Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2018 19:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Framundan er ótímabundið hlé á virkjanaframkvæmdum. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Í 52 ára sögu Landsvirkjunar hefur raforkusala aldrei verið meiri, tekjurnar aldrei hærri og hagnaðurinn af rekstrinum slær líka met. Fyrirtækið hefur aldrei haft það jafngott og núna. „Það má segja það að þetta hafi verið besta ár í sögu fyrirtæksins, síðasta ár,“ segir Hörður. Og eigandinn, ríkissjóður, á von á vænum fúlgum. „Fyrirtækið er í rauninni núna í stakk búið að fara að auka arðgreiðslur. Það gerist í skrefum. Það er að sjálfsögðu eigandans að ákveða nákvæmlega í hvaða skrefum og tengist náttúrlega stofnun á þessum auðlindasjóð sem við fögnum. En við teljum að á nokkrum árum geti þetta vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða, eins og áður var talið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.Frá vinnusvæðinu við Búrfell. Þar verður ný virkjun gangsett um mitt ár.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það er ekki svo að Landsvirkjun hafi haldið að sér höndum í útgjöldum, þvert á móti hefur fyrirtækið verið á útopnu í framkvæmdum, bæði við Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö. „Þetta eru framkvæmdir upp á yfir fimmtíu milljarða, sem við erum að ljúka á þessu ári, sem við höfum náð að fjármagna algerlega út úr rekstri,“ segir forstjórinn. Virkjanauppbygging Landsvirkjunar hefur verið tiltölulega samfelld. Þegar einni framkvæmd hefur lokið hefur venjulega verið stutt í þá næstu. Nú eru hins vegar horfur á framkvæmdahléi. „Við teljum líka að það sé mikilvægt að staldra aðeins við núna. Það er mikil þensla í hagkerfinu og það er dýrt að bjóða út. Og einnig fögnum við því mjög að það stendur til að gera orkustefnu fyrir landið. Ég held að það sé mikilvægt að það tali saman við framtíðarframkvæmdir.“ Það verður því varla samið um nýja stóriðju á næstu árum. „Við getum mætt öllum okkar skuldbindingum með þessar virkjanir. En það er hins vegar mikil eftirspurn eftir orku, sem mun ekki verða hægt að mæta allri.“ Landsvirkjun hyggst þó halda áfram að undirbúa fleiri virkjanir og afla leyfa. -En þýðir þetta að þá yrði kannski tveggja, þriggja, fjögurra ára framkvæmdahlé? „Já, það gæti alveg orðið. Það hefur oft orðið áður í starfsemi Landsvirkjunar,“ svarar Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Framundan er ótímabundið hlé á virkjanaframkvæmdum. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Í 52 ára sögu Landsvirkjunar hefur raforkusala aldrei verið meiri, tekjurnar aldrei hærri og hagnaðurinn af rekstrinum slær líka met. Fyrirtækið hefur aldrei haft það jafngott og núna. „Það má segja það að þetta hafi verið besta ár í sögu fyrirtæksins, síðasta ár,“ segir Hörður. Og eigandinn, ríkissjóður, á von á vænum fúlgum. „Fyrirtækið er í rauninni núna í stakk búið að fara að auka arðgreiðslur. Það gerist í skrefum. Það er að sjálfsögðu eigandans að ákveða nákvæmlega í hvaða skrefum og tengist náttúrlega stofnun á þessum auðlindasjóð sem við fögnum. En við teljum að á nokkrum árum geti þetta vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða, eins og áður var talið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.Frá vinnusvæðinu við Búrfell. Þar verður ný virkjun gangsett um mitt ár.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það er ekki svo að Landsvirkjun hafi haldið að sér höndum í útgjöldum, þvert á móti hefur fyrirtækið verið á útopnu í framkvæmdum, bæði við Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö. „Þetta eru framkvæmdir upp á yfir fimmtíu milljarða, sem við erum að ljúka á þessu ári, sem við höfum náð að fjármagna algerlega út úr rekstri,“ segir forstjórinn. Virkjanauppbygging Landsvirkjunar hefur verið tiltölulega samfelld. Þegar einni framkvæmd hefur lokið hefur venjulega verið stutt í þá næstu. Nú eru hins vegar horfur á framkvæmdahléi. „Við teljum líka að það sé mikilvægt að staldra aðeins við núna. Það er mikil þensla í hagkerfinu og það er dýrt að bjóða út. Og einnig fögnum við því mjög að það stendur til að gera orkustefnu fyrir landið. Ég held að það sé mikilvægt að það tali saman við framtíðarframkvæmdir.“ Það verður því varla samið um nýja stóriðju á næstu árum. „Við getum mætt öllum okkar skuldbindingum með þessar virkjanir. En það er hins vegar mikil eftirspurn eftir orku, sem mun ekki verða hægt að mæta allri.“ Landsvirkjun hyggst þó halda áfram að undirbúa fleiri virkjanir og afla leyfa. -En þýðir þetta að þá yrði kannski tveggja, þriggja, fjögurra ára framkvæmdahlé? „Já, það gæti alveg orðið. Það hefur oft orðið áður í starfsemi Landsvirkjunar,“ svarar Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45