti jafnframt að skoða alvarlega „skosku leiðina“ svokölluðu en í henni felst að fargjöld eru niðurgreidd fyrir þá íbúa landsins sem búa ákveðið langt frá þéttbýlisstöðum. „Það er enginn námsmaður að fara að fjárfesta í lager af flugmiðum“ Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, sagði í samtali við Vísi á dögunum að önnur úrræði væru í boði fyrir ungt fólk á þessum aldri og nefndi til dæmis „flugfélagaúrræði“ flugfélagsins en í því felst að keyptir eru sex flugleggir í einu á 59.400 krónur. Aðspurð hvort þetta úrræði sé nægilega gott svarar Brynhildur neitandi: „Það er ekki hægt að segja að þetta sé sambærilegt, þú getur keypt sex fargjöld í einu fyrir 60.000 kr. Það er enginn námsmaður að fara að fjárfesta í lager af flugmiðum.“ Brynhildur gerir sér þó grein fyrir því að þetta sé erfiður markaður. „Þetta er vissulega lítill markaður en þetta hlýtur að vera spurning um tryggja að fyrirtækið geti staðið undir rekstrinum en á sama tíma veitt góða þjónustu og á verði sem hægt er að sætta sig við.“
Fréttir af flugi Neytendur Tengdar fréttir Ekki hægt að „hoppa“ með Air Iceland Connect eftir 31. maí Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir breytingu hafa orðið á framboði fargjalda þannig að hoppið sé ekki lengur ódýrast. Því verði ungu fólki boðin önnur úrræði. 23. maí 2018 15:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ekki hægt að „hoppa“ með Air Iceland Connect eftir 31. maí Framkvæmdastjóri flugfélagsins segir breytingu hafa orðið á framboði fargjalda þannig að hoppið sé ekki lengur ódýrast. Því verði ungu fólki boðin önnur úrræði. 23. maí 2018 15:15