Bað um að fá að vera lengur í fangelsi til að geta hitt Totti Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2018 11:30 Francesco Totti er í dýrlingatölu hjá Roma. vísir/getty Aðdáendur íþróttamanna ganga sumir hverjir ansi langt til þess að hitta goðin sín en einn Ítali gekk líklega lengra heldur en flestir fyrir tólf árum síðan þegar hann þráði hvað heitast að hitta Francesco Totti, fyrrverandi leikmann Roma og ítalska landsliðsins. Totti og félagar hans í ítalska landsliðinu urðu heimsmeistarar árið 2006 og fóru á mikinn kynningartúr skömmu eftir að lyfta bikarnum í Þýskalandi eftir sigur á Frökkum í frægum úrslitaleik. Ein heimsókn þeirra var í fangelsi í Rómarborg. „Allir fangarnir voru mjög glaðir því fyrir þá að sjá fótboltamenn í fangelsinu var eins og fyrir okkur að sjá páfann,“ segir Totti í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið en hann er þessa dagana að auglýsa ævisögu sína sem að kemur út í dag. „Það var einn strákur þarna sem öskraði og öskraði. Hann þráði ekkert heitar en að taka mynd með mér en enginn hleypti honum að mér. Á endanum náði hann að komast upp að mér og fékk mynd. Ég skildi ekki hvers vegna hann var svona rosalega áhugasamur.“ Það var ekki fyrr en Totti var kominn út fyrir fangelsisveggina að honum var sagt hvers vegna þessi strákur lagði svo mikið á sig að komast í gegnum allan hópinn og upp að Roma-goðsögninni. „Mér var tjáð að þessi strákur átti að losna úr fangelsinu viku áður en hann bað um að fá að vera viku lengur því hann vissi að ég væri á leiðinni í heimsókn. Hann hótaði því að gera eitthvað brjálað til að enda aftur í fangelsinu ef hann fengi ekki að dvelja viku lengur og hitta mig,“ segir Francesco Totti. Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Aðdáendur íþróttamanna ganga sumir hverjir ansi langt til þess að hitta goðin sín en einn Ítali gekk líklega lengra heldur en flestir fyrir tólf árum síðan þegar hann þráði hvað heitast að hitta Francesco Totti, fyrrverandi leikmann Roma og ítalska landsliðsins. Totti og félagar hans í ítalska landsliðinu urðu heimsmeistarar árið 2006 og fóru á mikinn kynningartúr skömmu eftir að lyfta bikarnum í Þýskalandi eftir sigur á Frökkum í frægum úrslitaleik. Ein heimsókn þeirra var í fangelsi í Rómarborg. „Allir fangarnir voru mjög glaðir því fyrir þá að sjá fótboltamenn í fangelsinu var eins og fyrir okkur að sjá páfann,“ segir Totti í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið en hann er þessa dagana að auglýsa ævisögu sína sem að kemur út í dag. „Það var einn strákur þarna sem öskraði og öskraði. Hann þráði ekkert heitar en að taka mynd með mér en enginn hleypti honum að mér. Á endanum náði hann að komast upp að mér og fékk mynd. Ég skildi ekki hvers vegna hann var svona rosalega áhugasamur.“ Það var ekki fyrr en Totti var kominn út fyrir fangelsisveggina að honum var sagt hvers vegna þessi strákur lagði svo mikið á sig að komast í gegnum allan hópinn og upp að Roma-goðsögninni. „Mér var tjáð að þessi strákur átti að losna úr fangelsinu viku áður en hann bað um að fá að vera viku lengur því hann vissi að ég væri á leiðinni í heimsókn. Hann hótaði því að gera eitthvað brjálað til að enda aftur í fangelsinu ef hann fengi ekki að dvelja viku lengur og hitta mig,“ segir Francesco Totti.
Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira