Srílankska þingið greiddi á miðvikudag atkvæði með traustsyfirlýsingu á Wickremesinghe.
Síðan Wickremesinghe var settur af hefur verið stjórnarkreppa í landinu. Maithripala Sirisena, forseti landsins setti forsætisráðherrann af og í staðinn kom fyrrverandi forseti landsins og bandamaður Sirisena, Mahinda Rajapaksa.
Rajapaksa hafði ekki stuðning meirihluta þingsins og sagði af sér í gær. Fjölmiðlar voru ekki leyfðir þegar Wickremesinghe sór embættiseið í morgun en þingmaðurinn Harsha de Silva birti mynd á Twitter.
@RW_UNP sworn is as PM of #SriLanka by President @MaithripalaS just now pic.twitter.com/ucNd0f1Zny
— Harsha de Silva (@HarshadeSilvaMP) December 16, 2018