Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki staðið undir væntingum margra stuðningsmanna Everton eftir að hann kom til félagsins fyrir metfé fyrir tímabilið. Þrátt fyrir það vill yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna halda Gylfa hjá félaginu.
Sagt er að Everton hafi borgað 40 milljónir punda fyrir það að fá Gylfa til sín með mögulegum viðbótargreiðslum upp á 5 milljónir punda og gerði það hann að dýrasta leikmanni félagsins.
Gylfi byrjaði með látum og skoraði glæsimark frá miðju í evrópuleik gegn Hajduk Split í lok ágúst. Þá fór að halla undir fæti og þegar allt gekk sem verst hjá Everton fyrir áramót og liðið var að berjast í neðri hluta deildarinnar fékk Gylfi Þór mikla gagnrýni á sig frá stuðningsmönnum félagsins.
Nú virðist hins vegar sem stuðningsmennirnir hafi tekið Gylfa í sátt, enda hefur hann verið einn af lykilmönnum liðsins síðustu vikur. Í könnun sem Liverpool Echo setti upp á heimasíðu sinni er spurt hvaða menn skuli selja og hverjum eigi að halda í sumar. Þar kusu 97,2 prósent þáttakenda að Everton ætti að halda Gylfa.
Aðeins einn maður er með betri kosningu en Gylfi, hægri bakvörðurinn Seamus Coleman, sem 98,6 prósent vilja áfram. Þá er aðeins 87 prósent sem vilja halda í fyrrum landsliðsfyrirliðann Wayne Rooney.
Gylfi næst dáðasti leikmaður Everton

Tengdar fréttir

Stuðningsmenn Everton hneykslast á því að Gylfi sé látinn spila út á kanti
Gylfi Þór Sigurðsson var ein besta tían í ensku úrvalsdeildinni þegar hann spilaði með Swansea undanfarin tímabil. Okkar maður raðaði inn mörkum og stoðsendingum enda að spila sína bestu stöðu.

Gylfi fær falleinkun
Gylfi Þór Sigurðsson fær falleinkun frá Daily Mail fyrir frammistöðu sína hjá Everton það sem af er tímabilinu.

Gylfi allt í öllu í sigri Everton
Gylfi Þór Sigurðsson átti einn sinn besta leik í búningi Everton í dag þegar hann skoraði mark og lagði annað upp í 3-1 sigri liðsins á Crystal Palace.

„Gylfi er búinn að vera frábær fyrir Everton“
Samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar er hrikalega ánægður með íslenska landsliðsmanninn.

Kaup Everton á Gylfa þau næstverstu á tímabilinu
Enska fótboltatímaritið FourFourTwo hefur fellt sinn dóm og íslenski landsliðsmaðurinn hjá Everton kemur ekki vel út.