Innlent

Öskrandi maður angraði Breiðhyltinga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Breiðholti.
Frá Breiðholti. Vísir/GVA
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist hafa fengið „fjöldamargar tilkynningar“ um öskrandi mann í Efra-Breiðholti, skömmu fyrir miðnætti. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að maðurinn hafi verið í annarlegu ástandi og „látið öllum illum látum“ þegar lögreglumenn gáfu sig á tal við hann. Maðurinn var ósamvinnuþýður og var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt verja nóttinni.

Þá var bifreið skemmd í austurhluta borgarinnar skömmu fyrir klukkan 1 í nótt. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þar að verki en lögreglan segir að málið sé til rannsóknar.

Þrír ökumenn voru jafnframt stöðvaðir í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Þeir voru allir látnir lausir að lokinni sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×