River Phoenix: Hjartaknúsarinn sem ólst upp í sértrúarsöfnuði, flaug of hátt og hrapaði á Sunset Boulevard Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. október 2018 12:15 River Phoenix þótti einn besti ungi leikari í heimi áður en hann lést úr of stórum skammti á hrekkjavöku árið 1993. Getty/George Rose Hann var talinn einstaklega hæfileikaríkur, svo hæfileikaríkur að enn eru nánast allir ungir og upprennandi leikarar bornir saman við hann. Hann var umhverfis- og dýraverndunarsinni og líklega langt á undan sinni samtíð í þeim efnum. En River Phoenix átti líka erfiða æsku, var alinn upp í sértrúarsöfnuði, átti erfitt með sína eigin frægð og lést fyrir 25 árum síðan, þá 23 ára gamall og á hátindi ferils síns. Seint að kvöldi þann 30. október árið 1993 fór River ásamt kærustu sinni Samönthu Mathis og systkinum sínum Leaf (sem nú er þekktur sem Joaquin) og Rain, á Viper Room, klúbb í Los Angeles í eigu leikarans Johnny Depp. Mathis hélt að ætlunin væri að skutla yngri systkinum River en þegar þau komu á staðinn sagði hann að það væru einhverjir inni sem vildu að hann spilaði tónlist með þeim og spurði hvort það væri allt í lagi. Hún var ekki sátt, hún hélt að þau væru að fara beint heim til hennar. „Ég vissi að eitthvað var að þetta kvöld, eitthvað sem ég skildi ekki. Ég sá aldrei neinn taka nein eiturlyf en hann var það dópaður að mér fannst það óþægilegt. Þetta var mér ofviða,“ segir Mathis. En hún vildi vera áfram og hélt að þau yrðu ekki lengi. „Fjörutíu og fimm mínútum seinna var hann látinn.“ River ásamt móður sinni Arlyn sem ávallt var kölluð Heart Phoenix og litla bróður, Joaquin Phoenix.Getty/New York Daily News Vildi nota frægðina til að breyta heiminum River Phoenix gerði mikið úr því að forðast allar þær klisjur sem fylgja frægðarljóma Hollywood stjörnu en að lokum dó hann klisjukenndum dauðdaga á gangstéttinni á Sunset Boulevard, 23 ára gamall. „Við héldum að við gætum notað fjölmiðla til að breyta heiminum og að River væri okkar trúboði,“ sagði Heart Phoenix, móðir River, við minningarathöfnina hans. Phoenix var meinilla við frægð en taldi að hann gæti notað frægð sína til góðs og jafnvel til að breyta heiminum. Hann nýtti hvert tækifæri sem honum gafst í viðtölum til að tala um umhverfis- og dýravernd. Þó að margir hafi reynt, fyrr og síðar, að nýta frægð sína til að láta gott af sér leiða virtist River brenna heitar fyrir málefnunum en aðrir kollegar hans. River var raunar svo annt um umhverfið og dýr að hann hljóp eitt sinn grátandi út af veitingastað vegna þess að þáverandi kærasta hans, leikkonan og aðgerðasinninn Martha Plimpton hafði pantað sjávarrétt. „Ég drakk einu sinni Diet Coke og hann varð öskuillur við mig,“ sagði leikkonan Christine Lahti, sem lék móður River í myndinni Running on Empty. „Hann var svo ósveigjanlegur þegar kom að heilbrigðu og hreinu líferni.