Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 18:59 Sett hefur verið saman aðgerðaráætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Vísir/Hanna Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun
Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30