Náði takmarkinu og grét af gleði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2018 08:00 Þórunn Hilda Jónasdóttir segist vera í sjokki yfir því hve vel gekk. Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir setti á dögunum af stað söfnun á Facebook síðu sinni fyrir spjaldtölvum og heyrnatólum fyrir sjúklingum í krabbameinsmeðferð. Söfnunin fram úr hennar björtustu vonum og í dag færir hún deild 11B á Landspítalanum raftækin.Eins og kom fram á Vísi fyrr í mánuðinum var markmið Þórunnar að safna 22 heyrnartólum og 17 spjaldtölvum fyrir 11 B, þar sem fólk fer í lyfjameðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn náði sínu takmarki og meira en það. Hún náði að safna heyrnartólum fyrir alla stólana á deildinni, 17 spjaldtölvum og svo einnig spjaldtölvum fyrir krabbameinsdeildina á Akureyri. Í samráði við deildarstjóra 11 B er hún svo að fara að ákveða hvað verður gert fyrir deildina fyrir þá fjárhæð sem stóð eftir í afgang.Þakklát fyrir viðbrögðin Þórunn segir í samtali við Vísi að hún hafi náð að safna í kringum 1.300.000 krónum. „Ég er eiginlega bara í sjokki. Ég vissi að ég ætti góða vini og þeir ættu góða vini en þetta er ótrúlegt,“ segir Þórunn um söfnunina. „Þetta sýnir hvað ein manneskja getur gert. Þetta var bara ein Facebook færsla.“ Hún telur að söfnunin hafi gengið svo vel af því að fólk hafi getað sett sig í þessi spor, að það myndi vilja geta notað svona tæki ef það væri í slíkri meðferð á sjúkrahúsi. „PFAFF ljós gáfu mér heyrnartólin, öll 22 stykkin! Fékk Ipadana á góðum kjörum hjá Epli.is - Apple búðin, Lindex gaf 500 þúsund í söfnunina og þá fór ég að skæla úr gleði. Einnig gáfu Gaman Ferðir, Krums, Örninn sem og Kvenfélag Hvammshrepps í söfnunina. Síðast en ekki síst voru það þið vinir mínir og vinir ykkar sem sáu til þess að við rúlluðum þessu upp, skrifað Þórunn á Facebook þegar hún þakkaði fyrir aðstoðina.“ Þórunn segir að með þessu hafi sannast að ef fólk vilji breyta einhverju í sínu nærumhverfi þá sé það mögulegt. „Þetta þarf ekki að vera há upphæð. Einstaklingar lögðu til söfnunarinnar allt frá 500 krónum upp í 150 þúsund krónur,“ segir Þórunn þakklát.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett að stað söfnun fyrir nýjum staðalbúnað fyrir hvern stól á dag- og göngudeild fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein á Landspítalanum. 8. janúar 2018 13:30