“ Hann var líka í hljómsveitinni Aleka‘s Attic, og allt í einu var töff að vera leikari með aukaverkefni. Það var næstum því eins og sköpunargáfa hans væri svo mikil að eitt listform væri ekki nóg fyrir hann. Þegar River var tilnefndur til óskarsverðlauna árið 1989, þá nítján ára, fyrir leik sinn í Running on Empty var hann spurður hvort það væri ekki auðvelt að flækjast í rugl í Hollywood. „Hmm nei, ekki fyrir mig að minnsta kosti,“ svaraði River eins og spurningin kæmi honum á óvart. Enda virtist hann aldrei heillaður af eigin frægð. En að þvermóðskast gegn velgengni getur verið tvíeggja sverð, rétt eins og að taka frægðinni opnum örmum. Jerry O'Connell, River Phoenix, Wil Wheaton og Corey Feldman við tökur á Stand By Me.Getty/Archive „Ég vildi að ég gæti farið einhvert þar sem enginn þekkir mig,“ segir River í hlutverki Chris Chambers í myndinni Stand By Me sem kom honum á kortið og bergmálaði þannig viðkvæmni og afstöðu hans, ungs manns sem var fyrst og fremst talinn ótrúlega hæfileikaríkur. Rob Reiner, leikstjóri Stand By Me, lýsti honum þannig sem ótrúlegum hæfileikamanni sem gæti spilað á hljóðfæri, væri skýr og klár og gæti í raun gert allt. En þrátt fyrir það þurfti Reiner að leiðbeina hinum 15 ára gamla River þegar hann þurfti að gráta í einu atriðanna. „Ég sagði honum að hugsa um atvik þar sem einhver fullorðinn sem væri honum mikilvægur hefði ollið honum vonbrigðum. Hann kinkaði kolli og fór afsíðis í nokkrar mínútur. Næsta takan, þar sem hann grætur, er sú sem er í myndinni. Hann sagði mér aldrei hvað það var sem hann hugsaði um, ég gerði ráð fyrir að það hefði verið annað foreldrið hans, en ég veit það ekki. Þegar ég horfi á myndina núna og hann hverfur í lokin þá er það bara reglulega sorglegt,“ sagði Reiner. Sagði Börn Guðs eyðileggja líf fólks Foreldrar River, þau John og Arlyn, voru hippar og breyttu eftirnafni sínu í Phoenix. Þau eignuðust fimm börn. River, Rain, Liberty, Summer og Joaquin. Þegar River var þriggja ára gamall gerðust foreldrar hans félagar í sértrúarsöfnuðinum Children of God. Um var að ræða kristileg samtök sem trúðu því meðal annars að kynlíf þar sem mörk fólks eru ekki virt væri ein leið til að tjá ást sína. Fjölskyldan flakkaði frá Venesúela til Mexíkó og Púertó Ríkó til að dreifa boðskap Barna Guðs. Í æsku var River sendur út á götu til að betla pening fyrir mat. Hann var einnig misnotaður kynferðislega þegar hann var fjögurra ára gamall og sagði seinna við móður sína að söfnuðurinn væri viðbjóðslegur og væri að eyðileggja líf fólks. Getty/Robin Platzer Fjölskyldufaðirinn John var svo virtur innan samtakanna að hann fékk titilinn Erkibiskup Venesúela en að lokum hætti fjölskyldan og flutti aftur til Bandaríkjanna. River fór þó aldrei í skóla, móðir hans hafði þess í stað samband við manneskjuna sem sá um hlutverkaval hjá Paramount og River hóf leiklistarferil sinn átta ára gamall og öll systkini hans fylgdu á eftir. Af drengjunum fjórum sem fóru með aðalhlutverk í myndinni Stand By Me voru aðeins tveir sem náðu að fullorðnast óskaddaðir, þeir Jerry O‘Connell og Wil Wheaton. River lést og Corey Feldman hefur rætt opinberlega um að hann hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og hefur í gegnum tíðina reynt að vekja athygli á barnaníðingshring sem hann segir að starfræktur sé í Hollywood. Reiner, sem leikstýrði drengjunum, telur það skipta höfuðmáli þegar börn er í skemmtanabransanum að þau hafi traust bakland og fjölskyldu. „Þegar ég sá Leonardo DiCaprio í This Boy‘s Life og What‘s Eating Glibert Grape þá hugsaði ég að hann væri fáránlega hæfileikaríkur en ef hann væri ekki með eitthvað fjölskyldubakland þá mun hann falla ofan í djúpu laugina.