Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 10:10 Þrátt fyrir ungan aldur hefur Greta Thunberg látið verulega að sér kveða í umræðunni um loftslagsmál. Vísir/EPA Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now! Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now!
Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52
„Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00