Voru tæknifræðingur og dýralæknir með mikinn áhuga á fluguveiði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 20:15 Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Vísir/Pjetur Ferðamennirnir sem létust eftir veiðiferð í Þingvallavatni í gær voru frá borginni La Crescent í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu og birtu einhverjir miðlar nöfn þeirra og myndir. Um var að ræða hjón á fimmtugsaldri sem voru á ferðalagi hér á landi og kemur fram á fréttavefnum WKOW 27 að maðurinn hafi starfað sem tæknifræðingur en konan sem dýralæknir. MBL sagði fyrst frá. Kemur fram á erlendum miðlum að þau hafi verið mikið áhugafólk um fluguveiði. Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skrikaði konunni fótur og féll út í vatnið og maðurinn reyndi að bjarga henni en örmagnaðist. Viðbragðsaðilar fundu fólkið eftir þónokkra leit í vatninu. Þau voru flutt á sjúkrahús og síðar úrskurðuð látin. Aðstandendur óskuðu eftir því við lögregluna á Suðurlandi að nöfn þeirra yrðu ekki birt í tilkynningu lögreglunnar. Einn fjölskyldumeðlimur skrifaði færslu á Facebook þar sem tilkynnt var um fráfall hjónanna. Þar kemur meðal annars fram að þau hafi verið einstök og góð við alla sem þau hittu. „Þau elskuðu fjölskyldur sínar, vini, vinnufélaga, kettina og hundana sína og umfram allt hvort annað.“ Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna laust eftir hádegi í gær. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks. Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13 Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31 Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Sjá meira
Ferðamennirnir sem létust eftir veiðiferð í Þingvallavatni í gær voru frá borginni La Crescent í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu og birtu einhverjir miðlar nöfn þeirra og myndir. Um var að ræða hjón á fimmtugsaldri sem voru á ferðalagi hér á landi og kemur fram á fréttavefnum WKOW 27 að maðurinn hafi starfað sem tæknifræðingur en konan sem dýralæknir. MBL sagði fyrst frá. Kemur fram á erlendum miðlum að þau hafi verið mikið áhugafólk um fluguveiði. Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skrikaði konunni fótur og féll út í vatnið og maðurinn reyndi að bjarga henni en örmagnaðist. Viðbragðsaðilar fundu fólkið eftir þónokkra leit í vatninu. Þau voru flutt á sjúkrahús og síðar úrskurðuð látin. Aðstandendur óskuðu eftir því við lögregluna á Suðurlandi að nöfn þeirra yrðu ekki birt í tilkynningu lögreglunnar. Einn fjölskyldumeðlimur skrifaði færslu á Facebook þar sem tilkynnt var um fráfall hjónanna. Þar kemur meðal annars fram að þau hafi verið einstök og góð við alla sem þau hittu. „Þau elskuðu fjölskyldur sínar, vini, vinnufélaga, kettina og hundana sína og umfram allt hvort annað.“ Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna laust eftir hádegi í gær. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13 Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31 Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Sjá meira
Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31
Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56