“ Hann segist hafa vakið máls á þessu við DiCaprio þegar þeir léku saman í myndinni Wolf of Wall Street. DiCaprio hafi þá sagt að þrátt fyrir að foreldrar hans hefðu skilið þá hefði samband hans við þau bæði alltaf verið traust, svo að bakland DiCaprio varð traust og hann þroskaðist úr barnastjörnu og varð óskarsverðlaunahafi og einn eftirsóttasti leikari Hollywood. Reiner segir þó að við tökur á Stand By Me hafi allt litið út fyrir að River ætti sterkt bakland, enda öll fjölskyldan viðstödd tökur. „En ég vissi að pabbi hans átti í vandræðum með áfengi eða eitthvað. Ég vissi að það væru vandamál þar.“ Það virtist rétt greining hjá Reiner. Fjölskyldan var náin en fjölskyldufaðirinn John var flókinn. Á fjölskyldumyndum má sjá að yngri bróðirinn Joaquin er nauð líkur honum á fullorðinsárum og River leit víst á föður sinn meira eins og bróður en föður. John var alkóhólisti og frá unga aldri leið River eins og hann þryfti að sjá fyrir fjölskyldunni. „River sagði við mig síðasta árið „ég verð bara að gera eina mynd í viðbót svo að ég eigi nógan pening til að senda yngstu systur mína í háskóla,““ segir Mathis. „Ég veit ekki hvort það var satt en ég man að hann talaði um þetta." Samantha Mathis og River Phoenix við tökur á The Thing Called Love.Getty/Donaldson Collection Fannst örlögin hafa leitt þau saman Samantha Mathis var 23 ára þegar hún horfði á þáverandi kærasta sinn deyja á gangstéttinni í Hollywood. Hún hefur aldrei viljað ræða River opinberlega, að hluta til vegna virðingar við ástvini hans en einnig vegna þess að dauði hans var henni svo mikið áfall að hún lokaði á margar minningar. Mathis ræddi á dögunum við blaðamann The Guardian. Hún sagðist hafa nýlega horft aftur á The Thing Called Love, myndina sem þau léku saman í og þá hafi rifjast upp fyrir henni hlutir sem hún hafði bælt niður í tvo og hálfan áratug. Þegar hún fékk símtal frá blaðamanni hafi henni liðið eins og alheimurinn vildi að hún ræddi um River. Þau kynntust þegar þau voru nítján ára þegar hann sníkti af henni sígarettu á næturklúbbi í Los Angeles. „Þetta hljómar ótrúlega klisjukennt en ég vissi að einn daginn yrðum við saman. Það var eins og örlögin hefðu leitt okkur saman, það voru svo miklir straumar á milli okkar.“ Þremur árum seinna léku þau á móti hvort öðru í The Thing Called Love og þau urðu ástfangin. Eftir að River lést töluðu margir vinir hans um að þessi hreini og beini ungi maður hefði hægt og rólega horfið í heim fíkniefna. Mathis segir líf hans síðasta árið hins vegar hafa verið einfalt og hamingjusamt. River umkringdi sig eldri mönnum sem voru einskonar stórir bræður fyrir dreng sem gat aldrei reitt sig á föður sinn. Dermot Mulroney var einn þeirra og Dan Aykroyd annar. Aykroyd hafði misst besta vin sinn, John Belushi, úr of stórum skammti um það bil tíu árum áður og hafði hvatt River til að halda sig frá fíkniefnum. Michael Stipe, söngvari R.E.M. var svo annar en þeir kynntust í gegnum systur Stipe. „Ég á tvær systur en River var eins og litli bróðir minn. Það eru tíu ár á milli okkar og mér leið bara eins og hann væri litli bróðir minn.“ Hjálpaði öllum en fékk enga hjálp Fjölskyldan flutti búferlum til Flórída þegar frægðarsólin fór að skína og vildi móðir Phoenix systkinanna með þeim vernda þau frá skuggahliðum Los Angeles. En River leit á það sem skyldu sína að bjarga fólki og hann fór að umgangast marga skapandi listamenn. Hann reyndi að hjálpa þeim að losna sig við heróínfíkn og reyndi að koma einum vina sinna í meðferð. „Þegar hann þurfti svo hjálp þá hjálpuðu þau honum ekki,“ segir Mathis. River var, að hún hélt, edrú á meðan þau voru saman. „En ég var mjög ung. Dagana áður en hann dó vissi ég samt að eitthvað var í gangi.