Grindhvalirnir sneru aftur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 08:57 Brúin virðist hindra hvalina í að synda aftur út úr Kolgrafafirði. Skjáskot Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. Í samtali við Vísi segir Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, að strætóbílstjóri hafi orðið vöðunnar var í morgun, um klukkan átta. Síðast spurðist til grindhvalahópsins upp úr miðnætti og var hann þá fyrir utan brúnna sem þverar fjörðinn. Því sé ljóst að hvalirnir hafi steypt sér inn með affallinu einhvern tímann á þessu átta klukkustunda tímabili. Einar segist efast um að björgunarsveitirnar geri neitt í málinu í dag. Ekki sé þó hægt að útiloka að hvalirnir leiti á land, eins og síldartorfan gerði í Kolgrafafirði árin 2012-13. Fari svo muni björgunarsveitarmenn þó að sjálfsögðu aðstoða þá aftur á haf út. Tíminn verði þó að leiða það í ljós hvort nauðsynlegt sé að grípa til einhverra aðgerða. Svo virðist sem brúin yfir fjörðinn hindri hvalina í að leita aftur út á haf, þrátt fyrir að þeir virðist hæglega geta synt þangað inn. Því væri hálfgert Sisýfosverk að reka þá út úr Kolgrafafirði til þess eins að þeir syndi þangað jafnharðan aftur. Einar Strand segist ekki muna eftir því að grindhvalir hafi áður leitað inn í Kolgrafafjörð. Hann hefur ágætis yfirsýn yfir málið, enda búið á svæðinu í um tuttugu ár og verið vel tengdur inn í björgunarsveitarstarfsemina allan þann tíma. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum. Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt. Í samtali við Vísi segir Einar Strand, formaður svæðisstjórnar Landsbjargar á Snæfellsnesi, að strætóbílstjóri hafi orðið vöðunnar var í morgun, um klukkan átta. Síðast spurðist til grindhvalahópsins upp úr miðnætti og var hann þá fyrir utan brúnna sem þverar fjörðinn. Því sé ljóst að hvalirnir hafi steypt sér inn með affallinu einhvern tímann á þessu átta klukkustunda tímabili. Einar segist efast um að björgunarsveitirnar geri neitt í málinu í dag. Ekki sé þó hægt að útiloka að hvalirnir leiti á land, eins og síldartorfan gerði í Kolgrafafirði árin 2012-13. Fari svo muni björgunarsveitarmenn þó að sjálfsögðu aðstoða þá aftur á haf út. Tíminn verði þó að leiða það í ljós hvort nauðsynlegt sé að grípa til einhverra aðgerða. Svo virðist sem brúin yfir fjörðinn hindri hvalina í að leita aftur út á haf, þrátt fyrir að þeir virðist hæglega geta synt þangað inn. Því væri hálfgert Sisýfosverk að reka þá út úr Kolgrafafirði til þess eins að þeir syndi þangað jafnharðan aftur. Einar Strand segist ekki muna eftir því að grindhvalir hafi áður leitað inn í Kolgrafafjörð. Hann hefur ágætis yfirsýn yfir málið, enda búið á svæðinu í um tuttugu ár og verið vel tengdur inn í björgunarsveitarstarfsemina allan þann tíma. Grindhvalir eru ein algengasta hvalategundin á norðurslóðum og er þekkt hið svokallaða Grindardráp sem stundað er í Færeyjum.
Tengdar fréttir Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50 Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf. 12. ágúst 2018 20:50
Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita. 12. ágúst 2018 22:37