Fótbolti

Enn ekkert vitað um andlát Astori

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Davide Astori.
Davide Astori. Vísir/Getty
Knattspyrnuheimurinn er sleginn eftir fregnir af andláti Ítalans Davide Astori, landsliðsmanns og fyrirliða Fiorentina. Öllum leikjum dagsins í ítölsku deildinni var frestað vegna atburða dagsins.

Ekkert er enn vitað hver dánarorsök Astori var. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu í Udine en Fiorentina átti að spila við Emil Hallfreðsson og félaga í Udinese í dag.

„Leikmenn áttu að vera komnir í morgunmat í síðasta lagi klukkan 09.30,“ sagði Arturo Mastronardi, fjölmiðlafulltrúi Fiorentina, við ítalska fjölmiðla í dag. „Hann var vanalega fyrstur á svæðið. En þegar hann kom ekki var farið upp á herbergi til hans þar sem hann fannst.“

Mastronardi segir að ekkert sé vitað um dánarorsök en Astori var fluttur á sjúkrahús þar sem vonast er til að krufning muni geta svarað spurningum um ástæður fráfalls Astori.

Sá síðasti sem sá Astori á lífi var markvörðurinn Marco Sportiello en þeir spiluðu saman í PlayStation leikjatölvu í gærkvöldi.

Ekki er vitað til þess að Astori hafi verið undir sérstöku eftirliti lækna en félagið varðist allra frekari fregna af málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×