“ River á viðburði þar sem listamenn mótmæltu notkun loðfelds.Getty/Robin Platzer Í bókinni Running with Monsters frá árinu 2013 segir Rob Forrest, vinur River, að hann hafi dagana á undan verið í mikilli neyslu með John Frusciante, gítarleikara Red Hot Chili Peppers. Kvöldið 30. október 1993 þegar Mathis áttaði sig á að River vildi vera áfram á the Viper Room fór hún á salernið. „Ég vissi að hann var dópaður, en heróínið sem drap hann kom til sögunnar inni á the Viper Room. Ég hef mínar hugmyndir um hvað var í gangi en ég sá ekkert.“ Þegar hún kom út af baðherbergi klúbbsins sá hún að River virtist hafa lent saman við annan mann og að dyravörður var að vísa þeim út um bakdyrnar. Þegar hún fór með þeim út á götu féll Phoenix í jörðina og fékk flogakast. Þetta var fyrir þann tíma sem ljósmyndarar slúðurpressunnar voru alls staðar alltaf þannig að blessunarlega tók enginn myndir. En það þýddi líka að það var enginn viðstaddur til að koma honum til bjargar. „Hvað hefurðu gert? Á hverju ertu?“ hrópaði Mathis á hinn manninn. „Láttu hann í friði, þú ert að eyðileggja vímuna hans,“ svaraði hann til. Neyðarlínusímtalið rataði strax í fjölmiðla Mathis reyndi hvað hún gat að komast aftur inn í klúbbinn til að ná í hjálp, en bakdyrnar voru læstar. Hún hljóp hringinn inn um aðalinnganginn, leitaði að systkinum Rivers og þau ruku út. Joaquin hringdi á neyðarlínuna og símtalið lak nær samstundis til fjölmiðla. „Hann er að fá flog! Komið hingað plís, plís, hann er að deyja, plís,“ sagði hinn 19 ára Joaquin. River var kominn í hjartastopp þegar aðstoð barst og hann var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús. Hann lést af of stórum skammti af kókaíni og heróíni, stuttu eftir miðnætti á hrekkjavöku árið 1993. Hann var ekki fyrsta stjarnan og ekki sú síðasta til að deyja úr of stórum skammti, en River er enn minnst fyrir einstaka hæfileika sína nú, 25 árum eftir að hann lést. Daginn eftir að River lést höfðu aðdáendur skilið eftir blóm og minningarorð við bakdyrnar á The Viper Room.Getty/Michael Ochs Mathis minnist River sem viðkvæms ungs manns sem haldinn var þráhyggju. Hann hafi gengið um með hjartað á erminni. „Hann var bara strákur, mjög góðhjartaður strákur sem var skemmdur og vissi ekki hvernig hann ætti að koma sínum góðu ætlunum í verk.“ River var yngri en James Dean þegar hann lést og var hann mörgum mikill harmdauði. Áður en hann lést leit allt út fyrir að hann yrði stærri stjarna en Tom Cruise og dauði hans skapaði pláss fyrir aðra unga leikara, þá helst Leonardo DiCaprio. DiCaprio hitti River kvöldið örlagaríka á Viper Room og telur Rob Reiner að það hafi virkað sem viðvörun fyrir DiCaprio sem féll aldrei í fíkniefnagildruna. DiCaprio tók við minnst tveimur hlutverkum sem River átti að leika, í The Basketball Diaries og Total Eclipse. „Hann var sá besti. Er. Var. Er sá besti af þeim ungu. Ég segi það núna, ég ætlaði að segja það áður en hann dó. Hann hafði eitthvað sem ég bara skildi ekki,“ sagði Brad Pitt stuttu eftir að River lést. Hefði River Phoenix lifað væri hann 48 ára í dag. Þessi grein er byggð á umfjöllun The Guardian, Vanity Fair og Washington Post. