Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 10:15 Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Tilraunir sem vísindamenn hafa gert með örverur benda til þess að ákveðnar tegundir þeirra gætu líklega lifað í neðanjarðarhafi undir yfirborði Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Aukaafurð lífveranna er metan en gasið hefur greinst í strókum á ístunglinu sem spúa vatni út í geiminn. Enkeladus hefur lengi verið talið einn mest spennandi hnötturinn í sólkerfinu frá því að Cassini-geimfarið sáluga kom auga á vatnsstróka sem gusu upp um sprungur í ísilögðu yfirborði þessa sjötta stærsta tungls Satúrnusar. Rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að haf fljótandi vatns er líklega að finna undir nokkurra kílómetra þykkri ísskorpu. Það opnaði möguleikann á að lífverur gætu leynst í vatninu sem nærðust á steinefnum frá jarðhitastrýtum eins og menn hafa fundið neðansjávar á jörðinni.Líktu eftir aðstæðum við strýtur á hafsbotni Enkeladusar Vísindamenn undir forystu Ruth-Sophie Taubner frá Háskólanum í Vín gerðu nýlega tilraunir með þrjár tegundir fornbaktería sem mynda metan, að því er segir í frétt Space.com. Fornbakteríur eru frumstæðar örverur án kjarna eða annarrar innri byggingar. Talið er að rekja megi ættir bakteríanna allt aftur til fyrstu örveranna á jörðinni. Líktu vísindamennirnir eftir aðstæðum við jarðhitastrýtur á hafsbotni Enkeladusar og komust að því að ein tegund bakteríanna gæti mögulega þrifist þar. Bakterían M. Okinawensis óx og dafnaði og myndaði metan í tilraununum. Cassini-geimfarið greindi metan í strókunum sem stíga upp frá yfirborði Enkeladusar.Cassini-geimfarið náði mikilfenglegum myndum af ístunglinu Enkeladusi á þeim tólf árum sem það hringsólaði um Satúrnuskerfið. Leiðangrinum lauk í fyrra.NASA/JPL/Space Science InstituteÞá gerðu vísindamennirnir tilraunir með verkanir bergs og vatns sem eiga sér líklega stað inni í ístunglinu. Þeir telja líklegt að vetni myndist í miklu magni sem gæti fóðrað örverur. „Þannig að eitthvað af metaninu sem greindist á Enkeladusi gæti í kenningunni átt sér líffræðilegan uppruna,“ segir Simon Rittmann, einn höfunda rannsóknarinnar frá Vínarháskóla.Ekki endilega frá lífrænum uppsprettumMetan getur hins vegar einnig orðið til við efnahvörf bergs og vatns og vísindamennirnir fullyrða ekkert um að metanið á Enkeladusi komi frá lífverum. Niðurstöðurnar eru hins vegar enn ein rannsóknin sem gefur mönnum von um að líf gæti mögulega þrifist á hnettinum. Enkeladus er ekki eini hnötturinn í sólkerfinu sem talinn er geyma neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Evrópa, eitt Galíleotungla Júpíters, hefur lengi vakið forvitni vísindamanna af þessum ástæðum. Þá kom Voyager 2-geimfarið auga á svipaða stróka frá Trítoni, tungli Neptúnusar, og sést hafa á Enkeladusi. Það hefur gefið vísindamönnum tilefni til að ætla að neðanjarðarhaf gæti einnig verið að finna þar. Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Tilraunir sem vísindamenn hafa gert með örverur benda til þess að ákveðnar tegundir þeirra gætu líklega lifað í neðanjarðarhafi undir yfirborði Enkeladusar, tungls Satúrnusar. Aukaafurð lífveranna er metan en gasið hefur greinst í strókum á ístunglinu sem spúa vatni út í geiminn. Enkeladus hefur lengi verið talið einn mest spennandi hnötturinn í sólkerfinu frá því að Cassini-geimfarið sáluga kom auga á vatnsstróka sem gusu upp um sprungur í ísilögðu yfirborði þessa sjötta stærsta tungls Satúrnusar. Rannsóknir hafa síðan leitt í ljós að haf fljótandi vatns er líklega að finna undir nokkurra kílómetra þykkri ísskorpu. Það opnaði möguleikann á að lífverur gætu leynst í vatninu sem nærðust á steinefnum frá jarðhitastrýtum eins og menn hafa fundið neðansjávar á jörðinni.Líktu eftir aðstæðum við strýtur á hafsbotni Enkeladusar Vísindamenn undir forystu Ruth-Sophie Taubner frá Háskólanum í Vín gerðu nýlega tilraunir með þrjár tegundir fornbaktería sem mynda metan, að því er segir í frétt Space.com. Fornbakteríur eru frumstæðar örverur án kjarna eða annarrar innri byggingar. Talið er að rekja megi ættir bakteríanna allt aftur til fyrstu örveranna á jörðinni. Líktu vísindamennirnir eftir aðstæðum við jarðhitastrýtur á hafsbotni Enkeladusar og komust að því að ein tegund bakteríanna gæti mögulega þrifist þar. Bakterían M. Okinawensis óx og dafnaði og myndaði metan í tilraununum. Cassini-geimfarið greindi metan í strókunum sem stíga upp frá yfirborði Enkeladusar.Cassini-geimfarið náði mikilfenglegum myndum af ístunglinu Enkeladusi á þeim tólf árum sem það hringsólaði um Satúrnuskerfið. Leiðangrinum lauk í fyrra.NASA/JPL/Space Science InstituteÞá gerðu vísindamennirnir tilraunir með verkanir bergs og vatns sem eiga sér líklega stað inni í ístunglinu. Þeir telja líklegt að vetni myndist í miklu magni sem gæti fóðrað örverur. „Þannig að eitthvað af metaninu sem greindist á Enkeladusi gæti í kenningunni átt sér líffræðilegan uppruna,“ segir Simon Rittmann, einn höfunda rannsóknarinnar frá Vínarháskóla.Ekki endilega frá lífrænum uppsprettumMetan getur hins vegar einnig orðið til við efnahvörf bergs og vatns og vísindamennirnir fullyrða ekkert um að metanið á Enkeladusi komi frá lífverum. Niðurstöðurnar eru hins vegar enn ein rannsóknin sem gefur mönnum von um að líf gæti mögulega þrifist á hnettinum. Enkeladus er ekki eini hnötturinn í sólkerfinu sem talinn er geyma neðanjarðarhaf fljótandi vatns. Evrópa, eitt Galíleotungla Júpíters, hefur lengi vakið forvitni vísindamanna af þessum ástæðum. Þá kom Voyager 2-geimfarið auga á svipaða stróka frá Trítoni, tungli Neptúnusar, og sést hafa á Enkeladusi. Það hefur gefið vísindamönnum tilefni til að ætla að neðanjarðarhaf gæti einnig verið að finna þar.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52 Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30
Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00
Satúrnus í návígi Risavaxnir fellibylur eru á meðal þess sem Cassini festi á filmu í návígi þegar geimfarið dýfði sér á milli hringja Satúrnusar og lofthjúps reikistjörnunnar. 30. apríl 2017 11:52
Kveðjukoss Cassini Geimfarið Cassini hefur tekið sína síðustu dýfu milli hringa Satúrnusar. Næsta ferð þangað verður farin í leit að framandi lífi. 16. september 2017 06:00