Davíð segir „öfgafull viðbrögð“ stjórnar SÍF valda áhyggjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 08:49 Davíð Snær Jónsson, fyrrverandi formaður SÍF. mYND/Aðsend Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Davíð Snær Jónsson, sem í gær var vísað úr stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, vegna umdeildrar greinar sem birt var á Vísi í síðustu viku, segir viðbrögð stjórnarinnar „öfgafull“ og að þau valdi „eðlilega áhyggjum.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Davíð sendi á fjölmiðla nú í morgun en hann gegndi formennsku í SÍF þar til í gær. Þar segir Davíð að fimm stjórnarmenn SÍF hafi krafið hann um afsögn. Hann segir „upphlaup“ þeirra hafa komið sér mjög á óvart. Sjá einnig:Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði „Ég boðaði strax til stjórnarfundar eftir að mér varð ljóst að óánægju gætti um skrif mín innan stjórnarinnar, en ágreiningur er eðlilegur hluti af félagsstarfi og þá sérstaklega þegar þessi risavaxni málaflokkur er undir, menntakerfið. Af þeim fundi varð ekki og ákvað meirihluti stjórnar þess í stað að grípa til fyrrgreindra aðgerða og víkja mér úr formennsku. Þess skal getið að ekki var einhugur um þessa ákvörðun innan stjórnarinnar, að mér frátöldum,“ segir Davíð í yfirlýsingunni og heldur áfram: „Þessi öfgafullu viðbrögð stjórnarinnar valda eðlilega áhyggjum. Í félagasamtökum eru ákvarðanir sem þessar teknar á stjórnarfundum, en ekki í tölvupóstsamskiptum einstakra stjórnarmeðlima. Að virða ekki fundarsköp eða almennar vinnureglur sýnir vanhæfni stjórnarmanna til þess að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þá segir hann að frelsi til að gagnrýna sé einn af hornsteinum lýðræðisins og að umræða um menn og málefni sé merki heilbrigðs samfélags. „Mitt starf sem formaður hefur verið að tala fyrir betra menntakerfi. Ef menntakerfið er hafið yfir gagnrýni, má spyrja sig hvað sé gagnrýnisvert og hvað ekki. Skoðanafrelsi einstaklinga er brennt á teini ef þær skoðanir sem tjáðar eru, eru ekki réttar. Ég hef áhyggjur af Íslensku menntakerfi, þess vegna tjáði ég mig og myndi ekki hika við að gera það aftur í sömu stöðu,“ segir í yfirlýsingunni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23 Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12 SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. 19. júlí 2018 18:23
Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Fyrrverandi formaður segir pistilinn tala gegn stefnu sem formaðurinn sjálfur mótaði með sambandinu. 20. júlí 2018 11:12
SÍF vísar formanni úr stjórn vegna umdeildrar greinar Davíð Snær Jónsson er sagður hafa látið birta greinina í óþökk framkvæmdastjórnar sambandsins. 24. júlí 2018 18:12