Mætti á æfingu daginn fyrir barnsburð og á völlinn fjórum vikum síðar Benedikt Bóas skrifar 16. janúar 2018 07:00 Steinunn Björnsdóttir með dóttur sína. Vísir/Hanna „Auðvitað eru átök og ég svitnaði og þetta var erfitt á köflum en ég gekk ekki frá sjálfri mér. Ég fékk góða hvíld á milli og ég er í góðu standi,“ segir Steinunn Björnsdóttir sem var í leikmannahópi Fram í Olís-deildinni þegar liðið tapaði fyrir Haukum 24-23 á mánudag. Steinunn eignaðist sitt fyrsta barn þann 16. desember en var sett 2. janúar. Dömunni litlu lá hins vegar á að mæta í heiminn en minnstu munaði að pabbinn, Vilhjálmur Theodór Jónsson, missti af fæðingu frumburðarins. Hann var nefnilega í Glasgow enda ekki algengt að fyrsta barn sé mikið að drífa sig. „Hann rétt náði á fæðingardeildina. Kom klukkutíma fyrir fæðingu með einhverjum ótrúlegum hætti. Hann átti nefnilega að koma til Íslands á mánudeginum og ég held að hann hafi náð nokkrum klukkutímum í Glasgow,“ segir hún og hlær.Steinunn Björnsdóttir fagnar sigri með Fram á síðustu árum.Vísir/Hanna„Hann var að fara í verslunarferð með mömmu sinni og við vorum ekkert stressuð yfir að barnið væri að koma. Við veltum því alveg fyrir okkur en ætluðum að tækla það þegar þar að kæmi. Þetta var í raun hálfgerð bíómyndasaga hvernig hann komst heim og er skemmtileg minning og mjög skemmtilegt eftir á en það var ekkert endilega sérstakt á meðan á þessu stóð.“ Steinunn fór í fæðingarorlof föstudaginn 15. desember og vann til hádegis. Pakkaði þá saman og gekk út. Fór svo á æfingu. „Ég æfði en í litlu álagi og af mun minni ákefð en ég var mjög heppin alla meðgönguna, var með litla sem enga verki og var hraust og gat unnið. Ég fór í fæðingarorlof á föstudeginum um hádegi og litla daman kom daginn eftir. Ég fékk því hálfan sólarhring í orlofi.“ Hún segir að fæðingin hafi gengið vel og var hún lítið eftir sig eftir hana. Tveimur vikum síðar var hún mætt á æfingar að nýju með dömuna sem hefur ekki hlotið nafn. Verður skírð í byrjun febrúar.stjarnan, fram, handbolti, kvenna, olÃs-deildin, lokaúrslit, leikur 4, sumar 2017„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil endurkoma þetta er en miðað við viðbrögð kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta og hafa komið að máli við mig þá er þetta svolítið óvenjulegt. Ég hef ekki reynslu af neinu öðru þannig að mér finnst erfitt að gera mér grein fyrir hvort þetta sé óvenjulegt eða ekki,“ segir hún en daman er frumburður þeirra. Steinunn segir að daman sofi ekkert brjálæðislega mikið á næturnar en sé að öðru leyti mjög vær og góð. Steinunn ætlar að leita til sérfræðinga til að gera fyrirbyggjandi æfingar til að ekki komi bakslag. „Það eru nokkrar sem hafa komið að máli við mig og sagt að það komi hugsanlegt bakslag og ég er meðvituð um það. Mér líður vel og ég hugsa vel um líkamann og hann kvartar ekki enn og þá er engin ástæða til að hægja á sér. Líkaminn lætur vita og ef það væri eitthvað í gangi þá myndi ég bara slaka á. Ég hef verið þokkalega óheppin með meiðsli á ferlinum og kannski er líkaminn bara að borga til baka,“ segir hún og brosir. Steinunn hefur verið að taka dömuna með á æfingar en pabbinn stundar einnig íþróttir, er í Njarðvík í Domino’s-deild karla. Það má því búast við að íþróttir verði fyrirferðarmiklar í uppeldinu og hún muni heimsækja flest íþróttahús landsins áður en hún nær eins árs aldri. „Ég er rólegri þegar ég tek hana með á æfingar í staðinn fyrir að hún sé heima. Við erum margar mæður í Fram og elsta Frambarnið er að líta eftir minni sem er skemmtilegt. Það er fjölskyldustemning á æfingum og Stebbi þjálfari er vanur að vera með margra barna mæður á æfingum,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Sjá meira