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Hann var talinn einstaklega hæfileikaríkur, svo hæfileikaríkur að enn eru nánast allir ungir og upprennandi leikarar bornir saman við hann. Hann var umhverfis- og dýraverndunarsinni og líklega langt á undan sinni samtíð í þeim efnum. En River Phoenix átti líka erfiða æsku, var alinn upp í sértrúarsöfnuði, átti erfitt með sína eigin frægð og lést fyrir 25 árum síðan, þá 23 ára gamall og á hátindi ferils síns. Seint að kvöldi þann 30. október árið 1993 fór River ásamt kærustu sinni Samönthu Mathis og systkinum sínum Leaf (sem nú er þekktur sem Joaquin) og Rain, á Viper Room, klúbb í Los Angeles í eigu leikarans Johnny Depp. Mathis hélt að ætlunin væri að skutla yngri systkinum River en þegar þau komu á staðinn sagði hann að það væru einhverjir inni sem vildu að hann spilaði tónlist með þeim og spurði hvort það væri allt í lagi. Hún var ekki sátt, hún hélt að þau væru að fara beint heim til hennar. „Ég vissi að eitthvað var að þetta kvöld, eitthvað sem ég skildi ekki. Ég sá aldrei neinn taka nein eiturlyf en hann var það dópaður að mér fannst það óþægilegt. Þetta var mér ofviða,“ segir Mathis. En hún vildi vera áfram og hélt að þau yrðu ekki lengi. „Fjörutíu og fimm mínútum seinna var hann látinn.“ River ásamt móður sinni Arlyn sem ávallt var kölluð Heart Phoenix og litla bróður, Joaquin Phoenix.Getty/New York Daily News Vildi nota frægðina til að breyta heiminum River Phoenix gerði mikið úr því að forðast allar þær klisjur sem fylgja frægðarljóma Hollywood stjörnu en að lokum dó hann klisjukenndum dauðdaga á gangstéttinni á Sunset Boulevard, 23 ára gamall. „Við héldum að við gætum notað fjölmiðla til að breyta heiminum og að River væri okkar trúboði,“ sagði Heart Phoenix, móðir River, við minningarathöfnina hans. Phoenix var meinilla við frægð en taldi að hann gæti notað frægð sína til góðs og jafnvel til að breyta heiminum. Hann nýtti hvert tækifæri sem honum gafst í viðtölum til að tala um umhverfis- og dýravernd. Þó að margir hafi reynt, fyrr og síðar, að nýta frægð sína til að láta gott af sér leiða virtist River brenna heitar fyrir málefnunum en aðrir kollegar hans. River var raunar svo annt um umhverfið og dýr að hann hljóp eitt sinn grátandi út af veitingastað vegna þess að þáverandi kærasta hans, leikkonan og aðgerðasinninn Martha Plimpton hafði pantað sjávarrétt. „Ég drakk einu sinni Diet Coke og hann varð öskuillur við mig,“ sagði leikkonan Christine Lahti, sem lék móður River í myndinni Running on Empty. „Hann var svo ósveigjanlegur þegar kom að heilbrigðu og hreinu líferni.“ Hann var líka í hljómsveitinni Aleka‘s Attic, og allt í einu var töff að vera leikari með aukaverkefni. Það var næstum því eins og sköpunargáfa hans væri svo mikil að eitt listform væri ekki nóg fyrir hann. Þegar River var tilnefndur til óskarsverðlauna árið 1989, þá nítján ára, fyrir leik sinn í Running on Empty var hann spurður hvort það væri ekki auðvelt að flækjast í rugl í Hollywood. „Hmm nei, ekki fyrir mig að minnsta kosti,“ svaraði River eins og spurningin kæmi honum á óvart. Enda virtist hann aldrei heillaður af eigin frægð. En að þvermóðskast gegn velgengni getur verið tvíeggja sverð, rétt eins og að