Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum sækir málið af hálfu ákæruvaldsins. Fréttablaðið/Ernir Sjö eru ákærðir í einu umfangsmesta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi sem varðar þjófnað á 600 öflugum bitcoin leitarvélum úr þremur gagnaverum í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september næstkomandi. Ákæra var gefin út í málinu fyrir mörgum vikum en vegna sumarleyfa var málinu ekki úthlutað til dómara fyrr en í síðustu viku og þess vegna hefur orðið bið á birtingu ákærunnar. Fjölmiðlar hafa því enn ekki fengið upplýsingar um efni hennar, en hún telst formlega birt eftir að dómari hefur gefið út fyrirköll vegna þingfestingarinnar.Sjá einnig: Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Þrír eru enn í farbanni vegna málsins, þeirra á meðal Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í vor með eftirminnilegum hætti og komst alla leið til Hollands. Ekki liggur fyrir hvort fleiri en Sindri Þór eru ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn á tölvunum eða hver hlutur hinna sex er talinn vera í málinu. Ekki kemur í ljós fyrr en við þingfestingu málsins hvaða afstöðu sakborningarnir sjö hafa til ákærunnar. Verðmæti tölvanna sem stolið var er talið hlaupa á hundruðum milljóna en vélarnar voru sérhannaðar til að grafa eftir bitcoin. Vélunum var stolið úr gagnaverum bæði í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í þremur innbrotum sem framin voru á tímabilinu desember 2017 til síðari hluta janúar 2018. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og leitin að hinum stolnu tölvum teygt sig alla leið til Kína þar sem 600 tölvur voru í óskilum fyrr í vor. Sú leit hefur þó enn engan árangur borið og tölvunar enn ófundnar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. 16. maí 2018 12:00 Ákæra gefin út á hendur Sindra Þór og meintum samverkamönnum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur Sindra Þór Stefánssyni, auk fleiri manna til viðbótar, fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. 6. júlí 2018 14:01 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Sjö eru ákærðir í einu umfangsmesta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi sem varðar þjófnað á 600 öflugum bitcoin leitarvélum úr þremur gagnaverum í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september næstkomandi. Ákæra var gefin út í málinu fyrir mörgum vikum en vegna sumarleyfa var málinu ekki úthlutað til dómara fyrr en í síðustu viku og þess vegna hefur orðið bið á birtingu ákærunnar. Fjölmiðlar hafa því enn ekki fengið upplýsingar um efni hennar, en hún telst formlega birt eftir að dómari hefur gefið út fyrirköll vegna þingfestingarinnar.Sjá einnig: Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Þrír eru enn í farbanni vegna málsins, þeirra á meðal Sindri Þór Stefánsson sem strauk af Sogni í vor með eftirminnilegum hætti og komst alla leið til Hollands. Ekki liggur fyrir hvort fleiri en Sindri Þór eru ákærðir fyrir sjálfan þjófnaðinn á tölvunum eða hver hlutur hinna sex er talinn vera í málinu. Ekki kemur í ljós fyrr en við þingfestingu málsins hvaða afstöðu sakborningarnir sjö hafa til ákærunnar. Verðmæti tölvanna sem stolið var er talið hlaupa á hundruðum milljóna en vélarnar voru sérhannaðar til að grafa eftir bitcoin. Vélunum var stolið úr gagnaverum bæði í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í þremur innbrotum sem framin voru á tímabilinu desember 2017 til síðari hluta janúar 2018. Rannsókn málsins hefur verið umfangsmikil og leitin að hinum stolnu tölvum teygt sig alla leið til Kína þar sem 600 tölvur voru í óskilum fyrr í vor. Sú leit hefur þó enn engan árangur borið og tölvunar enn ófundnar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. 16. maí 2018 12:00 Ákæra gefin út á hendur Sindra Þór og meintum samverkamönnum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur Sindra Þór Stefánssyni, auk fleiri manna til viðbótar, fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. 6. júlí 2018 14:01 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. 16. maí 2018 12:00
Ákæra gefin út á hendur Sindra Þór og meintum samverkamönnum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur Sindra Þór Stefánssyni, auk fleiri manna til viðbótar, fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. 6. júlí 2018 14:01