Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, tilkynnti í dag félags- og jafnréttismálaráðherra um úrsögn sína úr stjórn Íbúðalánasjóðs.
Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði, sem send var til Kauphallarinnar, kemur fram að úrsögnin taki gildi frá og með deginum í dag, 3. ágúst 2018.
Þá segir ennfremur að hún þakki það traust sem henni hafi verið sýnt í þau ríflega fjögur ár sem hún hefur setið í stjórninni.
Drífa tók sæti í stjórninni árið 2014.
Drífa hættir í stjórn Íbúðalánasjóðs

Tengdar fréttir

Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust.

Drífa segir gott að lýðræðisbyltingin náði inn í ASÍ
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins sem hefur verið orðuð sem mögulegur næsti forseti Alþýðusambandsins segir tíma komin til breytinga.