Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Bók hans 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos trónir á toppi metsölulista á Vesturlöndum en hún kom nýlega út í íslenskri þýðingu. Peterson er einn eftirsóttasti fyrirlesari í heimi í augnablikinu en uppselt var á báða fyrirlestra hans í Hörpu fyrr í þessari viku. Vísir/Vilhelm Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. Í kaflanum um sannsögli fjallar Peterson meðal annars um lífslygina en kenningar um hana voru settar fram af austurríska sálfræðingnum Alfred Adler á fyrri hluta 20. aldar. Peterson skrifar: „Sá sem lifir lífslygi blekkir sýn sína á raunveruleikann.“ Peterson segir að það að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér krefjist þess að standa vörð um eigin langanir og þrár og lifa ekki í sjálfsblekkingu um eigin getu, hæfni og takmarkanir. Má ekki fullyrða að margir íbúar Vesturlanda á 21. öldinni lifi hagi lífi sínu eins og þeir lifi lífslygi því fólk forðast deilur og gerir mökum og yfirmönnum sínum til hæfis í stað þess að segja sannleikann og það sem þeim finnst? Fólk hagræðir hegðun sinni til að forðast sannsögli. „Já, kannski ekki alltaf en fólk freistast til að losna við deilur. Sálfræðingar fást við ýmis konar vandamál en þau algengustu eru kvíði og þunglyndi og skortur á ákveðni sem ýtir undir þann vanda sem um ræðir. Fólk stendur ekki fyrir sínu og því sem það þráir. Fólk forðast deilur og tekur ekki á vandanum. Vandamálin hrannast upp umhverfis viðkomandi sem leiðir síðan til skilnaða. Fólk þraukar í hjónabandi þangað til annar makinn lýsir því yfir að hann hafi verið óhamingjusamur undanfarin átta ár. Við hefðum getað tekið á þeim vanda með vikulegum eða daglegum aðgerðum áður en vandinn varð það slæmur að skilnaður sé eina lausnin. Lagfæring á sambandi veldur deilum. Þið verðið að koma hreint fram og það leiðir deilur af sér. Þið deilið um mikilvægi starfs ykkar, frítíma ykkar, uppeldi barna ykkar, fjárhag heimilisins, agareglur, hvert þið ætlið í frí og hvað verður í matinn. Þið verðið að semja um alla slíka þætti. Sannsögli er lykilatriði því þið verðið að vita hvers báðir aðilar þarfnast. Það veldur deilum. Það eina sem er meira þreytandi en að segja sannleikann og semja við maka þinn er að láta það óátalið og bíða skilnaðarins,“ segir Jordan Peterson í viðtalinu.Sjá má viðtal við Jordan Peterson sem sýnt var í Íslandi í dag hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Jordan Peterson Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. 4. júní 2018 11:20 Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. Í kaflanum um sannsögli fjallar Peterson meðal annars um lífslygina en kenningar um hana voru settar fram af austurríska sálfræðingnum Alfred Adler á fyrri hluta 20. aldar. Peterson skrifar: „Sá sem lifir lífslygi blekkir sýn sína á raunveruleikann.“ Peterson segir að það að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér krefjist þess að standa vörð um eigin langanir og þrár og lifa ekki í sjálfsblekkingu um eigin getu, hæfni og takmarkanir. Má ekki fullyrða að margir íbúar Vesturlanda á 21. öldinni lifi hagi lífi sínu eins og þeir lifi lífslygi því fólk forðast deilur og gerir mökum og yfirmönnum sínum til hæfis í stað þess að segja sannleikann og það sem þeim finnst? Fólk hagræðir hegðun sinni til að forðast sannsögli. „Já, kannski ekki alltaf en fólk freistast til að losna við deilur. Sálfræðingar fást við ýmis konar vandamál en þau algengustu eru kvíði og þunglyndi og skortur á ákveðni sem ýtir undir þann vanda sem um ræðir. Fólk stendur ekki fyrir sínu og því sem það þráir. Fólk forðast deilur og tekur ekki á vandanum. Vandamálin hrannast upp umhverfis viðkomandi sem leiðir síðan til skilnaða. Fólk þraukar í hjónabandi þangað til annar makinn lýsir því yfir að hann hafi verið óhamingjusamur undanfarin átta ár. Við hefðum getað tekið á þeim vanda með vikulegum eða daglegum aðgerðum áður en vandinn varð það slæmur að skilnaður sé eina lausnin. Lagfæring á sambandi veldur deilum. Þið verðið að koma hreint fram og það leiðir deilur af sér. Þið deilið um mikilvægi starfs ykkar, frítíma ykkar, uppeldi barna ykkar, fjárhag heimilisins, agareglur, hvert þið ætlið í frí og hvað verður í matinn. Þið verðið að semja um alla slíka þætti. Sannsögli er lykilatriði því þið verðið að vita hvers báðir aðilar þarfnast. Það veldur deilum. Það eina sem er meira þreytandi en að segja sannleikann og semja við maka þinn er að láta það óátalið og bíða skilnaðarins,“ segir Jordan Peterson í viðtalinu.Sjá má viðtal við Jordan Peterson sem sýnt var í Íslandi í dag hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Jordan Peterson Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. 4. júní 2018 11:20 Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Jordan Peterson Jordan Peterson er prófessor í sálfræði við Háskólann í Toronto, en hann er á leið til Íslands og mun halda fyrirlestra í Hörpu. 4. júní 2018 11:20
Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15
Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30