Námu fyrsta stjörnuljósið í alheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 1. mars 2018 16:30 Teikning listamanns af því hvernig fyrstu stjörnur alheimsins gætu hafa litið út. Þær voru tröllvaxnir og glóandi hnettir vetnis og helíums sem brunnu skært og hratt. Vísir/AFP Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til. Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Hópur vísindamanna segir að honum hafi tekist að nema merki um fyrstu stjörnurnar sem mynduðust í alheiminum. Uppgötvunin gæti gefið vísindamönnum vísbendingar um hulduefni en raunverulegt eðli þess er einn stærsti leyndardómur heimsfræðinnar. Geislunin sem vísindamennirnir mældu með litlum útvarpssjónauka í óbyggðum Ástralíu er óbeint merki um virkni þessarar fyrstu kynslóðar stjarna þegar alheimurinn var líklega aðeins um 180 milljón ára gamall, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Áður en fyrstu stjörnurnar kviknuðu til lífsins var alheimurinn myrkur og fullur af lausm vetnisatómum. Þyngdarkrafturinn þjappaði vetninu saman í fyrstu stjörnurnar sem stjarneðlisfræðingar telja að hafi verið risavaxnar. Þessar stjörnur brunnu út hratt en inn í þeim mynduðust þyngri frumefni sem losnuðu út í geiminn í sprengistjörnum og urðu efniviður í fleiri stjörnur og hnetti. Vísindamenn hafa ekki getað fundið bein merki um þessar fyrstu stjörnur. Það sem vísindamennirnir fundu nú voru leifar áhrifa stjarnanna á vetnisgasið sem umlukti þær. Útfjólubláir geislar stjarnanna örvuðu vetnið þannig að það drakk í sig bakgrunnsgeislun á ákveðinni útvarpstíðni. Þessa tíðni, sem síðan hefur teygst á með útþenslu alheimsins, fundu vísindamennirnir í aragrúa geislunar á næturhimninum. Vísindamennirnir eyddu tveimur árum í að reyna að útiloka aðrar mögulega uppsprettur geislunarinnar sem þeir greindu. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Nature.Hugsanlega vísbending um að verkun við hulduefni sé möguleg Á óvart kom hversu sterkt merkið reyndist. Það er sagt benda til þess að vetnisgasið hafi verið töluvert kaldara en talið hefur verið fram að þessu. Ein kenningin um ástæðu þess er að vetnisfrumeindirnar hafi haft beina verkun við hulduefni. Vísindamenn hafa ekki fundið nein merki um að hulduefni verki á hefðbundið efni. Þeir hafa aðeins getið sér til um tilvist þess vegna þyngdaráhrifa þess á vetrarbrautarþyrpingar. Uppgötvunin nú gæti því þýtt að verkun af þessu tagi sé möguleg. Það gæti hleypt nýju lífi í tilraunir vísindamanna til þess að greina hulduefniseindir í fyrsta skipti. Hún hefur þó enn ekki verið staðfest af öðrum vísindamönnum. Washington Post segir að verði uppgötvunin staðfest hjálpi það vísindamönnum að skilja hvernig stjörnurnar, svarthol og öll önnur fyrirbæri í alheiminum urðu til.
Vísindi Tengdar fréttir Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Alheimurinn er ekki allur þar sem hann er séður Forstjóri Max Planck-stofnunarinnar í stjarneðlisfræði vonast til að vísindamönnum takist að finna hulduefni á næstu áratugum. 13. nóvember 2017 09:15