taka frægðinni opnum örmum. Jerry O'Connell, River Phoenix, Wil Wheaton og Corey Feldman við tökur á Stand By Me.Getty/Archive „Ég vildi að ég gæti farið einhvert þar sem enginn þekkir mig,“ segir River í hlutverki Chris Chambers í myndinni Stand By Me sem kom honum á kortið og bergmálaði þannig viðkvæmni og afstöðu hans, ungs manns sem var fyrst og fremst talinn ótrúlega hæfileikaríkur. Rob Reiner, leikstjóri Stand By Me, lýsti honum þannig sem ótrúlegum hæfileikamanni sem gæti spilað á hljóðfæri, væri skýr og klár og gæti í raun gert allt. En þrátt fyrir það þurfti Reiner að leiðbeina hinum 15 ára gamla River þegar hann þurfti að gráta í einu atriðanna. „Ég sagði honum að hugsa um atvik þar sem einhver fullorðinn sem væri honum mikilvægur hefði ollið honum vonbrigðum. Hann kinkaði kolli og fór afsíðis í nokkrar mínútur. Næsta takan, þar sem hann grætur, er sú sem er í myndinni. Hann sagði mér aldrei hvað það var sem hann hugsaði um, ég gerði ráð fyrir að það hefði verið annað foreldrið hans, en ég veit það ekki. Þegar ég horfi á myndina núna og hann hverfur í lokin þá er það bara reglulega sorglegt,“ sagði Reiner. Sagði Börn Guðs eyðileggja líf fólks Foreldrar River, þau John og Arlyn, voru hippar og breyttu eftirnafni sínu í Phoenix. Þau eignuðust fimm börn. River, Rain, Liberty, Summer og Joaquin. Þegar River var þriggja ára gamall gerðust foreldrar hans félagar í sértrúarsöfnuðinum Children of God. Um var að ræða kristileg samtök sem trúðu því meðal annars að kynlíf þar sem mörk fólks eru ekki virt væri ein leið til að tjá ást sína. Fjölskyldan flakkaði frá Venesúela til Mexíkó og Púertó Ríkó til að dreifa boðskap Barna Guðs. Í æsku var River sendur út á götu til að betla pening fyrir mat. Hann var einnig misnotaður kynferðislega þegar hann var fjögurra ára gamall og sagði seinna við móður sína að söfnuðurinn væri viðbjóðslegur og væri að eyðileggja líf fólks. Getty/Robin Platzer Fjölskyldufaðirinn John var svo virtur innan samtakanna að hann fékk titilinn Erkibiskup Venesúela en að lokum hætti fjölskyldan og flutti aftur til Bandaríkjanna. River fór þó aldrei í skóla, móðir hans hafði þess í stað samband við manneskjuna sem sá um hlutverkaval hjá Paramount og River hóf leiklistarferil sinn átta ára gamall og öll systkini hans fylgdu á eftir. Af drengjunum fjórum sem fóru með aðalhlutverk í myndinni Stand By Me voru aðeins tveir sem náðu að fullorðnast óskaddaðir, þeir Jerry O‘Connell og Wil Wheaton. River lést og Corey Feldman hefur rætt opinberlega um að hann hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og hefur í gegnum tíðina reynt að vekja athygli á barnaníðingshring sem hann segir að starfræktur sé í Hollywood. Reiner, sem leikstýrði drengjunum, telur það skipta höfuðmáli þegar börn er í skemmtanabransanum að þau hafi traust bakland og fjölskyldu. „Þegar ég sá Leonardo DiCaprio í This Boy‘s Life og What‘s Eating Glibert Grape þá hugsaði ég að hann væri fáránlega hæfileikaríkur en ef hann væri ekki með eitthvað fjölskyldubakland þá mun hann falla ofan í djúpu laugina.