Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær að skoða síma manns sem grunaður er um margvísleg brot. Þetta er niðurstaða Landsréttar. Maðurinn hefur frá því í haust ítrekað verið handtekinn fyrir margvísleg þjófnaðarbrot.
Ætlað þýfi fyrir milljónir króna hefur fundist á heimili og í fórum mannsins. Þá er hann einnig grunaður um fíkniefnabrot og fjársvik.
Lögreglan vildi skoða síma mannsins enda algengt að menn noti slík tæki til að mynda þýfi áður en því er komið í verð.
Landsréttur fann að því að héraðsdómari málsins hefði frestað réttaráhrifum úrskurðar síns þar til niðurstaða æðra dómstigs lá fyrir. Ekki hafi verið heimild fyrir slíku í lögum um meðferð sakamála.
Grunaður um fjölda þjófnaðarbrota

Tengdar fréttir

Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“
Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi.

Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum
Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði.

Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu
Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur.