Erlent

Framhjáhald ekki lengur refsivert á Indlandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ekki er ljóst hversu margir indverskir karlmenn hafa verið ákærðir á grundvelli laganna.
Ekki er ljóst hversu margir indverskir karlmenn hafa verið ákærðir á grundvelli laganna. Vísir/getty
Hæstiréttur Indlands hefur úrskurðað að framhjáhald sé ekki lengur refsivert. Með ákvörðuninni fella úr gildi 158 ára gömul lög frá nýlendutímum þar sem sagði að kynlíf með giftri konu án leyfis eiginmanns hennar væri refsivert athæfi.

Ekki er ljóst hversu margir indverskir karlmenn hafa verið ákærðir á grundvelli laganna, engin gögn eru til um það.

Þetta er í annað skiptið í þessum mánuði sem hæstiréttur Indlands fellir lög frá nýlendutímum úr gildi en í byrjun mánaðarins var samkynhneigð afglæpavædd í landinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×