Lögmaður Trump sagður hafa greitt klámmyndaleikkonu fyrir þögn Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2018 21:26 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, greiddi fyrrverandi klámmyndastjörnu 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja málið. Hvíta húsið og lögmaðurinn Michael Cohen þvertaka fyrir að þetta sé satt. WSJ segir leikkonuna sem heitir Stephanie Clifford hafa sagt fólki frá því að hún hafi haft mök við Trump eftir golfmót við Tahoevatn sumarið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Fregnir af meintu framhjáhaldi Trump voru einnig á kreiki á árum áður og fyrir kosningarnar og þá sérstaklega varðandi það að Cliffords, sem einnig gekk undir nafninu Stormy Daniels, hafi verið í viðræðum við forsvarsmenn sjónvarpsþáttarins Good Morning America á NBC um að segja þeim sögu sína. Cohen sendi WSJ tilkynningu þar sem hann sagði þetta vera í annað sinn sem fjölmiðillinn væri að velta vöngum yfir þessum „fáránlegu“ ásökunum. Allir viðkomandi aðilar hefðu neitað þessu frá árinu 2011. Hann sendi fjölmiðlinum einnig yfirlýsingu sem var titluð „Til þess sem málið varðar“ og bar undirskriftina „Stormy Daniels“ þar sem hún neitaði því að hafa átt í ástarsambandi við Trump og að hún hefði ekki tekið við peningum fyrir þögn sína. Clifford svaraði þó ekki fyrirspurnum blaðamanna Wall Street Journal sjálf. Donald Trump Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, greiddi fyrrverandi klámmyndastjörnu 130 þúsund dali, sem samsvarar rúmum þrettán milljónum króna, einum mánuði fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslan var vegna samkomulags um að hún myndi ekki segja frá því að hafa stundað kynlíf með forsetanum árið 2006. Þetta hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja málið. Hvíta húsið og lögmaðurinn Michael Cohen þvertaka fyrir að þetta sé satt. WSJ segir leikkonuna sem heitir Stephanie Clifford hafa sagt fólki frá því að hún hafi haft mök við Trump eftir golfmót við Tahoevatn sumarið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005. Fregnir af meintu framhjáhaldi Trump voru einnig á kreiki á árum áður og fyrir kosningarnar og þá sérstaklega varðandi það að Cliffords, sem einnig gekk undir nafninu Stormy Daniels, hafi verið í viðræðum við forsvarsmenn sjónvarpsþáttarins Good Morning America á NBC um að segja þeim sögu sína. Cohen sendi WSJ tilkynningu þar sem hann sagði þetta vera í annað sinn sem fjölmiðillinn væri að velta vöngum yfir þessum „fáránlegu“ ásökunum. Allir viðkomandi aðilar hefðu neitað þessu frá árinu 2011. Hann sendi fjölmiðlinum einnig yfirlýsingu sem var titluð „Til þess sem málið varðar“ og bar undirskriftina „Stormy Daniels“ þar sem hún neitaði því að hafa átt í ástarsambandi við Trump og að hún hefði ekki tekið við peningum fyrir þögn sína. Clifford svaraði þó ekki fyrirspurnum blaðamanna Wall Street Journal sjálf.
Donald Trump Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira