Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 18:59 Sett hefur verið saman aðgerðaráætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Vísir/Hanna Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur leiðir í ljós að mistök hafi átt sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um meintan kynferðisbrotamann árið 2008. Sett hefur verið saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla á að auknu öryggi barna. Starfsmaður skammtímaheimilis að Hraunbergi er grunaður um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi frá árinu 2000 til 2010. Upp komst um málið í janúar síðastliðnum en maðurinn hafði starfað með börnum árum saman. Þá var kæra lögð fram gegn manninum í ágúst en hann ekki handtekinn fyrr en í janúar. Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. Mistökin hafi átt sér stað hjá viðtakendum símtala og barst tilkynning um meint kynferðisbrot stuðningsfulltrúans aldrei til Barnaverndar. Í niðurstöðum skýrslunnar segir þó að verkferlar hjá Barnavernd og velferðarsviði Reykjavíkurborgar, um tilkynningar og ábendingar vegna barnaverndarmála, séu í samræmi við lög. Þá kemur einnig fram að símaver þjónustuvers Reykjavíkurborgar hafi tekið við símsvörun fyrir Barnavernd við flutninga í júní 2008. Einhverjir hnökrar virðast hafa verið á símsvöruninni vegna þessara breytinga, að sögn framkvæmdastjóra Barnaverndar, en árið 2009 var ákveðið að setja símavakt á skrifstofu Barnaverndar. Velferðarsvið tekur undir niðurstöður innri endurskoðunar borgarinnar og hefur sett saman aðgerðaáætlun í tíu liðum sem stuðla mun að auknu öryggi barna og bæta ráðningaferli innan sviðsins og Barnaverndar. Sérstakur verkefnisstjóri verður ráðinn til að hafa umsjón með innleiðingu þeirra verkefna sem ráðast þarf í. Á fundi velferðarráðs í dag var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að vísa til borgarráðs tillögu um aukafjárveitingu upp á 39,3 milljónir kr. vegna aðgerðaáætlunarinnar fyrir árið 2018 eða 51,5 milljónir kr. á ársgrundvelli. Í aðgerðaáætluninni eru eftirfarandi aðgerðir lagðar fram: 1. Ráðningarferli styrkt með víðtækari öflun sakavottorða 2. Rafrænn ábendingahnappur á vef borgarinnar 3. Aukið öryggi barna með eflingu næturvakta í sólarhringsúrræðum 4. Sérhæfð fræðsla til stjórnvalda 5. Skimun fyrir ofbeldi 6. Efling mannauðsþjónustu velferðarsviðs 7. Úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs 8. Kröfulýsingar fyrir sólarhringsúrræði Barnaverndar 9. Áhættugreining samkvæmt ráðgjöf frá Innri endurskoðun 10. Ráðning á sérstökum verkefnastjóra til að innleiða aðgerðaáætlun
Tengdar fréttir Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35 Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00 Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni. Hann hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 18. febrúar 2018 19:35
Símtal um barnaníðing náði ekki til yfirmanns Barnaverndarnefnd Reykjavíkur segir verkferla í skoðun vegna máls starfsmanns sem grunaður er um barnaníð. Kannað sé hvað varð um nafnlausa ábendingu um manninn sem einstaklingur fullyrði að hafa gefið í símtali 2008. 22. febrúar 2018 06:00
Ekki settur strax í leyfi frá störfum vegna kæru um kynferðisbrot gegn barni Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar var færður til í starfi áður en hann var settur í leyfi vegna kæru til lögreglu. Hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. 19. febrúar 2018 13:30