Nýherji og dótturfélögin sameinast undir nafninu Origo Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 19:12 Tilkynnt var um samruna Nýherja og dótturfélaganna í október síðastliðnum. Origo Nýherji og dótturfélögin Applicon og TM Software hafa sameinast undir nafninu Origo. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilkynnt var um samrunann í október síðastliðnum en þá kom fram að Nýherji myndi sameinast dótturfélögum sínum á nýju ári. „Þó að okkur hafi gengið vel með rekstur í aðskildum félögum teljum við mikla möguleika felast í sameiningu; með því að stilla upp heildstæðara lausnaframboði fyrir viðskiptavini, með markvissu markaðs- og sölustarfi, einfaldara skipulagi og auknu hagræði í rekstri,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo.Nýtt merki Origo.OrigoHann segir að markmiðið sé að búa til alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. „Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina í upplýsingatækni, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir, hvort sem þær eru okkar eigin eða frá öflugum samstarfsaðilum. Við höfum metnað fyrir því að viðskiptavinir okkar upplifi ekki eingöngu aukna breidd í starfsemi okkar, heldur einnig meira frumkvæði, nýsköpun og snerpu í þjónustunni, sem er nauðsynleg til að bregðast við þörfum atvinnulífsins í dag,“ segir Finnur. Í tilkynningu frá Origo kemur enn fremur fram að markmiðið með sameiningunni sé að nýta styrkleika fyrirtækjanna þriggja til þess að skapa heildstætt framboð lausna í upplýsingatækni og efla þjónustu við viðskiptavini enn frekar. Þá mun lausnaframboð Origo ná til flestra sviða upplýsingatækni, svo sem hýsingar- og rekstrarþjónustu, eigin hugbúnaðarþróunar og -lausna frá samstarfsaðilum, viðskiptalausna og innviða upplýsingakerfa. Auk þess mun Origo selja búnað og lausnir til fyrirtækja og einstaklinga frá mörgum af fremstu framleiðendum heims. Samruni Nýherja, Applicon og TM Software tók formlega gildi 1. janúar 2018, segir í tilkynningu. Hjá Origo starfa 440 manns, langflestir í Reykjavík en einnig á Akureyri, Egilsstöðum, Neskaupstað og Ísafirði. Viðskipti Tengdar fréttir Tekjusamdráttur Nýherja mikil vonbrigði Tekjur upplýsingatæknifyrirtækisins Nýherja á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans hafði búist við og ollu vonbrigðum. 23. ágúst 2017 09:45 Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Nýherja Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. 31. maí 2017 08:30 Heildarhagnaður Nýherja 266 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Á næsta ári Nýherji sameinast dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon. Forstjóri Nýherja segir sameininguna vera þátt í eflingu rekstrar. 25. október 2017 18:50 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Nýherji og dótturfélögin Applicon og TM Software hafa sameinast undir nafninu Origo. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilkynnt var um samrunann í október síðastliðnum en þá kom fram að Nýherji myndi sameinast dótturfélögum sínum á nýju ári. „Þó að okkur hafi gengið vel með rekstur í aðskildum félögum teljum við mikla möguleika felast í sameiningu; með því að stilla upp heildstæðara lausnaframboði fyrir viðskiptavini, með markvissu markaðs- og sölustarfi, einfaldara skipulagi og auknu hagræði í rekstri,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Origo.Nýtt merki Origo.OrigoHann segir að markmiðið sé að búa til alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. „Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina í upplýsingatækni, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir, hvort sem þær eru okkar eigin eða frá öflugum samstarfsaðilum. Við höfum metnað fyrir því að viðskiptavinir okkar upplifi ekki eingöngu aukna breidd í starfsemi okkar, heldur einnig meira frumkvæði, nýsköpun og snerpu í þjónustunni, sem er nauðsynleg til að bregðast við þörfum atvinnulífsins í dag,“ segir Finnur. Í tilkynningu frá Origo kemur enn fremur fram að markmiðið með sameiningunni sé að nýta styrkleika fyrirtækjanna þriggja til þess að skapa heildstætt framboð lausna í upplýsingatækni og efla þjónustu við viðskiptavini enn frekar. Þá mun lausnaframboð Origo ná til flestra sviða upplýsingatækni, svo sem hýsingar- og rekstrarþjónustu, eigin hugbúnaðarþróunar og -lausna frá samstarfsaðilum, viðskiptalausna og innviða upplýsingakerfa. Auk þess mun Origo selja búnað og lausnir til fyrirtækja og einstaklinga frá mörgum af fremstu framleiðendum heims. Samruni Nýherja, Applicon og TM Software tók formlega gildi 1. janúar 2018, segir í tilkynningu. Hjá Origo starfa 440 manns, langflestir í Reykjavík en einnig á Akureyri, Egilsstöðum, Neskaupstað og Ísafirði.
Viðskipti Tengdar fréttir Tekjusamdráttur Nýherja mikil vonbrigði Tekjur upplýsingatæknifyrirtækisins Nýherja á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans hafði búist við og ollu vonbrigðum. 23. ágúst 2017 09:45 Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Nýherja Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. 31. maí 2017 08:30 Heildarhagnaður Nýherja 266 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Á næsta ári Nýherji sameinast dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon. Forstjóri Nýherja segir sameininguna vera þátt í eflingu rekstrar. 25. október 2017 18:50 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Tekjusamdráttur Nýherja mikil vonbrigði Tekjur upplýsingatæknifyrirtækisins Nýherja á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans hafði búist við og ollu vonbrigðum. 23. ágúst 2017 09:45
Bandarískur sjóður í hóp stærstu hluthafa Nýherja Fjárfestingarsjóður á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Wellington Management er kominn í hóp stærstu hluthafa Nýherja með tæplega 1,8 prósenta hlut. 31. maí 2017 08:30
Heildarhagnaður Nýherja 266 milljónir fyrstu níu mánuði ársins Á næsta ári Nýherji sameinast dótturfélögum sínum, TM Software og Applicon. Forstjóri Nýherja segir sameininguna vera þátt í eflingu rekstrar. 25. október 2017 18:50