Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Michael Mann skrifar 7. júní 2018 07:00 Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. Aðilar á Íslandi sem halda því fram að Evrópusambandið vilji þvinga landsmenn til að framselja fullveldi sitt til stofnana ESB hafa haldið þessum orkumálum á lofti, máli sínu til stuðnings. Evrópusambandið er meðvitað um þessar áhyggjur og tekur þær alvarlega, en hvað orkupakkann varðar eru þær algjörlega tilefnislausar.Til hagsbóta fyrir Íslendinga Nú, eins og ávallt, er mikilvægast að einblína á staðreyndir. Því miður litast umræðan um ESB oft af misskilningi eða jafnvel vísvitandi rangfærslum. Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES-samningnum, er rökrétt framhald fyrri orkupakkanna tveggja, sem hafa verið innleiddir á Íslandi án vandkvæða. Megintilgangurinn með orkupakkanum er að veita neytendum ódýra og örugga orku með tilstilli markaðsafla og hann er ekki nokkur ógn við framkvæmd íslenskrar orkustefnu. Þar sem Ísland er eyja, einangruð frá öðrum orkumörkuðum, mun landið njóta víðtækra undanþága frá flestum helstu skyldum sem fylgja nýju löggjöfinni. Auk þess mun löggjöfin í pakkanum ekki hafa nein áhrif á frelsi stjórnvalda til að ákvarða orkusamsetningu landsins. Sá réttur er tryggður í stofnsáttmála Evrópusambandsins og er hluti af EES-samningnum. Raunar eru bara nokkrar reglur í þriðja orkupakkanum sem eiga við um Ísland. Þar á meðal eru ákvæði sem varða neytendavernd, aukið gagnsæi samninga og réttinn til að skipta um orkuveitu. Það er því verulega erfitt að skilja hvernig hægt er að halda því fram að þessar reglur skerði frelsi Íslendinga til að ákvarða samsetningu orkugjafa eða hvernig þær gætu á einhvern hátt verið óhagstæðar fyrir Ísland. Meintar heimildir ACER Eitt af því sem hefur vakið hvað mestar deilur í íslenskri stjórnmálaumræðu er framtíðarhlutverk samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, og sá ótti að Ísland neyðist til að framselja ákvarðanavald og fullveldi til slíkrar Evrópustofnunar. Staðreyndirnar segja þó einnig aðra sögu hvað þetta varðar. Þar sem EES er tveggja stoða kerfi munu þær valdheimildir sem ACER fer með í aðildarríkjum ESB verða á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á Íslandi, en Ísland er eitt aðildarríkja ESA. Innan ESB er helsta hlutverk ACER að fylgjast með mörkuðum og beina tilmælum til aðildarríkja og það er aðeins í undantekningartilfellum sem ACER getur beitt valdheimildum gagnvart eftirlitsstjórnvöldum ESB-ríkja, í málum þar sem eftirlitsstjórnvöldum tveggja aðildarríkja tekst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ákvörðunum ACER er ekki beint að einkaaðilum, einungis innlendum eftirlitsstjórnvöldum í aðildarríkjum ESB. Stofnunin hefur ekkert ákvörðunarvald yfir innlendum eftirlitsyfirvöldum í ríkjum utan ESB og myndi ekki hafa neinar heimildir hvað varðar leyfisveitingu og stjórnsýslu á Íslandi. Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að mestu bundnar við grunnvirki sem ná yfir landamæri og eiga því ekki við á Íslandi á meðan slík grunnvirki eru ekki til staðar. Þar sem ekki er um að ræða nein gagnkvæm tengsl á milli Íslands og ESB er engin þörf á að samræma regluverk Íslands og einhvers annars lands. Jafnvel þótt sæstrengur til Bretlands verði einhvern tíma að veruleika myndi það ekki tengja Ísland við ESB-markaðinn þar sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu frá og með mars á næsta ári. Ekkert nýtt varðandi niðurgreiðslur Einnig hefur verið lýst yfir áhyggjum af því að ESB muni í framtíðinni geta haft afskipti af stuðningi íslenskra stjórnvalda við tilteknar dreifiveitur. Þriðji pakkinn felur þó ekki í sér neinar nýjar skyldur varðandi niðurgreiðslu á orkugjöfum. Reglur um opinbera styrki lúta enn ákvæðum um ríkisaðstoð sem tilgreind eru í sérstakri löggjöf sem íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu samþykkt. Merki um náið og gott samband Evrópusambandið fagnar alltaf heilbrigðum skoðanaskiptum um stefnur og lög sambandsins og leggur sig fram við að tryggja að EES-ríki utan ESB, svo sem Ísland, geti sætt sig við reglubreytingar. Það er þess vegna sem Ísland fékk svo margar varanlegar undanþágur frá þriðja orkupakkanum. Það var okkur ánægjuefni að óháður ráðgjafi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skyldi komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar þurfi ekki að óttast þessar nýjustu breytingar. Ég vona að þessi greinarskrif geti átt þátt í að hefja opinskáa og heiðarlega umræðu um orkupakkann á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda. Við lítum á innleiðingu nýju orkulöggjafarinnar á Íslandi sem enn eitt merki um að samband Íslands og ESB sé náið og báðum aðilum til góða.