Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2018 13:04 Auður Ava tekur við verðlaununum í óperunni í Osló í gærkvöldi. Johannes Jansson/norden.org Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur segir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sem hún hlaut í gærkvöldi í Osló, eina stærstu viðurkenningu sem hún hefur fengið á ferlinum. Auður Ava fagnaði sigrinum fram á nótt í gær en stefnan er nú tekin heim til Íslands að kynna nýja skáldsögu sem kemur út í næstu viku. Íslendingar voru afar sigursælir á þingi Norðurlandaráðs í gær. Auður Ava hlaut bókmenntaverðlaun ráðsins fyrir skáldsögu sína Ör og þá hreppti Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar, kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Auður Ava var stödd á flugvellinum í Osló, að bíða eftir flugi heim, þegar blaðamaður náði tali af henni í dag. Hún er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. „Þetta er mikill heiður og miklu meira gert með þetta á Norðurlöndunum en heima. Þetta er skemmtilegt en að sama skapi erum við rithöfundar ekkert endilega sérstaklega sviðsvænir eða sjónvarpsvænir, og oftast þegar maður er tilnefndur er maður miklu vanari að fá ekki eitthvað og er bara heima í náttfötunum í sófanum.“Skáldkonu boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland Auður Ava er á mála hjá Benedikt bókaútgáfu, tiltölulega litlu og nýstofnuðu forlagi Guðrúnar Vilmundardóttur, og vill verðlaunahafinn koma á framfæri þakklæti til smærri forlaga sem taka sénsinn. „Maður er alltaf að reyna að hjálpa þeim sem eru að taka áhættu og gefa mann út, og aðra fagurbókahöfunda sem eru ekki endilega bestsellers. Það er miklu erfiðara en margir halda heima fyrir að komast inn á Norðurlandamarkaðinn, það er miklu meiri áhugi á íslenskum bókmenntum í Mið- og Suður-Evrópu.“Höfundarnir sem tilnefndir voru til bókmenntaverðlaunanna standa hér á sviðinu í óperunni í Osló.Johannes Jansson/norden.orgAuður Ava hlaut verðlaunin fyrir skáldsögu sína Ör sem var gefin út á Íslandi fyrir tveimur árum en er tiltölulega nýkomin út á öðrum Norðurlöndum. Í næstu viku kemur svo út ný skáldsaga Auðar Övu, Ungfrú Ísland, sem gerist árið 1963 og fjallar um unga skáldkonu sem boðið er að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Þegar heim er komið tekur því við kynningarferðalag vegna nýju bókarinnar. „Það sem tekur við er að ég er með nýja bók sem er að koma út í næstu viku, og sný mér að henni og mínu venjulega lífi heima. Ég ætla í ferðalag með þremur vinum mínum, rithöfundum, og við erum öll með bækur sem við ætlum að lesa upp úr í Norðvesturkjördæmi.“Verðlaunagripurinn of þungur í handfarangur Auður Ava segir aðspurð að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs séu stærstu verðlaun sem hún hefur hlotið á ferlinum. Hún segist jafnframt hafa náð að fagna fram á nótt í Osló í gær en nú stefnir íslenski hópurinn heim, hlaðinn verðlaunum. Sjálf hlaut Auður Ava peningaverðlaun, sem telja 350 þúsund danskar krónur eða um 6 milljónir íslenskra króna, og íburðarmikinn verðlaunagrip. „Já, ég ferðast nú alltaf létt, með næstum ekki neitt, þannig að ég lenti í smá vanda. Verðlaunagripurinn er svo þungur, örugglega hátt í tvö kíló, úr gleri og oddhvass, svo ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skilja hann eftir á hótelherberginu. En ég fékk að stinga honum í töskuna hjá öðrum sem var að fara heim.“ Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur segir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sem hún hlaut í gærkvöldi í Osló, eina stærstu viðurkenningu sem hún hefur fengið á ferlinum. Auður Ava fagnaði sigrinum fram á nótt í gær en stefnan er nú tekin heim til Íslands að kynna nýja skáldsögu sem kemur út í næstu viku. Íslendingar voru afar sigursælir á þingi Norðurlandaráðs í gær. Auður Ava hlaut bókmenntaverðlaun ráðsins fyrir skáldsögu sína Ör og þá hreppti Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar, kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Auður Ava var stödd á flugvellinum í Osló, að bíða eftir flugi heim, þegar blaðamaður náði tali af henni í dag. Hún er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. „Þetta er mikill heiður og miklu meira gert með þetta á Norðurlöndunum en heima. Þetta er skemmtilegt en að sama skapi erum við rithöfundar ekkert endilega sérstaklega sviðsvænir eða sjónvarpsvænir, og oftast þegar maður er tilnefndur er maður miklu vanari að fá ekki eitthvað og er bara heima í náttfötunum í sófanum.“Skáldkonu boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland Auður Ava er á mála hjá Benedikt bókaútgáfu, tiltölulega litlu og nýstofnuðu forlagi Guðrúnar Vilmundardóttur, og vill verðlaunahafinn koma á framfæri þakklæti til smærri forlaga sem taka sénsinn. „Maður er alltaf að reyna að hjálpa þeim sem eru að taka áhættu og gefa mann út, og aðra fagurbókahöfunda sem eru ekki endilega bestsellers. Það er miklu erfiðara en margir halda heima fyrir að komast inn á Norðurlandamarkaðinn, það er miklu meiri áhugi á íslenskum bókmenntum í Mið- og Suður-Evrópu.“Höfundarnir sem tilnefndir voru til bókmenntaverðlaunanna standa hér á sviðinu í óperunni í Osló.Johannes Jansson/norden.orgAuður Ava hlaut verðlaunin fyrir skáldsögu sína Ör sem var gefin út á Íslandi fyrir tveimur árum en er tiltölulega nýkomin út á öðrum Norðurlöndum. Í næstu viku kemur svo út ný skáldsaga Auðar Övu, Ungfrú Ísland, sem gerist árið 1963 og fjallar um unga skáldkonu sem boðið er að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Þegar heim er komið tekur því við kynningarferðalag vegna nýju bókarinnar. „Það sem tekur við er að ég er með nýja bók sem er að koma út í næstu viku, og sný mér að henni og mínu venjulega lífi heima. Ég ætla í ferðalag með þremur vinum mínum, rithöfundum, og við erum öll með bækur sem við ætlum að lesa upp úr í Norðvesturkjördæmi.“Verðlaunagripurinn of þungur í handfarangur Auður Ava segir aðspurð að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs séu stærstu verðlaun sem hún hefur hlotið á ferlinum. Hún segist jafnframt hafa náð að fagna fram á nótt í Osló í gær en nú stefnir íslenski hópurinn heim, hlaðinn verðlaunum. Sjálf hlaut Auður Ava peningaverðlaun, sem telja 350 þúsund danskar krónur eða um 6 milljónir íslenskra króna, og íburðarmikinn verðlaunagrip. „Já, ég ferðast nú alltaf létt, með næstum ekki neitt, þannig að ég lenti í smá vanda. Verðlaunagripurinn er svo þungur, örugglega hátt í tvö kíló, úr gleri og oddhvass, svo ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skilja hann eftir á hótelherberginu. En ég fékk að stinga honum í töskuna hjá öðrum sem var að fara heim.“
Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05
Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11