Carles Puigdemont mætti fyrir þýska dómstóla í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. mars 2018 21:15 Carles Puigdemont í lögreglubíl fyrr í dag. Þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Vísir/Getty Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, mætti fyrir þýska dómstóla í dag eftir að hann var handtekinn um helgina. Ólíklegt er að dómstólar muni ákveða hvort hann verði framseldur til Spánar fyrir páska. Puigdemont var handtekinn á bensínstöð nærri Schleswig í norðurhluta Þýskalands um helgina. Hann er eftirlýstur af spænskum stjórnvöldum fyrir uppreisnartilburði og hlutverk sitt í sjálfstæðishreyfingu Katalóníu. Hann var á leiðinni frá Finnlandi þar sem hann var á fundi samtaka vina Katalóníu og var förinni heitið til Belgíu þar sem hann er í sjálfskipaðri útlegð. Der Spiegel greinir frá því að Spænsk stjórnvöld hafi útvegað Þýsku lögreglunni ítarleg gögn um ferðir Puigdemont. Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Puigdemont hefði verið handtekinn í Þýskalandi. Mótmælendurnir slösuðust í átökum við lögreglu og þá voru fjórir handteknir. Dómararnir taka sinn tíma Forsetinn fyrrverandi dvaldi næturlangt í Neumünster fangelsinu en hann kom fyrir dómara í dag þar sem formleg kennsl voru borinn á hann en þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Þýski lögspekingurinn Nikolaos Gazeas segir það ólíklegt að dómstólar klári málið fyrir Páska. „Í evrópskri handtökuskipun kemur fram að ákvörðun verði að liggja fyrir innan 60 daga. Í undantekningartilfellum, og það eru alltaf undantekningar, er hægt að víkka út þennan tímaramma. En við ættum ekki að gera ráð fyrir því að ákvörðun verði tekin í þessari eða næstu viku. Sérstaklega er ekki auðvelt að svara spurningunni um gagnkvæmt refsinæmi. Þess vegna held ég að dómararnir í Slésvík-Holtsetalandi muni taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að taka ákvörðun.“ Puigdemont á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist fyrir þau meintu brot sem hann er ákærður fyrir á Spáni, þar á meðal landráð. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissinna Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins. Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, mætti fyrir þýska dómstóla í dag eftir að hann var handtekinn um helgina. Ólíklegt er að dómstólar muni ákveða hvort hann verði framseldur til Spánar fyrir páska. Puigdemont var handtekinn á bensínstöð nærri Schleswig í norðurhluta Þýskalands um helgina. Hann er eftirlýstur af spænskum stjórnvöldum fyrir uppreisnartilburði og hlutverk sitt í sjálfstæðishreyfingu Katalóníu. Hann var á leiðinni frá Finnlandi þar sem hann var á fundi samtaka vina Katalóníu og var förinni heitið til Belgíu þar sem hann er í sjálfskipaðri útlegð. Der Spiegel greinir frá því að Spænsk stjórnvöld hafi útvegað Þýsku lögreglunni ítarleg gögn um ferðir Puigdemont. Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Puigdemont hefði verið handtekinn í Þýskalandi. Mótmælendurnir slösuðust í átökum við lögreglu og þá voru fjórir handteknir. Dómararnir taka sinn tíma Forsetinn fyrrverandi dvaldi næturlangt í Neumünster fangelsinu en hann kom fyrir dómara í dag þar sem formleg kennsl voru borinn á hann en þýsk stjórnvöld hafa allt að 60 daga til að ákveða hvort hann verður framseldur til Spánar. Þýski lögspekingurinn Nikolaos Gazeas segir það ólíklegt að dómstólar klári málið fyrir Páska. „Í evrópskri handtökuskipun kemur fram að ákvörðun verði að liggja fyrir innan 60 daga. Í undantekningartilfellum, og það eru alltaf undantekningar, er hægt að víkka út þennan tímaramma. En við ættum ekki að gera ráð fyrir því að ákvörðun verði tekin í þessari eða næstu viku. Sérstaklega er ekki auðvelt að svara spurningunni um gagnkvæmt refsinæmi. Þess vegna held ég að dómararnir í Slésvík-Holtsetalandi muni taka sér þann tíma sem þeir þurfa til að taka ákvörðun.“ Puigdemont á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsisvist fyrir þau meintu brot sem hann er ákærður fyrir á Spáni, þar á meðal landráð. Níu aðrir leiðtogar sjálfstæðissinna Katalóníu sitja í fangelsi. Fimm aðrir eru í útlegð. Á föstudaginn úrskurðaði Hæstiréttur Spánar að ákæra ætti 25 leiðtoga héraðsins fyrir landráð, fjárdrátt og að hlýða ekki skipunum ríkisins.
Tengdar fréttir Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52 Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Puigdemont er sagður hafa stungið af til Belgíu Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur fyrrum forseta heimastjórnar Katalóníu. Hann var staddur í Finnlandi þegar handtökuskipunin var gefin út en samkvæmt finnskum þingmanni er hann farinn úr landi. 24. mars 2018 18:07
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11
Þúsundir mótmæla handtöku Puigdemont Um er að ræða sjálfstæðissinna sem vilja sjálfstæði Katalóníu frá Spáni og heita þau því að handtaka Puigdemont, sem var forseti heimastjórnar héraðsins, muni ekki koma í veg fyrir frelsi héraðsins. 25. mars 2018 22:52
Tugir slösuðust í mótmælunum í Katalóníu Talið er að að minnsta kosti 89 manns hafi slasast í fjölmennum mótmælum í Katalóníu á Spáni í gær þar sem þúsundir mótmæltu því að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar héraðsins, hefði verið handtekinn í Þýskalandi. 26. mars 2018 09:04