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Michael Mann Orkumál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. Aðilar á Íslandi sem halda því fram að Evrópusambandið vilji þvinga landsmenn til að framselja fullveldi sitt til stofnana ESB hafa haldið þessum orkumálum á lofti, máli sínu til stuðnings. Evrópusambandið er meðvitað um þessar áhyggjur og tekur þær alvarlega, en hvað orkupakkann varðar eru þær algjörlega tilefnislausar.Til hagsbóta fyrir Íslendinga Nú, eins og ávallt, er mikilvægast að einblína á staðreyndir. Því miður litast umræðan um ESB oft af misskilningi eða jafnvel vísvitandi rangfærslum. Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES-samningnum, er rökrétt framhald fyrri orkupakkanna tveggja, sem hafa verið innleiddir á Íslandi án vandkvæða. Megintilgangurinn með orkupakkanum er að veita neytendum ódýra og örugga orku með tilstilli markaðsafla og hann er ekki nokkur ógn við framkvæmd íslenskrar orkustefnu. Þar sem Ísland er eyja, einangruð frá öðrum orkumörkuðum, mun landið njóta víðtækra undanþága frá flestum helstu skyldum sem fylgja nýju löggjöfinni. Auk þess mun löggjöfin í pakkanum ekki hafa nein áhrif á frelsi stjórnvalda til að ákvarða orkusamsetningu landsins. Sá réttur er tryggður í stofnsáttmála Evrópusambandsins og er hluti af EES-samningnum. Raunar eru bara nokkrar reglur í þriðja orkupakkanum sem eiga við um Ísland. Þar á meðal eru ákvæði sem varða neytendavernd, aukið gagnsæi samninga og réttinn til að skipta um orkuveitu. Það er því verulega erfitt að skilja hvernig hægt er að halda því fram að þessar reglur skerði frelsi Íslendinga til að ákvarða samsetningu orkugjafa eða hvernig þær gætu á einhvern hátt verið óhagstæðar fyrir Ísland. Meintar heimildir ACER Eitt af því sem hefur vakið hvað mestar deilur í íslenskri stjórnmálaumræðu er framtíðarhlutverk samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, og sá ótti að Ísland neyðist til að framselja ákvarðanavald og fullveldi til slíkrar Evrópustofnunar. Staðreyndirnar segja þó einnig aðra sögu hvað þetta varðar. Þar sem EES er tveggja stoða kerfi munu þær valdheimildir sem ACER fer með í aðildarríkjum ESB verða á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á Íslandi, en Ísland er eitt aðildarríkja ESA. Innan ESB er helsta hlutverk ACER að fylgjast með mörkuðum og beina tilmælum til aðildarríkja og það er aðeins í undantekningartilfellum sem ACER getur beitt valdheimildum gagnvart eftirlitsstjórnvöldum ESB-ríkja, í málum þar sem eftirlitsstjórnvöldum tveggja aðildarríkja tekst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ákvörðunum ACER er ekki beint að einkaaðilum, einungis innlendum eftirlitsstjórnvöldum í aðildarríkjum ESB. Stofnunin hefur ekkert ákvörðunarvald yfir innlendum eftirlitsyfirvöldum í ríkjum utan ESB og myndi ekki hafa neinar heimildir hvað varðar leyfisveitingu og stjórnsýslu á Íslandi. Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að mestu bundnar við grunnvirki sem ná yfir landamæri og eiga því ekki við á Íslandi á meðan slík grunnvirki eru ekki til staðar. Þar sem ekki er um að ræða nein gagnkvæm tengsl á milli Íslands og ESB er engin þörf á að samræma regluverk Íslands og einhvers annars lands. Jafnvel þótt sæstrengur til Bretlands verði einhvern tíma að veruleika myndi það ekki tengja Ísland við ESB-markaðinn þar sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu frá og með mars á næsta ári. Ekkert nýtt varðandi niðurgreiðslur Einnig hefur verið lýst yfir áhyggjum af því að ESB muni í framtíðinni geta haft afskipti af stuðningi íslenskra stjórnvalda við tilteknar dreifiveitur. Þriðji pakkinn felur þó ekki í sér neinar nýjar skyldur varðandi niðurgreiðslu á orkugjöfum. Reglur um opinbera styrki lúta enn ákvæðum um ríkisaðstoð sem tilgreind eru í sérstakri löggjöf sem íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu samþykkt. Merki um náið og gott samband Evrópusambandið fagnar alltaf heilbrigðum skoðanaskiptum um stefnur og lög sambandsins og leggur sig fram við að tryggja að EES-ríki utan ESB, svo sem Ísland, geti sætt sig við reglubreytingar. Það er þess vegna sem Ísland fékk svo margar varanlegar undanþágur frá þriðja orkupakkanum. Það var okkur ánægjuefni að óháður ráðgjafi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skyldi komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar þurfi ekki að óttast þessar nýjustu breytingar. Ég vona að þessi greinarskrif geti átt þátt í að hefja opinskáa og heiðarlega umræðu um orkupakkann á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda. Við lítum á innleiðingu nýju orkulöggjafarinnar á Íslandi sem enn eitt merki um að samband Íslands og ESB sé náið og báðum aðilum til góða.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar