Karlmaður var í morgun handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás sem átti sér stað inni í íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Komið hafði til átaka milli tveggja karlmanna inni í íbúðinni þannig að annar þeirra hlaut skurð á höfði. Hann var fluttur á slysadeild LSH í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar.
Á níunda tímanum í morgun var svo tilkynnt um innbrot og þjófnað í skóla í Kópavogi.
Handtekinn vegna líkamsárásar í Vesturbænum
Kristín Ólafsdóttir skrifar