“ Hann segist hafa vakið máls á þessu við DiCaprio þegar þeir léku saman í myndinni Wolf of Wall Street. DiCaprio hafi þá sagt að þrátt fyrir að foreldrar hans hefðu skilið þá hefði samband hans við þau bæði alltaf verið traust, svo að bakland DiCaprio varð traust og hann þroskaðist úr barnastjörnu og varð óskarsverðlaunahafi og einn eftirsóttasti leikari Hollywood. Reiner segir þó að við tökur á Stand By Me hafi allt litið út fyrir að River ætti sterkt bakland, enda öll fjölskyldan viðstödd tökur. „En ég vissi að pabbi hans átti í vandræðum með áfengi eða eitthvað. Ég vissi að það væru vandamál þar.“ Það virtist rétt greining hjá Reiner. Fjölskyldan var náin en fjölskyldufaðirinn John var flókinn. Á fjölskyldumyndum má sjá að yngri bróðirinn Joaquin er nauð líkur honum á fullorðinsárum og River leit víst á föður sinn meira eins og bróður en föður. John var alkóhólisti og frá unga aldri leið River eins og hann þryfti að sjá fyrir fjölskyldunni. „River sagði við mig síðasta árið „ég verð bara að gera eina mynd í viðbót svo að ég eigi nógan pening til að senda yngstu systur mína í háskóla,““ segir Mathis. „Ég veit ekki hvort það var satt en ég man að hann talaði um þetta." Samantha Mathis og River Phoenix við tökur á The Thing Called Love.Getty/Donaldson Collection Fannst örlögin hafa leitt þau saman Samantha Mathis var 23 ára þegar hún horfði á þáverandi kærasta sinn deyja á gangstéttinni í Hollywood. Hún hefur aldrei viljað ræða River opinberlega, að hluta til vegna virðingar við ástvini hans en einnig vegna þess að dauði hans var henni svo mikið áfall að hún lokaði á margar minningar. Mathis ræddi á dögunum við blaðamann The Guardian. Hún sagðist hafa nýlega horft aftur á The Thing Called Love, myndina sem þau léku saman í og þá hafi rifjast upp fyrir henni hlutir sem hún hafði bælt niður í tvo og hálfan áratug. Þegar hún fékk símtal frá blaðamanni hafi henni liðið eins og alheimurinn vildi að hún ræddi um River. Þau kynntust þegar þau voru nítján ára þegar hann sníkti af henni sígarettu á næturklúbbi í Los Angeles. „Þetta hljómar ótrúlega klisjukennt en ég vissi að einn daginn yrðum við saman. Það var eins og örlögin hefðu leitt okkur saman, það voru svo miklir straumar á milli okkar.“ Þremur árum seinna léku þau á móti hvort öðru í The Thing Called Love og þau urðu ástfangin. Eftir að River lést töluðu margir vinir hans um að þessi hreini og beini ungi maður hefði hægt og rólega horfið í heim fíkniefna. Mathis segir líf hans síðasta árið hins vegar hafa verið einfalt og hamingjusamt. River umkringdi sig eldri mönnum sem voru einskonar stórir bræður fyrir dreng sem gat aldrei reitt sig á föður sinn. Dermot Mulroney var einn þeirra og Dan Aykroyd annar. Aykroyd hafði misst besta vin sinn, John Belushi, úr of stórum skammti um það bil tíu árum áður og hafði hvatt River til að halda sig frá fíkniefnum. Michael Stipe, söngvari R.E.M. var svo annar en þeir kynntust í gegnum systur Stipe. „Ég á tvær systur en River var eins og litli bróðir minn. Það eru tíu ár á milli okkar og mér leið bara eins og hann væri litli bróðir minn.“ Hjálpaði öllum en fékk enga hjálp Fjölskyldan flutti búferlum til Flórída þegar frægðarsólin fór að skína og vildi móðir Phoenix systkinanna með þeim vernda þau frá skuggahliðum Los Angeles. En River leit á það sem skyldu sína að bjarga fólki og hann fór að umgangast marga skapandi listamenn. Hann reyndi að hjálpa þeim að losna sig við heróínfíkn og reyndi að koma einum vina sinna í meðferð. „Þegar hann þurfti svo hjálp þá hjálpuðu þau honum ekki,“ segir Mathis. River var, að hún hélt, edrú á meðan þau voru saman. „En ég var mjög ung. Dagana áður en hann dó vissi ég samt að eitthvað var í gangi.