Innlent

Elsti lögreglubíllinn 17 ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reynt er að endurnýja flota lögreglubíla á Íslandi.
Reynt er að endurnýja flota lögreglubíla á Íslandi. Vísir/ernir
Elsti lögreglubíllinn sem er í notkun hér á landi er frá aldamótum, en átak stendur yfir til að reyna að endurnýja lögreglubílaflotann.

„Við erum að reyna að lækka meðalaldurinn og erum að taka úr umferð elstu bílana. Samfara því hafa lögreglustjórar verið að hagræða hjá sér og nýta bílana betur,“ segir Agnar Hannesson hjá Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Auk bílanna sem sinna löggæsluverkefnum eru teknir bílaleigubílar í snatt. Agnar telur að á milli 70-75 prósent bíla lögreglunnar séu á höfuðborgarsvæðinu.

„Við keyptum 17 ökutæki árið 2017 og þetta eru 17 til 20 ökutæki sem við erum að reyna að kaupa í ár,“ segir Agnar. Hann segir að fjöldi bíla í landinu sé yfirleitt á milli 130 til 135, en sé um þessar mundir 130. „Nú erum við að bæta við stöð á Seyðisfirði og þá þurfum við að bæta við. Á þessu ári gerum við því ráð fyrir einhverri smá aukningu

Elstu bílarnir eru frá árinu 2000. „Þeir eru í umferð en eru lítið notaðir,“ segir Agnar og nefnir að í Vestmannaeyjum sé einn slíkur. Það er sendibíll. „Við erum að skoða núna í ár hvernig við endurnýjum hann og fáum okkur hagstæðari bíl.“

Bílar lögregluembættanna eru mun minna notaðir núna en fyrir 10 árum. Á síðasta ári voru bílarnir eknir samtals 3,5 milljónir kílómetra. Árið 2008 nam notkunin 5,1 milljón kílómetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×