Í febrúar á þessu ári, myrti hinn 19 ára Nikolas Cruz 17 manns á skólalóðinni, þar af 14 nemendur og 3 starfsmenn. Samkvæmt fréttasíðu CNN, hafa 23 skólaskotárásir átt sér stað í Bandaríkjunum á árinu. Skotárásin í Parkland hafði mikil áhrif á skotvopnaumræðu Bandaríkjanna og leiddi til March For Our Lives, mótmælagöngu sem skipulögð var af nemendum, með það að markmiði að herða byssulöggjöf Bandaríkjanna og vekja vitund á byssuofbeldi.
Jimmy Fallon gerði sitt besta til þess að létta nemendum lund, bæði með hnyttnum bröndurum og hvetjandi orðum. Fallon grínaðist með stóra málið um Laurel og Yanny, og bætti síðan við að eftir útskrift verða nemendur ekki bekkjarfélagar lengur, heldur tveir fullorðnir einstaklingar sem skoða Facebook prófíla hvors annars á nóttunni næstu 10 árin.
Fallon nefndi einnig að hann hafi hitt einhverja nemendur skólans í March For Our Lives mótmælagöngunni og kallaði það „frábæran dag.“ Að lokum hvatti Fallon útskriftarnemendurna áfram og sagði: „Í fyrsta lagi, þegar eitthvað er erfitt, munið að það verður betra. Kjósið að halda áfram. Ekki láta neitt stoppa ykkur.“
Hér að neðan má sjá stutt brot af ræðu Fallons.
JIMMY FALLON CAME TO OUR GRADUATION DAWG WTF pic.twitter.com/7Mys8t5l6H
— sid (@sidfischer00) June 3, 2018