Ingvar var nafngreindur í frétt DV í dag og segir þar að hann sé einnig ritari Björgunarsveitar Biskupstungna og slökkviliðsmaður Brunavarna Árnessýslu. Slökkt er á síma hans.
Þvingaði lögregluþjóna út fyrir veg
Þegar lögregluþjónar voru á leið til heimilis Ingvars mættu þeir honum á bíl og þegar þeir reyndu að fara fram úr honum þvingaði hann lögregluþjónana út fyrir veg.„Í ljósi ástands mannsins, aksturslags og þeirrar almennu umferðar sem þarna á leið um var ákveðið að beita lögreglubifreið til að stöðva akstur mannsins. Það var gert á Þjórsárdalsvegi en við það valt bifreið hans,“ segir í tilkynningu lögreglunnar frá því í gær.
Hann var svo fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, með meðvitund og meiðsl hans voru ekki talin alvarleg.
Munu segja sig frá rannsókn
Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið fengin til að aðstoða við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi mun rannsaka það tjón sem hlaust af fyrrnefndum berserksgang með gröfuna. Hún mun hins vegar segja sig frá rannsókn á eftirförinni sem endaði utan vegar, þar sem lögreglumenn voru í raun gerendur í því að koma bílnum út af. Að öðru leyti verst lögreglan allra fregna af málinu.Í frétt DV kemur fram að frambjóðendur Nýs afls ætli sér að funda um málið í kvöld.