“ River á viðburði þar sem listamenn mótmæltu notkun loðfelds.Getty/Robin Platzer Í bókinni Running with Monsters frá árinu 2013 segir Rob Forrest, vinur River, að hann hafi dagana á undan verið í mikilli neyslu með John Frusciante, gítarleikara Red Hot Chili Peppers. Kvöldið 30. október 1993 þegar Mathis áttaði sig á að River vildi vera áfram á the Viper Room fór hún á salernið. „Ég vissi að hann var dópaður, en heróínið sem drap hann kom til sögunnar inni á the Viper Room. Ég hef mínar hugmyndir um hvað var í gangi en ég sá ekkert.“ Þegar hún kom út af baðherbergi klúbbsins sá hún að River virtist hafa lent saman við annan mann og að dyravörður var að vísa þeim út um bakdyrnar. Þegar hún fór með þeim út á götu féll Phoenix í jörðina og fékk flogakast. Þetta var fyrir þann tíma sem ljósmyndarar slúðurpressunnar voru alls staðar alltaf þannig að blessunarlega tók enginn myndir. En það þýddi líka að það var enginn viðstaddur til að koma honum til bjargar. „Hvað hefurðu gert? Á hverju ertu?“ hrópaði Mathis á hinn manninn. „Láttu hann í friði, þú ert að eyðileggja vímuna hans,“ svaraði hann til. Neyðarlínusímtalið rataði strax í fjölmiðla Mathis reyndi hvað hún gat að komast aftur inn í klúbbinn til að ná í hjálp, en bakdyrnar voru læstar. Hún hljóp hringinn inn um aðalinnganginn, leitaði að systkinum Rivers og þau ruku út. Joaquin hringdi á neyðarlínuna og símtalið lak nær samstundis til fjölmiðla. „Hann er að fá flog! Komið hingað plís, plís, hann er að deyja, plís,“ sagði hinn 19 ára Joaquin. River var kominn í hjartastopp þegar aðstoð barst og hann var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús. Hann lést af of stórum skammti af kókaíni og heróíni, stuttu eftir miðnætti á hrekkjavöku árið 1993. Hann var ekki fyrsta stjarnan og ekki sú síðasta til að deyja úr of stórum skammti, en River er enn minnst fyrir einstaka hæfileika sína nú, 25 árum eftir að hann lést. Daginn eftir að River lést höfðu aðdáendur skilið eftir blóm og minningarorð við bakdyrnar á The Viper Room.Getty/Michael Ochs Mathis minnist River sem viðkvæms ungs manns sem haldinn var þráhyggju. Hann hafi gengið um með hjartað á erminni. „Hann var bara strákur, mjög góðhjartaður strákur sem var skemmdur og vissi ekki hvernig hann ætti að koma sínum góðu ætlunum í verk.“ River var yngri en James Dean þegar hann lést og var hann mörgum mikill harmdauði. Áður en hann lést leit allt út fyrir að hann yrði stærri stjarna en Tom Cruise og dauði hans skapaði pláss fyrir aðra unga leikara, þá helst Leonardo DiCaprio. DiCaprio hitti River kvöldið örlagaríka á Viper Room og telur Rob Reiner að það hafi virkað sem viðvörun fyrir DiCaprio sem féll aldrei í fíkniefnagildruna. DiCaprio tók við minnst tveimur hlutverkum sem River átti að leika, í The Basketball Diaries og Total Eclipse. „Hann var sá besti. Er. Var. Er sá besti af þeim ungu. Ég segi það núna, ég ætlaði að segja það áður en hann dó. Hann hafði eitthvað sem ég bara skildi ekki,“ sagði Brad Pitt stuttu eftir að River lést. Hefði River Phoenix lifað væri hann 48 ára í dag. Þessi grein er byggð á umfjöllun The Guardian, Vanity Fair og Washington Post.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Sjá meira