Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 1. mars 2018 03:15 Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. Maðurinn sem leitað var að í íshelli á Blágnípujökli fannst látinn á tólfta tímanum í gærkvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn íslenskur og á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann íslenskur leiðsögumaður sem var í skipulagðri ferð á Hofsjökli í gær og fór þá ofan í íshellinn. Samferðafólk hans hafði samband við neyðarlínuna þegar maðurinn skilaði sér ekki aftur upp úr hellinum. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að samferðafólk mannsins hafi verið flutt í skála á Kerlingafjöllum og verði flutt þaðan áfram til byggða. Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshellinum á Hofsjökli í gær og sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í gærkvöldi að þetta væri ein stærsta aðgerð sem farið hafi verið í hér á landi síðustu ár. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar og skyggni var slæmt svo þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lenda í Kerlingarfjöllum og þaðan voru björgunarsveitarmenn og reykkafarar fluttir á snjósleðum að hellinum. Veður hamlaði flugi frá svæðinu en á þriðja tímanum í nótt gátu flugmenn Landhelgisgæslunnar flogið af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðrir sem að verkefninu komu séu á leið til byggða, en að sú ferð gæti tekið nokkurn tíma. Áhersla lögð á öryggi björgunarmanna Fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang í kringum klukkan níu í gærkvöld en útkallið barst klukkan 18. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitarmenn sem voru á leið á staðinn kallaðar til baka. Áður en viðbragðsaðilar fóru á vettvang var vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis væri hár í hellinum. Því var lagt mikið upp úr því að björgunaraðgerðir væru hraðar og að öryggi björgunarmanna væri tryggt. Á vettvangi voru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Í tilkynningu sinni þakkar lögreglan öllum björgunaraðilum kærlega fyrir veitta aðstoð. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Maðurinn sem leitað var að í íshelli á Blágnípujökli fannst látinn á tólfta tímanum í gærkvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn íslenskur og á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann íslenskur leiðsögumaður sem var í skipulagðri ferð á Hofsjökli í gær og fór þá ofan í íshellinn. Samferðafólk hans hafði samband við neyðarlínuna þegar maðurinn skilaði sér ekki aftur upp úr hellinum. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að samferðafólk mannsins hafi verið flutt í skála á Kerlingafjöllum og verði flutt þaðan áfram til byggða. Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshellinum á Hofsjökli í gær og sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í gærkvöldi að þetta væri ein stærsta aðgerð sem farið hafi verið í hér á landi síðustu ár. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar og skyggni var slæmt svo þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lenda í Kerlingarfjöllum og þaðan voru björgunarsveitarmenn og reykkafarar fluttir á snjósleðum að hellinum. Veður hamlaði flugi frá svæðinu en á þriðja tímanum í nótt gátu flugmenn Landhelgisgæslunnar flogið af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðrir sem að verkefninu komu séu á leið til byggða, en að sú ferð gæti tekið nokkurn tíma. Áhersla lögð á öryggi björgunarmanna Fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang í kringum klukkan níu í gærkvöld en útkallið barst klukkan 18. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitarmenn sem voru á leið á staðinn kallaðar til baka. Áður en viðbragðsaðilar fóru á vettvang var vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis væri hár í hellinum. Því var lagt mikið upp úr því að björgunaraðgerðir væru hraðar og að öryggi björgunarmanna væri tryggt. Á vettvangi voru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Í tilkynningu sinni þakkar lögreglan öllum björgunaraðilum kærlega fyrir veitta aðstoð.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09