„Auðvitað eru átök og ég svitnaði og þetta var erfitt á köflum en ég gekk ekki frá sjálfri mér. Ég fékk góða hvíld á milli og ég er í góðu standi,“ segir Steinunn Björnsdóttir sem var í leikmannahópi Fram í Olís-deildinni þegar liðið tapaði fyrir Haukum 24-23 á mánudag. Steinunn eignaðist sitt fyrsta barn þann 16. desember en var sett 2. janúar. Dömunni litlu lá hins vegar á að mæta í heiminn en minnstu munaði að pabbinn, Vilhjálmur Theodór Jónsson, missti af fæðingu frumburðarins. Hann var nefnilega í Glasgow enda ekki algengt að fyrsta barn sé mikið að drífa sig. „Hann rétt náði á fæðingardeildina. Kom klukkutíma fyrir fæðingu með einhverjum ótrúlegum hætti. Hann átti nefnilega að koma til Íslands á mánudeginum og ég held að hann hafi náð nokkrum klukkutímum í Glasgow,“ segir hún og hlær.Steinunn Björnsdóttir fagnar sigri með Fram á síðustu árum.Vísir/Hanna„Hann var að fara í verslunarferð með mömmu sinni og við vorum ekkert stressuð yfir að barnið væri að koma. Við veltum því alveg fyrir okkur en ætluðum að tækla það þegar þar að kæmi. Þetta var í raun hálfgerð bíómyndasaga hvernig hann komst heim og er skemmtileg minning og mjög skemmtilegt eftir á en það var ekkert endilega sérstakt á meðan á þessu stóð.“ Steinunn fór í fæðingarorlof föstudaginn 15. desember og vann til hádegis. Pakkaði þá saman og gekk út. Fór svo á æfingu. „Ég æfði en í litlu álagi og af mun minni ákefð en ég var mjög heppin alla meðgönguna, var með litla sem enga verki og var hraust og gat unnið. Ég fór í fæðingarorlof á föstudeginum um hádegi og litla daman kom daginn eftir. Ég fékk því hálfan sólarhring í orlofi.“ Hún segir að fæðingin hafi gengið vel og var hún lítið eftir sig eftir hana. Tveimur vikum síðar var hún mætt á æfingar að nýju með dömuna sem hefur ekki hlotið nafn. Verður skírð í byrjun febrúar.stjarnan, fram, handbolti, kvenna, olÃs-deildin, lokaúrslit, leikur 4, sumar 2017„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil endurkoma þetta er en miðað við viðbrögð kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta og hafa komið að máli við mig þá er þetta svolítið óvenjulegt. Ég hef ekki reynslu af neinu öðru þannig að mér finnst erfitt að gera mér grein fyrir hvort þetta sé óvenjulegt eða ekki,“ segir hún en daman er frumburður þeirra. Steinunn segir að daman sofi ekkert brjálæðislega mikið á næturnar en sé að öðru leyti mjög vær og góð. Steinunn ætlar að leita til sérfræðinga til að gera fyrirbyggjandi æfingar til að ekki komi bakslag. „Það eru nokkrar sem hafa komið að máli við mig og sagt að það komi hugsanlegt bakslag og ég er meðvituð um það. Mér líður vel og ég hugsa vel um líkamann og hann kvartar ekki enn og þá er engin ástæða til að hægja á sér. Líkaminn lætur vita og ef það væri eitthvað í gangi þá myndi ég bara slaka á. Ég hef verið þokkalega óheppin með meiðsli á ferlinum og kannski er líkaminn bara að borga til baka,“ segir hún og brosir. Steinunn hefur verið að taka dömuna með á æfingar en pabbinn stundar einnig íþróttir, er í Njarðvík í Domino’s-deild karla. Það má því búast við að íþróttir verði fyrirferðarmiklar í uppeldinu og hún muni heimsækja flest íþróttahús landsins áður en hún nær eins árs aldri. „Ég er rólegri þegar ég tek hana með á æfingar í staðinn fyrir að hún sé heima. Við erum margar mæður í Fram og elsta Frambarnið er að líta eftir minni sem er skemmtilegt. Það er fjölskyldustemning á æfingum og Stebbi þjálfari er vanur að vera með margra barna mæður á æfingum,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Sjá meira