Liverpool áfram eftir markalausan leik á Anfield │ Sjáðu atvikin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. mars 2018 21:30 Liverpool er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skiptið síðan 2009 eftir markalaust jafntefli við Porto á Anfield í kvöld. Enska liðið vann stórsigur, 5-0, í Portúgal í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum og því var einvígið í raun búið fyrir leikinn í kvöld þar sem Porto hefði þurft kraftaverk til þess að fara með sigur. Leikurinn spilaðist eftir því sem við var að búast í leik sem þessum, var mjög dauft yfir honum og lítið um marktækifæri. Liverpool átti þrjú skot á markrammann en Porto aðeins eitt. Jurgen Klopp gat leyft sér að hvíla leikmenn í kvöld, Mohamed Salah kom inn á þegar 15. mínútur voru eftir af leiknum og Roberto Firmino fékk hálftíma hvíld, Þjóðverjinn líklega með stórleikinn gegn Manchester United um helgina í huga. Meistaradeild Evrópu
Liverpool er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skiptið síðan 2009 eftir markalaust jafntefli við Porto á Anfield í kvöld. Enska liðið vann stórsigur, 5-0, í Portúgal í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum og því var einvígið í raun búið fyrir leikinn í kvöld þar sem Porto hefði þurft kraftaverk til þess að fara með sigur. Leikurinn spilaðist eftir því sem við var að búast í leik sem þessum, var mjög dauft yfir honum og lítið um marktækifæri. Liverpool átti þrjú skot á markrammann en Porto aðeins eitt. Jurgen Klopp gat leyft sér að hvíla leikmenn í kvöld, Mohamed Salah kom inn á þegar 15. mínútur voru eftir af leiknum og Roberto Firmino fékk hálftíma hvíld, Þjóðverjinn líklega með stórleikinn gegn Manchester United um helgina í huga.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti